Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 08:31 Ísland hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Króatíu á stórmótum en allir hafa trú á sigri í dag eftir sigurinn magnaða gegn Frakklandi á laugardaginn. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. „Við þurfum að koma okkur niður á jörðina og mæta klárir í næsta leik,“ sagði Ómar Ingi Magnússon eftir átta marka sigurinn gegn Frökkum á laugardaginn. Hárrétt. Við sem spilum ekki leikina getum hins vegar verið áfram í skýjunum, í draumalandinu sem Ómar og félagar hafa búið til fyrir okkur, og leyft okkur að fabúlera um það hvaða þýðingu sigurinn stóri á Ólympíumeisturunum hefur. Fjórum sigrum frá fyrsta titlinum Staðan er núna þannig að ef Ísland vinnur næstu fjóra leiki verður liðið Evrópumeistari í handbolta í fyrsta sinn. Vinni liðið næstu þrjá leiki kemst það í úrslitaleik EM í fyrsta sinn. Vinni Ísland næstu tvo leiki kemst liðið í undanúrslit EM í þriðja sinn í sögunni (Ísland endaði í 4. sæti 2002 og vann brons árið 2010). Einn tilgangur þessarar greinar er svo að benda á að mögulegt er að með því að vinna annan af þeim tveimur leikjum sem Ísland á eftir í milliriðli, gegn Króatíu í dag eða Svartfjallalandi á miðvikudag, komist liðið í undanúrslit. Sex stig dugðu Slóveníu síðast Í þessu sambandi má til dæmis nefna að Slóvenía komst í undanúrslit á síðasta EM, með því að fá 6 stig í milliriðli. Ísland er einum sigri frá þeim stigafjölda. Þegar tvær umferðir eru eftir af milliriðlakeppninni er Danmörk efst í okkar riðli með 6 stig, Frakkland og Ísland eru með 4 stig, Holland og Svartfjallaland með 2 stig, en Króatía er án stiga og á ekki lengur von um að komast í undanúrslit. Aðeins tvö efstu lið riðilsins komast í undanúrslit, þar sem liðið í 1. sæti mætir liðinu í 2. sæti úr hinum milliriðlinum, og öfugt. Staðan í milliriðli 1 á EM, eftir þrjár umferðir af fimm. Ísland á eftir leiki við Króatíu og Svartfjallaland. Ísland er öruggt um að enda í 1. eða 2. sæti með því að vinna síðustu tvo leikina sína, því Danmörk og Frakkland eiga eftir að mætast á miðvikudagskvöld. Ef Ísland, Danmörk og Frakkland enda jöfn að stigum yrði Ísland aldrei neðst þeirra, þar sem liðið vann Frakka með átta marka mun en tapaði aðeins með fjórum gegn Dönum. Það er nefnilega þannig að ef tvö eða fleiri lið enda jöfn að stigum þá ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra í riðlinum. Tvær síðustu umferðirnar í milliriðli 1: Mánudagur 24. janúar: 14.30 ÍSLAND - Króatía 17.00 Danmörk - Holland 19.30 Svartfjallaland - Frakkland Miðvikudagur 26. janúar: 14.30 Svartfjallaland - ÍSLAND 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Tap í dag útilokar ekki verðlaun Ef Ísland tapar gegn Króatíu í dag er enn möguleiki á að komast í undanúrslit með því að vinna Svartfjallaland, ef Frakkland tapar annað hvort gegn Svartfjallalandi eða Danmörku (fleiri, langsóttari möguleikar eru í stöðunni). Ef Ísland vinnur hins vegar Króatíu, sem aldrei hefur tekist þrátt fyrir sjö tilraunir á stórmótum, er útlitið orðið afar bjart. Sigur gegn Svartfjallalandi myndi þá skila liðinu í undanúrslit, og til vara væri hægt að vonast eftir því að Frakkland vinni Svartfjallaland í dag og tapi svo gegn Danmörku. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Daníel bætist í hóp smitaðra hjá landsliðinu Covid var ekki lengi að skella strákunum okkar aftur niður á jörðina því í dag kom í ljós að Daníel Þór Ingason er einnig smitaður. 23. janúar 2022 13:04 Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ 23. janúar 2022 11:46 Karabatic: Við fundum engar lausnir Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi. 23. janúar 2022 08:02 Skýrsla Henrys: Eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar Við skulum bara viðurkenna það. Við áttum öll von á franskri flengingu í kvöld. Skiljanlega reyndar miðað við áföllin hjá strákunum okkar. Lærdómur kvöldsins er að afskrifa ALDREI strákana okkar. Sama hver spilar. 22. janúar 2022 20:46 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Sjá meira
„Við þurfum að koma okkur niður á jörðina og mæta klárir í næsta leik,“ sagði Ómar Ingi Magnússon eftir átta marka sigurinn gegn Frökkum á laugardaginn. Hárrétt. Við sem spilum ekki leikina getum hins vegar verið áfram í skýjunum, í draumalandinu sem Ómar og félagar hafa búið til fyrir okkur, og leyft okkur að fabúlera um það hvaða þýðingu sigurinn stóri á Ólympíumeisturunum hefur. Fjórum sigrum frá fyrsta titlinum Staðan er núna þannig að ef Ísland vinnur næstu fjóra leiki verður liðið Evrópumeistari í handbolta í fyrsta sinn. Vinni liðið næstu þrjá leiki kemst það í úrslitaleik EM í fyrsta sinn. Vinni Ísland næstu tvo leiki kemst liðið í undanúrslit EM í þriðja sinn í sögunni (Ísland endaði í 4. sæti 2002 og vann brons árið 2010). Einn tilgangur þessarar greinar er svo að benda á að mögulegt er að með því að vinna annan af þeim tveimur leikjum sem Ísland á eftir í milliriðli, gegn Króatíu í dag eða Svartfjallalandi á miðvikudag, komist liðið í undanúrslit. Sex stig dugðu Slóveníu síðast Í þessu sambandi má til dæmis nefna að Slóvenía komst í undanúrslit á síðasta EM, með því að fá 6 stig í milliriðli. Ísland er einum sigri frá þeim stigafjölda. Þegar tvær umferðir eru eftir af milliriðlakeppninni er Danmörk efst í okkar riðli með 6 stig, Frakkland og Ísland eru með 4 stig, Holland og Svartfjallaland með 2 stig, en Króatía er án stiga og á ekki lengur von um að komast í undanúrslit. Aðeins tvö efstu lið riðilsins komast í undanúrslit, þar sem liðið í 1. sæti mætir liðinu í 2. sæti úr hinum milliriðlinum, og öfugt. Staðan í milliriðli 1 á EM, eftir þrjár umferðir af fimm. Ísland á eftir leiki við Króatíu og Svartfjallaland. Ísland er öruggt um að enda í 1. eða 2. sæti með því að vinna síðustu tvo leikina sína, því Danmörk og Frakkland eiga eftir að mætast á miðvikudagskvöld. Ef Ísland, Danmörk og Frakkland enda jöfn að stigum yrði Ísland aldrei neðst þeirra, þar sem liðið vann Frakka með átta marka mun en tapaði aðeins með fjórum gegn Dönum. Það er nefnilega þannig að ef tvö eða fleiri lið enda jöfn að stigum þá ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra í riðlinum. Tvær síðustu umferðirnar í milliriðli 1: Mánudagur 24. janúar: 14.30 ÍSLAND - Króatía 17.00 Danmörk - Holland 19.30 Svartfjallaland - Frakkland Miðvikudagur 26. janúar: 14.30 Svartfjallaland - ÍSLAND 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Tap í dag útilokar ekki verðlaun Ef Ísland tapar gegn Króatíu í dag er enn möguleiki á að komast í undanúrslit með því að vinna Svartfjallaland, ef Frakkland tapar annað hvort gegn Svartfjallalandi eða Danmörku (fleiri, langsóttari möguleikar eru í stöðunni). Ef Ísland vinnur hins vegar Króatíu, sem aldrei hefur tekist þrátt fyrir sjö tilraunir á stórmótum, er útlitið orðið afar bjart. Sigur gegn Svartfjallalandi myndi þá skila liðinu í undanúrslit, og til vara væri hægt að vonast eftir því að Frakkland vinni Svartfjallaland í dag og tapi svo gegn Danmörku.
Tvær síðustu umferðirnar í milliriðli 1: Mánudagur 24. janúar: 14.30 ÍSLAND - Króatía 17.00 Danmörk - Holland 19.30 Svartfjallaland - Frakkland Miðvikudagur 26. janúar: 14.30 Svartfjallaland - ÍSLAND 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Daníel bætist í hóp smitaðra hjá landsliðinu Covid var ekki lengi að skella strákunum okkar aftur niður á jörðina því í dag kom í ljós að Daníel Þór Ingason er einnig smitaður. 23. janúar 2022 13:04 Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ 23. janúar 2022 11:46 Karabatic: Við fundum engar lausnir Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi. 23. janúar 2022 08:02 Skýrsla Henrys: Eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar Við skulum bara viðurkenna það. Við áttum öll von á franskri flengingu í kvöld. Skiljanlega reyndar miðað við áföllin hjá strákunum okkar. Lærdómur kvöldsins er að afskrifa ALDREI strákana okkar. Sama hver spilar. 22. janúar 2022 20:46 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Sjá meira
Daníel bætist í hóp smitaðra hjá landsliðinu Covid var ekki lengi að skella strákunum okkar aftur niður á jörðina því í dag kom í ljós að Daníel Þór Ingason er einnig smitaður. 23. janúar 2022 13:04
Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ 23. janúar 2022 11:46
Karabatic: Við fundum engar lausnir Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi. 23. janúar 2022 08:02
Skýrsla Henrys: Eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar Við skulum bara viðurkenna það. Við áttum öll von á franskri flengingu í kvöld. Skiljanlega reyndar miðað við áföllin hjá strákunum okkar. Lærdómur kvöldsins er að afskrifa ALDREI strákana okkar. Sama hver spilar. 22. janúar 2022 20:46
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti