Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að WHO telji faraldurinn hafa þróast yfir í annað ástand með tilkomu ómíkron-afbrigðisins.
Þá er haft eftir Hans Kluge, yfirmanni evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, að faraldurinn sé að nálgast einhvers konar endastöð.
Hins vegar sé mögulegt að Covid-19 snúi aftur í annarri mynd og þá ekki sem heimsfaraldur.
Þá sögðu þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala, í aðsendri grein á Vísi í gær að bjartari tímar væru fram undan í baráttunni við faraldurinn.