Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2022 20:15 Mikil umframeftirspurn hefur verið eftir íbúðarhúsnæði undanfarin misseri og margir um hituna. Þótt þessi mynd tengist ekki opnu húsi fasteignasölu þá er hún táknræn fyrir ástandið á fasteignamarkaðnum. Vísir/Vilhelm Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. Eftir að vextir á íbúðarhúsnæði tóku að lækka verulega á þarsíðasta ári jókst mjög eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði. Það má tala um að skortur hafi myndast um land allt og þá alveg sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Grafík/Rúnar Vilberg Í fyrra var slegið met í sölu íbúða á landinu þegar rétt rúmlega sextán þúsund íbúðir seldust, sem er 13 prósenta fjölgun frá árinu á undan þegar 14.115 íbúðir seldust. Páll Pálsson fasteignasali segir að það væri einnig fimm prósentum fleiri íbúðir en seldust á fyrra metári 2007, skömmu fyrir hrun. Páll Pálsson fasteignasali reiknar með áframhaldandi spennu á fasteignamarkaði allt fram á mitt næsta ár.Stöð 2/Arnar „Það er karaktermunur á þessum tíma. Á þeim tíma hækkaði fasteignaverðið um 30 prósent á meðan kaupmáttaraukningin var kannski um eitt prósent. Núna eru laun líka að hækka þannig að við erum ekki að sjá fram á bólumyndun eins og við sáum á þeim tíma,“ segir Páll. Á höfuðborgarsvæðinu seldust tæplega níu þúsund og sex hundruð íbúðir í fyrra samanborið við 8.904 árið 2020 og er fjölgunin upp á sjö prósent. Páll segir að enn væri skortur á íbúðarhúsnæði. Grafík/Rúnar Vilberg „Það er gríðarlega mikil eftirspurn og framboðið ofboðslega lítið. Sem stendur eru um eða í kring um fimm hundruð eignir auglýstar til sölu. Þar af eru mjög margar auglýstar sem seldar. Á sama tíma eru um 25 til 30 þúsund manns að skoða fasteignavefinn í hverri viku,“ segir Páll. Mest sé eftirspurnin eftir íbúðum sem kosti á bilinu fjörtíu til sextíu milljónir króna. Um 30 prósent kaupenda séu fyrstu kaupendur þótt eftirspurnin nái líka til dýrari eigna. Þessi mikla eftirspurn hafi þrýst upp verðinu þannig að íbúðaverð hækkaði að jafnaði um 18,4 prósent prósent á síðasta ári. En meðaltalshækkun milli ára frá aldamótum væri tæplega 10 prósent. Sýnist þér að það fari eitthvað að létta á þessum þrýstingi á næstu misserum og örfáum árum? „Ég sé það ekki í nærframtíð. Það er að segja ekki á þessu ári og jafnvel ekki fyrr en um mitt ár 2023. En ég er mjög bjartsýnn eftir það,“ segir Páll og vísar þar með til áætlana borgaryfirvalda. Farið var yfir stöðuna á fasteignamarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Fasteignamarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25 Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27 Uppseldur íbúðamarkaður Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015. 3. janúar 2022 08:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Eftir að vextir á íbúðarhúsnæði tóku að lækka verulega á þarsíðasta ári jókst mjög eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði. Það má tala um að skortur hafi myndast um land allt og þá alveg sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Grafík/Rúnar Vilberg Í fyrra var slegið met í sölu íbúða á landinu þegar rétt rúmlega sextán þúsund íbúðir seldust, sem er 13 prósenta fjölgun frá árinu á undan þegar 14.115 íbúðir seldust. Páll Pálsson fasteignasali segir að það væri einnig fimm prósentum fleiri íbúðir en seldust á fyrra metári 2007, skömmu fyrir hrun. Páll Pálsson fasteignasali reiknar með áframhaldandi spennu á fasteignamarkaði allt fram á mitt næsta ár.Stöð 2/Arnar „Það er karaktermunur á þessum tíma. Á þeim tíma hækkaði fasteignaverðið um 30 prósent á meðan kaupmáttaraukningin var kannski um eitt prósent. Núna eru laun líka að hækka þannig að við erum ekki að sjá fram á bólumyndun eins og við sáum á þeim tíma,“ segir Páll. Á höfuðborgarsvæðinu seldust tæplega níu þúsund og sex hundruð íbúðir í fyrra samanborið við 8.904 árið 2020 og er fjölgunin upp á sjö prósent. Páll segir að enn væri skortur á íbúðarhúsnæði. Grafík/Rúnar Vilberg „Það er gríðarlega mikil eftirspurn og framboðið ofboðslega lítið. Sem stendur eru um eða í kring um fimm hundruð eignir auglýstar til sölu. Þar af eru mjög margar auglýstar sem seldar. Á sama tíma eru um 25 til 30 þúsund manns að skoða fasteignavefinn í hverri viku,“ segir Páll. Mest sé eftirspurnin eftir íbúðum sem kosti á bilinu fjörtíu til sextíu milljónir króna. Um 30 prósent kaupenda séu fyrstu kaupendur þótt eftirspurnin nái líka til dýrari eigna. Þessi mikla eftirspurn hafi þrýst upp verðinu þannig að íbúðaverð hækkaði að jafnaði um 18,4 prósent prósent á síðasta ári. En meðaltalshækkun milli ára frá aldamótum væri tæplega 10 prósent. Sýnist þér að það fari eitthvað að létta á þessum þrýstingi á næstu misserum og örfáum árum? „Ég sé það ekki í nærframtíð. Það er að segja ekki á þessu ári og jafnvel ekki fyrr en um mitt ár 2023. En ég er mjög bjartsýnn eftir það,“ segir Páll og vísar þar með til áætlana borgaryfirvalda. Farið var yfir stöðuna á fasteignamarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25 Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27 Uppseldur íbúðamarkaður Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015. 3. janúar 2022 08:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25
Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27
Uppseldur íbúðamarkaður Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015. 3. janúar 2022 08:32