Björgvin: Þetta var mikið sjokk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2022 13:58 Þetta var líklega svekkjandi endir á góðu móti hjá Bjögga. vísir/getty „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Þetta var mikið sjokk og viðbúið að kæmi inn í liðið þó svo maður átti aldrei von á að fá þetta sjálfur. Fókusinn alltaf á verkefninu og því sjokk þegar tíðindin komu. Maður verður að snúa því við og líta á jákvæðu tíðindin því við erum með frábæra leikmenn sem geta bakkað okkur upp.“ Sóttvarnir á hóteli landsliðsins hafa því miður ekki verið alveg upp á tíu. Yfir því var kvartað snemma en aðstæðum var ekki hægt að breyta. „Maður er alltaf að pæla í hvaða þetta kom en þetta er hjá öllum liðum sem segir mikið um sóttvarnirnar á hótelinu og í kringum leikina. Það er líka ekkert auðvelt að halda svona mót á þessum tímum þar sem þetta afbrigði er frekar óútreiknanlegt.“ Markvörðurinn frábæri getur ekki neitað því að það sé afar sérstakt að vera fastur inn á herbergi og mega ekki hitta félaga sína sem eiga að spila á eftir. „Sérstaklega vegna þess að við höfum verið í búbblu frá áramótunum. Við höfum haldið í léttleikann, húmorinn og grínið,“ segir Björgvin en herbergisfélagi hans, Ólafur Andrés Guðmundsson, smitaðist líka og var svo færður í annað herbergi. „Nú er ég bara einn og er að reyna að finna mér eitthvað til dundurs. Búinn að snúa herberginu við og snúa rúminu hans Óla upp á kant til að fá meira pláss.“ Þrátt fyrir alla fyrirhöfnina þá er jákvæðnin sterkari en svekkelsið hjá markverðinum. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá svíður þetta ekkert of mikið. Ég er sáttur við það sem ég náði að gera. Fyrir mína arftaka þá er tækifæri núna fyrir þá og vonandi stígur Viktor Gísli upp strax í kvöld. Ég trúi ekki á tilviljanir þannig að ég sendi þeim pepp í gegnum myndbönd og reyna að halda í gleðina. Ég er hérna fyrir þá líka og íslensku þjóðina þó svo það sé leiðinlegt að geta ekki verið með.“ Klippa: Björgvin brattur í einangrun EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Þetta var mikið sjokk og viðbúið að kæmi inn í liðið þó svo maður átti aldrei von á að fá þetta sjálfur. Fókusinn alltaf á verkefninu og því sjokk þegar tíðindin komu. Maður verður að snúa því við og líta á jákvæðu tíðindin því við erum með frábæra leikmenn sem geta bakkað okkur upp.“ Sóttvarnir á hóteli landsliðsins hafa því miður ekki verið alveg upp á tíu. Yfir því var kvartað snemma en aðstæðum var ekki hægt að breyta. „Maður er alltaf að pæla í hvaða þetta kom en þetta er hjá öllum liðum sem segir mikið um sóttvarnirnar á hótelinu og í kringum leikina. Það er líka ekkert auðvelt að halda svona mót á þessum tímum þar sem þetta afbrigði er frekar óútreiknanlegt.“ Markvörðurinn frábæri getur ekki neitað því að það sé afar sérstakt að vera fastur inn á herbergi og mega ekki hitta félaga sína sem eiga að spila á eftir. „Sérstaklega vegna þess að við höfum verið í búbblu frá áramótunum. Við höfum haldið í léttleikann, húmorinn og grínið,“ segir Björgvin en herbergisfélagi hans, Ólafur Andrés Guðmundsson, smitaðist líka og var svo færður í annað herbergi. „Nú er ég bara einn og er að reyna að finna mér eitthvað til dundurs. Búinn að snúa herberginu við og snúa rúminu hans Óla upp á kant til að fá meira pláss.“ Þrátt fyrir alla fyrirhöfnina þá er jákvæðnin sterkari en svekkelsið hjá markverðinum. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá svíður þetta ekkert of mikið. Ég er sáttur við það sem ég náði að gera. Fyrir mína arftaka þá er tækifæri núna fyrir þá og vonandi stígur Viktor Gísli upp strax í kvöld. Ég trúi ekki á tilviljanir þannig að ég sendi þeim pepp í gegnum myndbönd og reyna að halda í gleðina. Ég er hérna fyrir þá líka og íslensku þjóðina þó svo það sé leiðinlegt að geta ekki verið með.“ Klippa: Björgvin brattur í einangrun
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira