Íbúum fjölgar og fjölgar í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. janúar 2022 16:30 Fjölmargar garðyrkjustöðvar eru í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum fjölgar ört í Bláskógabyggð eins og á Laugarvatni og í Reykholti. Þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikill uppgangur í garðyrkjunni eins og nú í sveitarfélaginu. Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins var fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Bláskógabyggð byggir mikið á ferðaþjónustu og garðyrkju. Íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Það eru líkur á því að það muni halda áfram að fjölga því það er talsvert mikið af íbúðum í byggingu og það er mikil eftirspurn eftir lóðum. Við höfum varla náð að anna henni, t.d. í Reykholti og það er líka aukinn áhugi á að byggja á Laugarvatni,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Hvernig skýrir þú þennan áhuga fólks? „Ég held að fólk trúi því bara og treysti að þetta sé áhugavert og gott svæði til búsetu og atvinnurekstrar. Það hefur verið uppbygging í atvinnulífinu, bæði innan ferðaþjónustunnar þrátt fyrir Covid og líka í garðyrkjunni. Í fyrra var byggt mikið af nýjum gróðurhúsum og það tekur til sín starfsfólk og það er alltaf verið að huga að einhverju nýju. Ég held að það sé bara bjartsýni á framtíð þessa svæðis,“ segir Ásta. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Bláskógabyggð með allskonar þjónustu og afþreyingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru íbúar Bláskógabyggðar um 1160. Næg atvinna er fyrir alla en þar munar m.a. mikið um öflugar garðyrkjustöðvar í sveitarfélaginu. „Íbúum á Laugarvatni, þeim er t.d. að fjölga mikið, eru nú komnir yfir 200. Þeir hafa lengið verið um 190 en núna held ég að þeir séu orðnir 206 samkvæmt síðustu talningu,“ segir Ásta sveitarstjóri. Reykholt er vinsæll staður til búsettur og þar er vagga garðyrkjunnar í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins var fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Bláskógabyggð byggir mikið á ferðaþjónustu og garðyrkju. Íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Það eru líkur á því að það muni halda áfram að fjölga því það er talsvert mikið af íbúðum í byggingu og það er mikil eftirspurn eftir lóðum. Við höfum varla náð að anna henni, t.d. í Reykholti og það er líka aukinn áhugi á að byggja á Laugarvatni,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Hvernig skýrir þú þennan áhuga fólks? „Ég held að fólk trúi því bara og treysti að þetta sé áhugavert og gott svæði til búsetu og atvinnurekstrar. Það hefur verið uppbygging í atvinnulífinu, bæði innan ferðaþjónustunnar þrátt fyrir Covid og líka í garðyrkjunni. Í fyrra var byggt mikið af nýjum gróðurhúsum og það tekur til sín starfsfólk og það er alltaf verið að huga að einhverju nýju. Ég held að það sé bara bjartsýni á framtíð þessa svæðis,“ segir Ásta. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Bláskógabyggð með allskonar þjónustu og afþreyingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru íbúar Bláskógabyggðar um 1160. Næg atvinna er fyrir alla en þar munar m.a. mikið um öflugar garðyrkjustöðvar í sveitarfélaginu. „Íbúum á Laugarvatni, þeim er t.d. að fjölga mikið, eru nú komnir yfir 200. Þeir hafa lengið verið um 190 en núna held ég að þeir séu orðnir 206 samkvæmt síðustu talningu,“ segir Ásta sveitarstjóri. Reykholt er vinsæll staður til búsettur og þar er vagga garðyrkjunnar í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira