Munið þið eftir kennaraverkfallinu 1995? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 20. janúar 2022 13:00 Verkfallið stóð yfir í 6 vikur, frá 17. febrúar til 28. mars. Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins mættu ekki í skólann í sex vikur. Sjálf er ég fædd 1979 og var í 10. bekk þegar verkfallið skall á. Þetta var ógurlegt sport í svona tvær vikur, að þurfa ekki að vakna í myrkrinu og mæta í skólann tíu mínútur yfir átta. Svo fór rútínuleysið að segja til sín, depurð og tilgangsleysi urðu ríkjandi tilfinningar. Til að mynda fengu landasalarnir meira að gera á þessum sex vikum snemma árs 1995 og jafnvel þeir sem seldu eitthvað annað líka. Ég get sjálf bent á þó nokkra aðila sem flosnuðu upp úr námi og hafa aldrei snúið aftur. Þetta tímabil hafði markerandi áhrif á líf fjölda barna og ungmenna. Og af hverju er ég að rifja upp þetta verkfall núna? Því sömu rauðglóandi viðvörunarbjöllur blikka núna um þessar mundir. Andleg líðan barna og ungmenna er mér afar hugleikin á tímum heimsfaraldurs og ég hef áhyggjur af því hvert þetta stefnir í til lengri tíma litið. Hvaða áhrif sóttkví ofan í sóttkví ofan í einangrun ofan í smitgát mun hafa á börn og ungmenni. Öllu þessu hefur svo fylgt röðin í skítakulda upp á Suðurlandsbraut 34 í kvíðavaldandi bið eftir því að fá pinnann ógurlega upp í nefið. Skert starfsemi í leikskólum, grunnskólum, frístund, tómstundum og framhaldsskólum hefur víðtæk áhrif og hefur afleiðingar á marga þætti líf og hverdag þeirra sem þar nema, stunda og starfa sem og fjölskyldur allra þessa hópa. Framhaldsskólanemendur sem hófu nám 2019 og 2020 eiga þá allra helst sérstakan stað í hjarta mínu og mér fallast hendur þegar ég hugsa til þess hversu mikill missirinn þeirra er. Allir þættirnir sem ekki eru á formlegu námskránni en eru svo mikilvægir fyrir félagslegan þroska og tengslamyndun við aðra á sama aldri. Fyrir mér voru þessi framhaldsskólaár minn helsti öryggisventill í lífinu. Ég var svo sem enginn fyrirmyndar nemandi en þarna átti ég mitt haldreipi sem gaf mér stöðugleika. Andlegan styrk og stöðugleika sem gaf mér góða spyrnu út í lífið framundan. Það þarf líka að fletja geðheilsuvanda kúrfuna Að sjálfsögðu er mikilvægt að hlusta á spár og tillögur að aðgerðum, sem stuðla að því að fletja kúrfuna blessuðu, frá sóttvarnarlækni og fagaðilum tengdum almannavörnum. En það er mér algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju ríkisstjórnin hafi ekki tekið betur utan um geðheilbrigðismálin samhliða þessu. Þessi yfirsjón á eftir að verða svo dýrkeypt fyrir lýðheilsu þegar fram í sækir. Það er til dæmis þverpólitískt samþykkt frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem bíður eftir að vera fjármagnað. Í markaðsfræðum kallast þetta “low hanging fruit” aðgerð. Ég skora hér með á ríkisstjórnina að tína þennan ávöxt af trénu sem allra fyrst. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun: Kosningar 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Verkfallið stóð yfir í 6 vikur, frá 17. febrúar til 28. mars. Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins mættu ekki í skólann í sex vikur. Sjálf er ég fædd 1979 og var í 10. bekk þegar verkfallið skall á. Þetta var ógurlegt sport í svona tvær vikur, að þurfa ekki að vakna í myrkrinu og mæta í skólann tíu mínútur yfir átta. Svo fór rútínuleysið að segja til sín, depurð og tilgangsleysi urðu ríkjandi tilfinningar. Til að mynda fengu landasalarnir meira að gera á þessum sex vikum snemma árs 1995 og jafnvel þeir sem seldu eitthvað annað líka. Ég get sjálf bent á þó nokkra aðila sem flosnuðu upp úr námi og hafa aldrei snúið aftur. Þetta tímabil hafði markerandi áhrif á líf fjölda barna og ungmenna. Og af hverju er ég að rifja upp þetta verkfall núna? Því sömu rauðglóandi viðvörunarbjöllur blikka núna um þessar mundir. Andleg líðan barna og ungmenna er mér afar hugleikin á tímum heimsfaraldurs og ég hef áhyggjur af því hvert þetta stefnir í til lengri tíma litið. Hvaða áhrif sóttkví ofan í sóttkví ofan í einangrun ofan í smitgát mun hafa á börn og ungmenni. Öllu þessu hefur svo fylgt röðin í skítakulda upp á Suðurlandsbraut 34 í kvíðavaldandi bið eftir því að fá pinnann ógurlega upp í nefið. Skert starfsemi í leikskólum, grunnskólum, frístund, tómstundum og framhaldsskólum hefur víðtæk áhrif og hefur afleiðingar á marga þætti líf og hverdag þeirra sem þar nema, stunda og starfa sem og fjölskyldur allra þessa hópa. Framhaldsskólanemendur sem hófu nám 2019 og 2020 eiga þá allra helst sérstakan stað í hjarta mínu og mér fallast hendur þegar ég hugsa til þess hversu mikill missirinn þeirra er. Allir þættirnir sem ekki eru á formlegu námskránni en eru svo mikilvægir fyrir félagslegan þroska og tengslamyndun við aðra á sama aldri. Fyrir mér voru þessi framhaldsskólaár minn helsti öryggisventill í lífinu. Ég var svo sem enginn fyrirmyndar nemandi en þarna átti ég mitt haldreipi sem gaf mér stöðugleika. Andlegan styrk og stöðugleika sem gaf mér góða spyrnu út í lífið framundan. Það þarf líka að fletja geðheilsuvanda kúrfuna Að sjálfsögðu er mikilvægt að hlusta á spár og tillögur að aðgerðum, sem stuðla að því að fletja kúrfuna blessuðu, frá sóttvarnarlækni og fagaðilum tengdum almannavörnum. En það er mér algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju ríkisstjórnin hafi ekki tekið betur utan um geðheilbrigðismálin samhliða þessu. Þessi yfirsjón á eftir að verða svo dýrkeypt fyrir lýðheilsu þegar fram í sækir. Það er til dæmis þverpólitískt samþykkt frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem bíður eftir að vera fjármagnað. Í markaðsfræðum kallast þetta “low hanging fruit” aðgerð. Ég skora hér með á ríkisstjórnina að tína þennan ávöxt af trénu sem allra fyrst. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar