Vaktaskipti á Alþingi Dofri Hermannsson skrifar 24. janúar 2022 13:30 Stuðningsaðgerðir síðustu ríkisstjórnar við lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu björguðu fjölda fyrirtækja um allt land frá því að fara í þrot. Fjölskyldufyrirtækjum þar sem einstaklingar hafa með mikilli vinnu og þolinmæði byggt upp einstaka þjónustu og viðskiptatengsl. Þessi litlu fyrirtæki eru kryddið í ferðaþjónustunni á Íslandi, þar sem gestir fá persónulega þjónustu frá fólki sem hefur lagt sál sína í að byggja upp starfsemina, hvort sem það er leiðsögn, sveitagisting eða önnur upplifun. Rödd þeirra mörgu en smáu Það var þó ekki einfalt að fá aðgerðir fyrir litlu fyrirtækin. Þau þurftu virkilega að hafa fyrir því að rödd þeirra heyrðist. Sjálfsprottin samtök þessara fyrirtækja urðu til og fólk sem þegar barðist í bökkum lagði á sig ómælda vinnu til að ná eyrum og skilningi ráðamanna. Það tókst, þingmenn úr öllum flokkum hlustuðu og lögum var breytt þannig að litlu fyrirtækin nytu líka stuðnins. Með því var miklum verðmætum bjargað. Nú hafa samtökin sent inn umsögn við frumvarp um aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum í veitingageiranum og spyrja þar mikilvægra spurninga: Hvað varð um vitneskjuna um hvað felst í því t.a.m. að vera lítið fyrirtæki úti á landi? Hvað varð um vitneskjuna um það hvernig rekstri er háttað og hvað þarf til að reksturinn gangi upp? Hvað varð um vitneskjuna um samþættingu ferðaþjónustunnar, að einn geirinn hefur áhrif á annan? Hvað er veitingageirinn án annarrar ferðaþjónustu og hún án veitingageirans? Hvað varð um vitneskjuna um hversu mikilvæg ferðaþjónustan í heild sinni er m.a. byggðastefnunni, eflingu landsbyggðarinnar ogþví að sporna við fólksflótta af landsbyggðinni, uppbyggingu og nýsköpun? Þegar þekking og tengingar glatast Svarið við spurningunni er augljóst. Þekkingin er í kollinum á einstaklingum sem eru komnir til annarra starfa. Í stað þeirra þingmanna sem hlustuðu í fyrra er komið nýtt fólk sem enn þekkir ekki stöðu lítilla ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta er í raun sama vandamál og ef þessi litlu fyrirtæki færu í þrot. Þekking þeirra og tengingar við erlenda gesti myndu glatast og langan tíma tæki að byggja slíka þekkingu aftur upp. Flest bendir til þess að ferðamenn fari aftur að koma með vorinu. Þá viljum við að hin þúsund litlu blóm íslenskrar ferðaþjónustu springi út og dafni. Til að það geti gerst þurfa nýir þingmenn að bregast hratt við, afla sér þekkingar og móta aðgerðir sem gagnast litlum fyrirtækjum og einyrkjum í ferðaþjónustu. Það þarf að gerast hratt. Höfundur stofnaði 2017 fyrirtækið Reykjavik erupts og hefur síðan þá farið með nokkur þúsund ferðamenn um Reykjanesskagann, sýnt þeim þá lítt þekktu náttúruperlu og sagt frá því hvernig eldvirkni á skaganum gæti brotist út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Stuðningsaðgerðir síðustu ríkisstjórnar við lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu björguðu fjölda fyrirtækja um allt land frá því að fara í þrot. Fjölskyldufyrirtækjum þar sem einstaklingar hafa með mikilli vinnu og þolinmæði byggt upp einstaka þjónustu og viðskiptatengsl. Þessi litlu fyrirtæki eru kryddið í ferðaþjónustunni á Íslandi, þar sem gestir fá persónulega þjónustu frá fólki sem hefur lagt sál sína í að byggja upp starfsemina, hvort sem það er leiðsögn, sveitagisting eða önnur upplifun. Rödd þeirra mörgu en smáu Það var þó ekki einfalt að fá aðgerðir fyrir litlu fyrirtækin. Þau þurftu virkilega að hafa fyrir því að rödd þeirra heyrðist. Sjálfsprottin samtök þessara fyrirtækja urðu til og fólk sem þegar barðist í bökkum lagði á sig ómælda vinnu til að ná eyrum og skilningi ráðamanna. Það tókst, þingmenn úr öllum flokkum hlustuðu og lögum var breytt þannig að litlu fyrirtækin nytu líka stuðnins. Með því var miklum verðmætum bjargað. Nú hafa samtökin sent inn umsögn við frumvarp um aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum í veitingageiranum og spyrja þar mikilvægra spurninga: Hvað varð um vitneskjuna um hvað felst í því t.a.m. að vera lítið fyrirtæki úti á landi? Hvað varð um vitneskjuna um það hvernig rekstri er háttað og hvað þarf til að reksturinn gangi upp? Hvað varð um vitneskjuna um samþættingu ferðaþjónustunnar, að einn geirinn hefur áhrif á annan? Hvað er veitingageirinn án annarrar ferðaþjónustu og hún án veitingageirans? Hvað varð um vitneskjuna um hversu mikilvæg ferðaþjónustan í heild sinni er m.a. byggðastefnunni, eflingu landsbyggðarinnar ogþví að sporna við fólksflótta af landsbyggðinni, uppbyggingu og nýsköpun? Þegar þekking og tengingar glatast Svarið við spurningunni er augljóst. Þekkingin er í kollinum á einstaklingum sem eru komnir til annarra starfa. Í stað þeirra þingmanna sem hlustuðu í fyrra er komið nýtt fólk sem enn þekkir ekki stöðu lítilla ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta er í raun sama vandamál og ef þessi litlu fyrirtæki færu í þrot. Þekking þeirra og tengingar við erlenda gesti myndu glatast og langan tíma tæki að byggja slíka þekkingu aftur upp. Flest bendir til þess að ferðamenn fari aftur að koma með vorinu. Þá viljum við að hin þúsund litlu blóm íslenskrar ferðaþjónustu springi út og dafni. Til að það geti gerst þurfa nýir þingmenn að bregast hratt við, afla sér þekkingar og móta aðgerðir sem gagnast litlum fyrirtækjum og einyrkjum í ferðaþjónustu. Það þarf að gerast hratt. Höfundur stofnaði 2017 fyrirtækið Reykjavik erupts og hefur síðan þá farið með nokkur þúsund ferðamenn um Reykjanesskagann, sýnt þeim þá lítt þekktu náttúruperlu og sagt frá því hvernig eldvirkni á skaganum gæti brotist út.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun