Erlent

Óttast að tugir séu látnir: Flutninga­bíll og mótor­hjól skullu saman

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Talið er að minnsta kosti fimm hundruð hús hafi eyðilagst í sprenginunni.
Talið er að minnsta kosti fimm hundruð hús hafi eyðilagst í sprenginunni. Twitter/BNO

Talið er að tugir hafi látist þegar flutningabíll sprakk í loft upp í Gana í Vestur-Afríku fyrr í dag. Í bílnum voru sprengiefni sem nota átti við námugröft.

Atvikið átti sér stað þegar flutningabíllinn og mótorhjól skullu saman í Apiate nálægt borginni Bogoso í Suðvestur-Gana. Fjölmiðlar ytra hafa birt myndir og myndskeið af vettvangi.

Tala látinna er enn ókunn en hundruðir húsa urðu sprengingunni að bráð. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, sagði í yfirlýsingu á Twitter að slysið væri einfaldlega hörmulegt og veitir aðstandendum samúð.

Björgunarstarf stendur enn yfir og íbúar hafa verið beðnir um að leita skjóls í nærliggjandi þorpum. The Guardian greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×