Innlent

Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Myrkey og Sólmáni eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir.
Myrkey og Sólmáni eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir. Vísir/Vilhelm

Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa.

Nefndin hafnaði því hins vegar að samþykkja Laxdal sem eiginnafn. Nefndin segir nafnið skráð í Þjóðskrá sem ættarnafn og það sé ekki heimilt að bera það sem eiginnafn né heldur millinafn.

Þá er vísað til þess að ættarnöfn njóti ríkari nafnverndar en eiginnöfn, sem leiði til þess að ekki sé heimilt að fallast á að ættarnöfn séu samþykkt á mannanafnaskrá sem eiginnöfn.

Úrskurðir mannanafnanefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×