Vill að hetjan úr Hótel Rúanda verði dæmd í lífstíðarfangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 11:06 Ákæruvaldið fer nú fram á að Paul Rusesabagina verði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Rusesabagina er 67 ára gamall. Getty/Stringer Saksóknari í Rúanda hefur farið fram á að dómur yfir Paul Rusesabagina, hetjunni úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, verði þyngdur í lífstíðardóm. Rusesabagina var dæmdur í 25 ára fangelsi í september fyrir hryðjuverk. Rusesabagina er frægur fyrir að hafa nýtt sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til að vernda Tútsa sem flúðu þjóðarmorðið árið 1994. Flestir kannast eflaust við sögu hans úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, en Don Cheadle fór með hlutverk hans í myndinni. Rusesabagina var í fyrra handtekinn og ákærður fyrir hryðjuverk en hann á að hafa stutt samtök, sem mótmælt hafa stjórnarháttum Paul Kagame forsetta landsins, fjárhagslega. Rusesabagina var í september dæmdur í 25 ára fangelsi, sem hann afplánar nú. Rusesabagina hefur neitað öllum ásökunum og tekið fyrir að taka virkan þátt í réttarhöldunum yfir honum. Stuðningsmenn hans segja málið drifið áfram af pólitíkusum og lítið til í ásökununum. Hann var dreginn fyrir dóm í Kigali í dag en ákæruvaldið hefur áfrýjað dómnum og fer fram á lífstíðarfangelsi yfir honum. Hann hefur viðurkennt að hafa sinnt einhvers konar leiðtogahlutverki í Samtökum fyrir lýðræðisþróun í Rúanda en tekur fyrir að hafa nokkuð haft með árásir herskás arms samtakanna, National Liberation Front, að gera. Dómarar í máli hans mátu það svo að ekki væri hægt að skilja að þessa tvo arma sömu samtakanna. Eins og áður segir bjargaði Rusesabagina fjölda fólks á hótelinu sínu í höfuðborg Rúanda á meðan á hundrað daga þjóðarmorði stóð. Meira en 800 þúsund Tútsar og Hútúar, sem voru á móti ofbeldinu, voru myrtir á þessum hundrað dögum. Rusesabagina naut mikillar hylli í kjölfar þess að kvikmyndin kom út og hann nýtti sér aðstöðu sína og vettvanginn sem honum var veittur til þess að vekja athygli á því, sem hann taldi ofbeldi af hálfu ríkisstjórnar Kagames. Kagame, sem hefur verið forseti landsins síðan árið 1994, hefur tekið fyrir ásakanir Rusesabagina og hefur notið stuðnings vestrænna ríkja fyrir að takast að koma á friði og stöðugleika í landinu. Mannréttinasamtök hafa þá lýst því yfir að málið gegn Rusesabagina sé enn eitt dæmið sem sýni kúgun Kagames á andstæðingum hans. Rúanda Tengdar fréttir Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21 Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Rusesabagina er frægur fyrir að hafa nýtt sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til að vernda Tútsa sem flúðu þjóðarmorðið árið 1994. Flestir kannast eflaust við sögu hans úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, en Don Cheadle fór með hlutverk hans í myndinni. Rusesabagina var í fyrra handtekinn og ákærður fyrir hryðjuverk en hann á að hafa stutt samtök, sem mótmælt hafa stjórnarháttum Paul Kagame forsetta landsins, fjárhagslega. Rusesabagina var í september dæmdur í 25 ára fangelsi, sem hann afplánar nú. Rusesabagina hefur neitað öllum ásökunum og tekið fyrir að taka virkan þátt í réttarhöldunum yfir honum. Stuðningsmenn hans segja málið drifið áfram af pólitíkusum og lítið til í ásökununum. Hann var dreginn fyrir dóm í Kigali í dag en ákæruvaldið hefur áfrýjað dómnum og fer fram á lífstíðarfangelsi yfir honum. Hann hefur viðurkennt að hafa sinnt einhvers konar leiðtogahlutverki í Samtökum fyrir lýðræðisþróun í Rúanda en tekur fyrir að hafa nokkuð haft með árásir herskás arms samtakanna, National Liberation Front, að gera. Dómarar í máli hans mátu það svo að ekki væri hægt að skilja að þessa tvo arma sömu samtakanna. Eins og áður segir bjargaði Rusesabagina fjölda fólks á hótelinu sínu í höfuðborg Rúanda á meðan á hundrað daga þjóðarmorði stóð. Meira en 800 þúsund Tútsar og Hútúar, sem voru á móti ofbeldinu, voru myrtir á þessum hundrað dögum. Rusesabagina naut mikillar hylli í kjölfar þess að kvikmyndin kom út og hann nýtti sér aðstöðu sína og vettvanginn sem honum var veittur til þess að vekja athygli á því, sem hann taldi ofbeldi af hálfu ríkisstjórnar Kagames. Kagame, sem hefur verið forseti landsins síðan árið 1994, hefur tekið fyrir ásakanir Rusesabagina og hefur notið stuðnings vestrænna ríkja fyrir að takast að koma á friði og stöðugleika í landinu. Mannréttinasamtök hafa þá lýst því yfir að málið gegn Rusesabagina sé enn eitt dæmið sem sýni kúgun Kagames á andstæðingum hans.
Rúanda Tengdar fréttir Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21 Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21
Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16
Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48