Mokgræddi á Bitcoin en fyrrverandi sat í súpunni Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2022 00:02 Rafmyntir á borð við Bitcoin munu líklega koma til með að velta upp mörgum álitamálum á sviði skataréttar. Getty Kona hefur fengið endurákvörðun ríkisskattstjóra um hækkun tekjuskattsstofns hennar um tíu milljónir króna fellda niður af yfirskattanefnd. Ríkisskattstjóri hafði hækkað skattstofn konunnar vegna vanframtalinna tekna fyrrverandi eiginmanns hennar af sölu á rafmyntinni Bitcoin. Um var að ræða tekjur mannsins vegna gjaldáranna 2016 og 2017. Þegar ríkisskattstjóri innti manninn svara um hagnað hans af sölu rafmynta hafði hann eftirfarandi að segja: „Ég man ekki einu sinni hvar ég finn upplýsingar um kaup og sölu þannig að þið gerið bara eitthvað við mig ég redda þessu ég er á 45% bótum rúmur 100þ á mánuði haha verð fljótur að borga skattinn upp.“ Því áætlaði skattstjóri tekjur mannsins og lagði þær við skattstofn konunnar þar sem hún var tekjuhærri en maðurinn. Furðaði sig á fjármögnun útgjalda Í kvörtun konunnar til ríkisskattstjóra vegna álagningarinnar segir að hjónaband þeirra hafi verið orðið stirt árið 2017 og að þau hefðu ákveðið að skilja að borði og sæng í desember það ár. Þar segir að konan hafi ekki haft vitneskju um greiðslur til mannsins vegna Bitcoin-sölunnar en af gögnum málsins má sjá að þær greiðslur hafi fyrst borist um mitt 2016. Þá kemur þar fram að konan hafi verið burðarstólpi við fjármögnun heimilishalds þeirra hjóna og því hafi hann líklega hafið sölu Bitcoin eftir að samvistum þeirra lauk. „Hefði hann farið í ferðir erlendis og keypt sér bíl og hefði kærandi undrast hvernig hann fjármagnaði þau útgjöld,“ segir í mótmælabréfi konunnar. Með úrskurði ríkisskattstjóra um endurákvörðun var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar staðfest með vísan til þess að tekjur mannsins hafi verið vantaldar og að hjónin bæru enn óskipta ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt bæri að leggja saman fjármagnstekjur hjóna og telja þær til tekna hjá því hjóna sem hefði hærri tekjur. Hafi ekki notið góðs af tekjunum Í kæru til yfirskattanefndar áréttaði konan að hún hafi ekki haft neina vitneskju um tekjur mannsins af sölu rafmynta og að þeim hafi verið haldið leyndum fyrir henni og hún því ekki notið góðs af þeim. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að hjónin hafi enn verið sameiginlega ábyrg fyrir greiðslu opinberra gjalda fyrir gjaldárið 2016 þar sem þau skildu ekki fyrr en 2017. Var kröfu konunnar um niðurfellingu hækkunar skattstofns um tvær og hálfa milljón króna vegna framtalsársins 2017 því hafnað. Hins vegar taldi nefndin ríkisskattstjóra óheimilt að leggja tekjur hjónanna saman fyrir framtalsárið 2018 þar sem þau hefðu sannanlega slitið samvistum árið 2017. Var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar um tíu milljónir króna því ómerkt. Úrskurð yfirskattanefndar má lesa í heild sinni á vef nefndarinnar. Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Um var að ræða tekjur mannsins vegna gjaldáranna 2016 og 2017. Þegar ríkisskattstjóri innti manninn svara um hagnað hans af sölu rafmynta hafði hann eftirfarandi að segja: „Ég man ekki einu sinni hvar ég finn upplýsingar um kaup og sölu þannig að þið gerið bara eitthvað við mig ég redda þessu ég er á 45% bótum rúmur 100þ á mánuði haha verð fljótur að borga skattinn upp.“ Því áætlaði skattstjóri tekjur mannsins og lagði þær við skattstofn konunnar þar sem hún var tekjuhærri en maðurinn. Furðaði sig á fjármögnun útgjalda Í kvörtun konunnar til ríkisskattstjóra vegna álagningarinnar segir að hjónaband þeirra hafi verið orðið stirt árið 2017 og að þau hefðu ákveðið að skilja að borði og sæng í desember það ár. Þar segir að konan hafi ekki haft vitneskju um greiðslur til mannsins vegna Bitcoin-sölunnar en af gögnum málsins má sjá að þær greiðslur hafi fyrst borist um mitt 2016. Þá kemur þar fram að konan hafi verið burðarstólpi við fjármögnun heimilishalds þeirra hjóna og því hafi hann líklega hafið sölu Bitcoin eftir að samvistum þeirra lauk. „Hefði hann farið í ferðir erlendis og keypt sér bíl og hefði kærandi undrast hvernig hann fjármagnaði þau útgjöld,“ segir í mótmælabréfi konunnar. Með úrskurði ríkisskattstjóra um endurákvörðun var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar staðfest með vísan til þess að tekjur mannsins hafi verið vantaldar og að hjónin bæru enn óskipta ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt bæri að leggja saman fjármagnstekjur hjóna og telja þær til tekna hjá því hjóna sem hefði hærri tekjur. Hafi ekki notið góðs af tekjunum Í kæru til yfirskattanefndar áréttaði konan að hún hafi ekki haft neina vitneskju um tekjur mannsins af sölu rafmynta og að þeim hafi verið haldið leyndum fyrir henni og hún því ekki notið góðs af þeim. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að hjónin hafi enn verið sameiginlega ábyrg fyrir greiðslu opinberra gjalda fyrir gjaldárið 2016 þar sem þau skildu ekki fyrr en 2017. Var kröfu konunnar um niðurfellingu hækkunar skattstofns um tvær og hálfa milljón króna vegna framtalsársins 2017 því hafnað. Hins vegar taldi nefndin ríkisskattstjóra óheimilt að leggja tekjur hjónanna saman fyrir framtalsárið 2018 þar sem þau hefðu sannanlega slitið samvistum árið 2017. Var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar um tíu milljónir króna því ómerkt. Úrskurð yfirskattanefndar má lesa í heild sinni á vef nefndarinnar.
Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira