Vaktaskipti á Alþingi Dofri Hermannsson skrifar 24. janúar 2022 13:30 Stuðningsaðgerðir síðustu ríkisstjórnar við lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu björguðu fjölda fyrirtækja um allt land frá því að fara í þrot. Fjölskyldufyrirtækjum þar sem einstaklingar hafa með mikilli vinnu og þolinmæði byggt upp einstaka þjónustu og viðskiptatengsl. Þessi litlu fyrirtæki eru kryddið í ferðaþjónustunni á Íslandi, þar sem gestir fá persónulega þjónustu frá fólki sem hefur lagt sál sína í að byggja upp starfsemina, hvort sem það er leiðsögn, sveitagisting eða önnur upplifun. Rödd þeirra mörgu en smáu Það var þó ekki einfalt að fá aðgerðir fyrir litlu fyrirtækin. Þau þurftu virkilega að hafa fyrir því að rödd þeirra heyrðist. Sjálfsprottin samtök þessara fyrirtækja urðu til og fólk sem þegar barðist í bökkum lagði á sig ómælda vinnu til að ná eyrum og skilningi ráðamanna. Það tókst, þingmenn úr öllum flokkum hlustuðu og lögum var breytt þannig að litlu fyrirtækin nytu líka stuðnins. Með því var miklum verðmætum bjargað. Nú hafa samtökin sent inn umsögn við frumvarp um aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum í veitingageiranum og spyrja þar mikilvægra spurninga: Hvað varð um vitneskjuna um hvað felst í því t.a.m. að vera lítið fyrirtæki úti á landi? Hvað varð um vitneskjuna um það hvernig rekstri er háttað og hvað þarf til að reksturinn gangi upp? Hvað varð um vitneskjuna um samþættingu ferðaþjónustunnar, að einn geirinn hefur áhrif á annan? Hvað er veitingageirinn án annarrar ferðaþjónustu og hún án veitingageirans? Hvað varð um vitneskjuna um hversu mikilvæg ferðaþjónustan í heild sinni er m.a. byggðastefnunni, eflingu landsbyggðarinnar ogþví að sporna við fólksflótta af landsbyggðinni, uppbyggingu og nýsköpun? Þegar þekking og tengingar glatast Svarið við spurningunni er augljóst. Þekkingin er í kollinum á einstaklingum sem eru komnir til annarra starfa. Í stað þeirra þingmanna sem hlustuðu í fyrra er komið nýtt fólk sem enn þekkir ekki stöðu lítilla ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta er í raun sama vandamál og ef þessi litlu fyrirtæki færu í þrot. Þekking þeirra og tengingar við erlenda gesti myndu glatast og langan tíma tæki að byggja slíka þekkingu aftur upp. Flest bendir til þess að ferðamenn fari aftur að koma með vorinu. Þá viljum við að hin þúsund litlu blóm íslenskrar ferðaþjónustu springi út og dafni. Til að það geti gerst þurfa nýir þingmenn að bregast hratt við, afla sér þekkingar og móta aðgerðir sem gagnast litlum fyrirtækjum og einyrkjum í ferðaþjónustu. Það þarf að gerast hratt. Höfundur stofnaði 2017 fyrirtækið Reykjavik erupts og hefur síðan þá farið með nokkur þúsund ferðamenn um Reykjanesskagann, sýnt þeim þá lítt þekktu náttúruperlu og sagt frá því hvernig eldvirkni á skaganum gæti brotist út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stuðningsaðgerðir síðustu ríkisstjórnar við lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu björguðu fjölda fyrirtækja um allt land frá því að fara í þrot. Fjölskyldufyrirtækjum þar sem einstaklingar hafa með mikilli vinnu og þolinmæði byggt upp einstaka þjónustu og viðskiptatengsl. Þessi litlu fyrirtæki eru kryddið í ferðaþjónustunni á Íslandi, þar sem gestir fá persónulega þjónustu frá fólki sem hefur lagt sál sína í að byggja upp starfsemina, hvort sem það er leiðsögn, sveitagisting eða önnur upplifun. Rödd þeirra mörgu en smáu Það var þó ekki einfalt að fá aðgerðir fyrir litlu fyrirtækin. Þau þurftu virkilega að hafa fyrir því að rödd þeirra heyrðist. Sjálfsprottin samtök þessara fyrirtækja urðu til og fólk sem þegar barðist í bökkum lagði á sig ómælda vinnu til að ná eyrum og skilningi ráðamanna. Það tókst, þingmenn úr öllum flokkum hlustuðu og lögum var breytt þannig að litlu fyrirtækin nytu líka stuðnins. Með því var miklum verðmætum bjargað. Nú hafa samtökin sent inn umsögn við frumvarp um aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum í veitingageiranum og spyrja þar mikilvægra spurninga: Hvað varð um vitneskjuna um hvað felst í því t.a.m. að vera lítið fyrirtæki úti á landi? Hvað varð um vitneskjuna um það hvernig rekstri er háttað og hvað þarf til að reksturinn gangi upp? Hvað varð um vitneskjuna um samþættingu ferðaþjónustunnar, að einn geirinn hefur áhrif á annan? Hvað er veitingageirinn án annarrar ferðaþjónustu og hún án veitingageirans? Hvað varð um vitneskjuna um hversu mikilvæg ferðaþjónustan í heild sinni er m.a. byggðastefnunni, eflingu landsbyggðarinnar ogþví að sporna við fólksflótta af landsbyggðinni, uppbyggingu og nýsköpun? Þegar þekking og tengingar glatast Svarið við spurningunni er augljóst. Þekkingin er í kollinum á einstaklingum sem eru komnir til annarra starfa. Í stað þeirra þingmanna sem hlustuðu í fyrra er komið nýtt fólk sem enn þekkir ekki stöðu lítilla ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta er í raun sama vandamál og ef þessi litlu fyrirtæki færu í þrot. Þekking þeirra og tengingar við erlenda gesti myndu glatast og langan tíma tæki að byggja slíka þekkingu aftur upp. Flest bendir til þess að ferðamenn fari aftur að koma með vorinu. Þá viljum við að hin þúsund litlu blóm íslenskrar ferðaþjónustu springi út og dafni. Til að það geti gerst þurfa nýir þingmenn að bregast hratt við, afla sér þekkingar og móta aðgerðir sem gagnast litlum fyrirtækjum og einyrkjum í ferðaþjónustu. Það þarf að gerast hratt. Höfundur stofnaði 2017 fyrirtækið Reykjavik erupts og hefur síðan þá farið með nokkur þúsund ferðamenn um Reykjanesskagann, sýnt þeim þá lítt þekktu náttúruperlu og sagt frá því hvernig eldvirkni á skaganum gæti brotist út.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar