„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 22:37 Guðmundur Guðmundsson þurfti að bregðast við ótrúlegum skakkaföllum á síðastliðnum sólarhring, allt þar til að fáeinir klukkutímar voru til leiks. Getty/Sanjin Strukic „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. Íslenska landsliðið mætti til leiks í milliriðli í kvöld án sex lykilmanna sem duttu út eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit, og tapaði fyrir Danmörku þrátt fyrir mjög góðan leik. Guðmundur segir íslenska hópinn hafa gert það sem hann gæti til að forðast smit en að handknattleikssamband Evrópu hafi ekki auðveldað málið með ákvörðun sinni um að mynda ekki sóttvarnabúbblu um liðin. „Aðallega sjokk og vonbrigði“ „Ég sjálfur er búinn að vera í einangrun síðan 18. desember, allt liðið saman í búbblu [á Íslandi] síðan 2. janúar, og búið að leggja óhemju mikið í þetta. Við erum með vönduðustu grímur á markaðnum, sprittuðum okkur… það er búið að gera svo margt til að koma í veg fyrir þetta. Mér finnst bara að við höfum lent í aðstæðum á þessu hóteli sem eru mjög illviðráðanlegar. Það var ekki búbbla, og það vissi EHF að yrði ekki og var bara samþykkt. Þar með erum við útsettir, þó að við reynum að passa okkur,“ segir Guðmundur. Klippa: Guðmundur eftir rússíbanareiðina á EM „Síðan erum við hér, 20 þúsund áhorfendur á móti Ungverjum, og maður veit náttúrulega aldrei hvaðan þetta kemur. Þegar við spiluðum við Hollendingana þá voru þeir búnir að vera með smit. Dómarinn í þeim leik var með smit eftir leikinn. Maður veit ekki hvaðan þetta kemur. En þetta er aðallega sjokk og vonbrigði,“ segir Guðmundur. „Ótrúlegur leikur hjá liðinu“ Hann kveðst afar ánægður með það hvernig íslenska liðið spjaraði sig í kvöld eftir áföllin sem á því hafa dunið. „Við erum búnir að vera að spila alveg ótrúlega vel, og héldum því áfram í dag að mínu mati. Þetta var ótrúlegur leikur hjá liðinu. Fjórtán leikmenn… Þetta er búið að vera mjög erfitt. Óvissan með Gísla var lengi framan af og ég vissi ekki endanlega hvernig liðið myndi líta út fyrr en sirka þremur, fjórum tímum fyrir leik. Þetta er búið að vera ansi erfitt en ég vil þakka drengjunum fyrir magnaða frammistöðu. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þannig að Danir réðu ekkert við okkur sóknarlega. Við vorum ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik, ætluðum að vera þéttari en náðum því ekki fyrr en í seinni. Þá gerðu þeir aðeins ellefu mörk gegn okkur og það þarf nú töluvert til að ná því á móti Dönum, því þeir eru stórkostlegt sóknarlið. Þetta var vörnin sem ég ætlaði að spila allan leikinn og ég þurfti nú aðeins að byrsta mig í hálfleik til að fá þetta þéttar, og það tókst í seinni hálfleik. Munurinn er fjögur mörk en við misnotum fjögur dauðafæri úr horni, misnotum tvö víti. Þetta liggur þarna finnst mér. Það er stutt á milli,“ segir Guðmundur. „Vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni“ Hann óttast að fleiri smit muni greinast á næstunni: „Þetta er mjög óþægilegt að hafa þetta yfir sér. Við erum testaðir tvisvar í dag og svo aftur núna í kvöld. Þrjú test á einum degi og maður er farinn að kvíða fyrir hverju testi, en það vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni. Því miður gæti það orðið raunin en ég vona það besta. Þetta er gríðarleg óvissa og óþægilegt.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Íslenska landsliðið mætti til leiks í milliriðli í kvöld án sex lykilmanna sem duttu út eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit, og tapaði fyrir Danmörku þrátt fyrir mjög góðan leik. Guðmundur segir íslenska hópinn hafa gert það sem hann gæti til að forðast smit en að handknattleikssamband Evrópu hafi ekki auðveldað málið með ákvörðun sinni um að mynda ekki sóttvarnabúbblu um liðin. „Aðallega sjokk og vonbrigði“ „Ég sjálfur er búinn að vera í einangrun síðan 18. desember, allt liðið saman í búbblu [á Íslandi] síðan 2. janúar, og búið að leggja óhemju mikið í þetta. Við erum með vönduðustu grímur á markaðnum, sprittuðum okkur… það er búið að gera svo margt til að koma í veg fyrir þetta. Mér finnst bara að við höfum lent í aðstæðum á þessu hóteli sem eru mjög illviðráðanlegar. Það var ekki búbbla, og það vissi EHF að yrði ekki og var bara samþykkt. Þar með erum við útsettir, þó að við reynum að passa okkur,“ segir Guðmundur. Klippa: Guðmundur eftir rússíbanareiðina á EM „Síðan erum við hér, 20 þúsund áhorfendur á móti Ungverjum, og maður veit náttúrulega aldrei hvaðan þetta kemur. Þegar við spiluðum við Hollendingana þá voru þeir búnir að vera með smit. Dómarinn í þeim leik var með smit eftir leikinn. Maður veit ekki hvaðan þetta kemur. En þetta er aðallega sjokk og vonbrigði,“ segir Guðmundur. „Ótrúlegur leikur hjá liðinu“ Hann kveðst afar ánægður með það hvernig íslenska liðið spjaraði sig í kvöld eftir áföllin sem á því hafa dunið. „Við erum búnir að vera að spila alveg ótrúlega vel, og héldum því áfram í dag að mínu mati. Þetta var ótrúlegur leikur hjá liðinu. Fjórtán leikmenn… Þetta er búið að vera mjög erfitt. Óvissan með Gísla var lengi framan af og ég vissi ekki endanlega hvernig liðið myndi líta út fyrr en sirka þremur, fjórum tímum fyrir leik. Þetta er búið að vera ansi erfitt en ég vil þakka drengjunum fyrir magnaða frammistöðu. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þannig að Danir réðu ekkert við okkur sóknarlega. Við vorum ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik, ætluðum að vera þéttari en náðum því ekki fyrr en í seinni. Þá gerðu þeir aðeins ellefu mörk gegn okkur og það þarf nú töluvert til að ná því á móti Dönum, því þeir eru stórkostlegt sóknarlið. Þetta var vörnin sem ég ætlaði að spila allan leikinn og ég þurfti nú aðeins að byrsta mig í hálfleik til að fá þetta þéttar, og það tókst í seinni hálfleik. Munurinn er fjögur mörk en við misnotum fjögur dauðafæri úr horni, misnotum tvö víti. Þetta liggur þarna finnst mér. Það er stutt á milli,“ segir Guðmundur. „Vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni“ Hann óttast að fleiri smit muni greinast á næstunni: „Þetta er mjög óþægilegt að hafa þetta yfir sér. Við erum testaðir tvisvar í dag og svo aftur núna í kvöld. Þrjú test á einum degi og maður er farinn að kvíða fyrir hverju testi, en það vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni. Því miður gæti það orðið raunin en ég vona það besta. Þetta er gríðarleg óvissa og óþægilegt.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða