Travel Connect nýr risi á íslenskum markaði Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 10:45 Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect. Vísir/Vilhelm Móðurfélag Nordic Visitor, Iceland Travel og Terra Nova hefur hlotið nafnið Travel Connect. Við sameininguna verður til eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Samkeppniseftirlitið heimilaði í október kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Iceland Travel sem var áður í eigu Icelandair Group. Árið 2019 keypti Nordic Visitor ferðaskrifstofuna Terra Nova af Arion banka. Magma Hotel á Kirkjubæjarklaustri og rekstur Iceland Tours og Nine Worlds er sömuleiðis í eigu nýs sameinaðs félags. Fram kemur í tilkynningu frá Travel Connect að fyrirtækin muni öll starfa áfram sjálfstætt undir nýju móðurfélagi. „Fyrirtækin eru hvert um sig leiðandi á sínu sviði og búa að sterkum viðskiptasamböndum. Með öflugu og reynslumiklu starfsfólki verður lögð áhersla á að deila þekkingu á milli fyrirtækjanna og mynda sterka heild í faglegri þjónustu við erlenda ferðamenn.“ Ásberg verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags Nordic Visitor er einnig með starfsemi í Svíþjóð og Skotlandi en hátt í 200 manns starfa hjá sameinuðu félagi. Ásberg Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Visitor, verður nýr framkvæmdastjóri Travel Connect. Við breytingarnar tekur Sigfús Steingrímsson við starfi framkvæmdastjóra Nordic Visitor en hann leiddi áður bókunar- og þróunardeild fyrirtækisins. Vörumerki hins sameinaða félags.Travel Connect „Fyrirtækin eru að mörgu leyti ólík en með samrunanum viljum við efla faglegan grunn þjónustunnar og styrkja okkar samkeppnishæfni gagnvart sambærilegum erlendum fyrirtækjum. Ég hef trú á því að ferðaþjónusta á Íslandi muni fljótt ná fyrri styrk og að öflugt samstarf fyrirtækjanna styðji við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu” segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect, í tilkynningu. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Staða Nordic Visitor er sterk og við sjáum mikil sóknarfæri í stöðunni sem er að skapast eftir faraldur og skert ferðafrelsi. Salan hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði og ljóst að áfangastaðir okkar í norðanverðri Evrópu höfða sterkt til ferðaþyrstra viðskiptavina. Ég hlakka til að leiða fyrirtækið inn í nýja tíma í ferðaþjónustu ásamt frábæru starfsfólki Nordic Visitor,“ segir Sigfús Steingrímsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor. Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. 22. október 2021 14:38 Icelandair Group losar sig við Iceland Travel Icelandair Group og Nordic Visitor undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á 100 prósent hlut Icelandair Group í Iceland Travel. 11. júní 2021 18:09 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið heimilaði í október kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Iceland Travel sem var áður í eigu Icelandair Group. Árið 2019 keypti Nordic Visitor ferðaskrifstofuna Terra Nova af Arion banka. Magma Hotel á Kirkjubæjarklaustri og rekstur Iceland Tours og Nine Worlds er sömuleiðis í eigu nýs sameinaðs félags. Fram kemur í tilkynningu frá Travel Connect að fyrirtækin muni öll starfa áfram sjálfstætt undir nýju móðurfélagi. „Fyrirtækin eru hvert um sig leiðandi á sínu sviði og búa að sterkum viðskiptasamböndum. Með öflugu og reynslumiklu starfsfólki verður lögð áhersla á að deila þekkingu á milli fyrirtækjanna og mynda sterka heild í faglegri þjónustu við erlenda ferðamenn.“ Ásberg verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags Nordic Visitor er einnig með starfsemi í Svíþjóð og Skotlandi en hátt í 200 manns starfa hjá sameinuðu félagi. Ásberg Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Visitor, verður nýr framkvæmdastjóri Travel Connect. Við breytingarnar tekur Sigfús Steingrímsson við starfi framkvæmdastjóra Nordic Visitor en hann leiddi áður bókunar- og þróunardeild fyrirtækisins. Vörumerki hins sameinaða félags.Travel Connect „Fyrirtækin eru að mörgu leyti ólík en með samrunanum viljum við efla faglegan grunn þjónustunnar og styrkja okkar samkeppnishæfni gagnvart sambærilegum erlendum fyrirtækjum. Ég hef trú á því að ferðaþjónusta á Íslandi muni fljótt ná fyrri styrk og að öflugt samstarf fyrirtækjanna styðji við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu” segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect, í tilkynningu. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Staða Nordic Visitor er sterk og við sjáum mikil sóknarfæri í stöðunni sem er að skapast eftir faraldur og skert ferðafrelsi. Salan hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði og ljóst að áfangastaðir okkar í norðanverðri Evrópu höfða sterkt til ferðaþyrstra viðskiptavina. Ég hlakka til að leiða fyrirtækið inn í nýja tíma í ferðaþjónustu ásamt frábæru starfsfólki Nordic Visitor,“ segir Sigfús Steingrímsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor.
Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. 22. október 2021 14:38 Icelandair Group losar sig við Iceland Travel Icelandair Group og Nordic Visitor undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á 100 prósent hlut Icelandair Group í Iceland Travel. 11. júní 2021 18:09 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. 22. október 2021 14:38
Icelandair Group losar sig við Iceland Travel Icelandair Group og Nordic Visitor undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á 100 prósent hlut Icelandair Group í Iceland Travel. 11. júní 2021 18:09