Skýrsla Henrys: Risahjarta í þessum drengjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2022 23:00 Íslensku leikmennirnir þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Dönum. getty/Sanjin Strukic Eftir allt sem á undan var gengið áttu líklega margir von á því að íslenska liðið yrði eins og lömb leidd til slátrunar gegn Dönum í kvöld. Það varð alls ekki raunin. Eftir að hafa nánast misst út allt byrjunarliðið á einum sólarhring var einfaldlega ekki hægt að gera kröfu á að ungt og óreynt íslenskt lið myndi gera eitthvað gegn besta landsliði heims. Í raun var erfitt að gera sér í hugarlund hvernig íslenska liðið kæmi út í leikinn. Þeir mættu aftur á móti út í leikinn eins og töffarar. Staðráðnir í að selja sig dýrt gegn frábæru liði. Það gerðu þeir líka. Sóknarleikurinn gekk frábærlega eins og venjulega sem er í rauninni ótrúlegt miðað við allar mannabreytingarnar. Varnarleikurinn að sama skapi var skelfilegur og ekki eitt skot varið utan af velli allan hálfleikinn er auðvitað ekki boðlegt. Samt var munurinn aðeins þrjú mörk. Varnarleikurinn kom í síðari hálfleik. Menn fóru að þétta og aðstoða í stað þess að skilja félagann eftir í einn á einn stöðu sem var óviðráðanlegt í fyrri hálfleik. Því miður fylgdi markvarslan aldrei með á meðan Möller varði oft á tíðum eins og óður maður hinum megin. Ef við hefðum fengið eðlilega markvörslu hefði þetta orðið jafnara. Ómar Ingi Magnússon steig upp sem leiðtogi liðsins í þessum leik. Honum leið örugglega svipað og Aroni Pálmarssyni síðustu ár framan af leik er hann þurfti að gera flest á meðan aðrir voru kannski að hrista af sér slenið. Enn ein gullframmistaðan hjá honum. Ofboðslega skemmtilegt að horfa á hann spila handbolta. Janus Daði fékk stórt hlutverk og skilaði því frábærlega. Ótrúlega klókur, skynsamur og bjó endalaust til. Þrátt fyrir mikla ábyrgð var hann ekki með einn tapaðan bolta í leiknum og var líka frábær í vörn. Ungu mennirnir voru flottir. Elvar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og má vera stoltur. Orri var óhræddur en þetta datt ekki með honum. Teitur og Daníel nýttu sínar mínútur sömuleiðis vel og Arnar Freyr átti sína bestu spretti á mótinu. Fyrsta tapið staðreynd þrátt fyrir vasklega framgöngu. Strákarnir sýndu mikinn karakter og risahjarta í ótrúlega erfiðri stöðu. Svo er framhaldið algjörlega óvíst því enn vofir covid-draugurinn yfir liðinu og gæti vel farið svo að fleiri leikmenn gangi úr skaftinu. Þetta er sannkölluð rússíbanareið sem ekki sér fyrir endann á en strákarnir hafa sýnt okkur að þeir ætla að berjast til síðasta manns. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Eftir að hafa nánast misst út allt byrjunarliðið á einum sólarhring var einfaldlega ekki hægt að gera kröfu á að ungt og óreynt íslenskt lið myndi gera eitthvað gegn besta landsliði heims. Í raun var erfitt að gera sér í hugarlund hvernig íslenska liðið kæmi út í leikinn. Þeir mættu aftur á móti út í leikinn eins og töffarar. Staðráðnir í að selja sig dýrt gegn frábæru liði. Það gerðu þeir líka. Sóknarleikurinn gekk frábærlega eins og venjulega sem er í rauninni ótrúlegt miðað við allar mannabreytingarnar. Varnarleikurinn að sama skapi var skelfilegur og ekki eitt skot varið utan af velli allan hálfleikinn er auðvitað ekki boðlegt. Samt var munurinn aðeins þrjú mörk. Varnarleikurinn kom í síðari hálfleik. Menn fóru að þétta og aðstoða í stað þess að skilja félagann eftir í einn á einn stöðu sem var óviðráðanlegt í fyrri hálfleik. Því miður fylgdi markvarslan aldrei með á meðan Möller varði oft á tíðum eins og óður maður hinum megin. Ef við hefðum fengið eðlilega markvörslu hefði þetta orðið jafnara. Ómar Ingi Magnússon steig upp sem leiðtogi liðsins í þessum leik. Honum leið örugglega svipað og Aroni Pálmarssyni síðustu ár framan af leik er hann þurfti að gera flest á meðan aðrir voru kannski að hrista af sér slenið. Enn ein gullframmistaðan hjá honum. Ofboðslega skemmtilegt að horfa á hann spila handbolta. Janus Daði fékk stórt hlutverk og skilaði því frábærlega. Ótrúlega klókur, skynsamur og bjó endalaust til. Þrátt fyrir mikla ábyrgð var hann ekki með einn tapaðan bolta í leiknum og var líka frábær í vörn. Ungu mennirnir voru flottir. Elvar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og má vera stoltur. Orri var óhræddur en þetta datt ekki með honum. Teitur og Daníel nýttu sínar mínútur sömuleiðis vel og Arnar Freyr átti sína bestu spretti á mótinu. Fyrsta tapið staðreynd þrátt fyrir vasklega framgöngu. Strákarnir sýndu mikinn karakter og risahjarta í ótrúlega erfiðri stöðu. Svo er framhaldið algjörlega óvíst því enn vofir covid-draugurinn yfir liðinu og gæti vel farið svo að fleiri leikmenn gangi úr skaftinu. Þetta er sannkölluð rússíbanareið sem ekki sér fyrir endann á en strákarnir hafa sýnt okkur að þeir ætla að berjast til síðasta manns.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða