Deilum innan Hundaræktarfélagsins vísað frá héraðsdómi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 15:31 Deilum innan Hundaræktarfélagsins var vísað frá Héraðsdómi í dag. Getty Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað. Málið má rekja til þess að ræktendurnir tveir voru með bráðabirgðaúrskurði siðanefndar Hundaræktarfélagsins útilokaðir frá allri þátttöku í starfi félagsins og frá því að gegna dómarastörfum og öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið í þrjá mánuði. Úrskurðurinn byggðist á kæru stjórnar Hundaræktarfélagsins til siðanefndar þess, vegna þess að röng tík hafði verið skráð vísvitandi á eitt, tvö eða þrjú vottorð í umsókn um ættbókarskráningu tiltekinna gota. Þá hafi ræktendurnir sömuleiðis ekki mætt með hunda úr ræktun sinni til sýnatöku til sönnunar á ætterni, neitað að gefa upp upplýsingar og svarað fyrirspurnum framkvæmdastjóra með útúrsnúningum. Þá hefðu þeir sömuleiðis tilkynnt félaginu eigendaskipti á tiltekinni tík, sem hafði verið aflífuð nokkru áður. Ræktendurnir hefðu með þessu reynt að láta svo líta út sem sambýlismaður annars þeirra væri eigandi tíkarinnar, sem hafði verið aflífuð, svo hann fengi atkvæðisrétt á aðalfundi Schäfer-deildar félagsins. Þá hafi ræktendurnir einnig verið með aðdróttanir í garð framkvæmdastjóra félagsins, sakað hann um einelti og húsbrot og auk þess hafi þeir reynt að para rakka við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá félaginu. Ræktendurnir kröfuðst þess við héraðsdóm að bráðabirgðaúrskurður siðanefndar vegna þessara mála yrði dæmdur ólögmætur. Þá var þess krafist að útgefnar og greiddar ættbækur tíkar í eigu ræktendanna, yrðu úrskurðaðar eign skráðra hundaeigenda en ekki eign Hundaræktarfélagsins. Málið er enn til umfjöllunar hjá siðanefnd Hundaræktarfélagsins. Hundaræktarfélagið byggði mál sitt að miklu leyti á því að stefnan væri vanreifuð. Málatilbúnaður hafi verið óljós og erfitt væri að átta sig á þýðingu lagatilvísana í stefnu fyrir úrlausn málsins. Þá sneri bráðabirgðaúrskurðurinn að innri málefnum félagsins og ætti hann ekki undir lögsögu dómstóla. Auk þess væri úrskurðurinn fallinn úr gildi. Dómurinn féllst ekki á kröfur ræktendanna og vísaði málinu frá. Ræktendunum var þó gert að greiða málskostnað Hundaræktarfélagsins. Mynd sem áður fylgdi fréttinni sýndi hunda sem ekki tengjast málinu. Myndinni hefur verið skipt út fyrir ótengda mynd og er beðist forláts á þessu. Dómsmál Hundar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Málið má rekja til þess að ræktendurnir tveir voru með bráðabirgðaúrskurði siðanefndar Hundaræktarfélagsins útilokaðir frá allri þátttöku í starfi félagsins og frá því að gegna dómarastörfum og öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið í þrjá mánuði. Úrskurðurinn byggðist á kæru stjórnar Hundaræktarfélagsins til siðanefndar þess, vegna þess að röng tík hafði verið skráð vísvitandi á eitt, tvö eða þrjú vottorð í umsókn um ættbókarskráningu tiltekinna gota. Þá hafi ræktendurnir sömuleiðis ekki mætt með hunda úr ræktun sinni til sýnatöku til sönnunar á ætterni, neitað að gefa upp upplýsingar og svarað fyrirspurnum framkvæmdastjóra með útúrsnúningum. Þá hefðu þeir sömuleiðis tilkynnt félaginu eigendaskipti á tiltekinni tík, sem hafði verið aflífuð nokkru áður. Ræktendurnir hefðu með þessu reynt að láta svo líta út sem sambýlismaður annars þeirra væri eigandi tíkarinnar, sem hafði verið aflífuð, svo hann fengi atkvæðisrétt á aðalfundi Schäfer-deildar félagsins. Þá hafi ræktendurnir einnig verið með aðdróttanir í garð framkvæmdastjóra félagsins, sakað hann um einelti og húsbrot og auk þess hafi þeir reynt að para rakka við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá félaginu. Ræktendurnir kröfuðst þess við héraðsdóm að bráðabirgðaúrskurður siðanefndar vegna þessara mála yrði dæmdur ólögmætur. Þá var þess krafist að útgefnar og greiddar ættbækur tíkar í eigu ræktendanna, yrðu úrskurðaðar eign skráðra hundaeigenda en ekki eign Hundaræktarfélagsins. Málið er enn til umfjöllunar hjá siðanefnd Hundaræktarfélagsins. Hundaræktarfélagið byggði mál sitt að miklu leyti á því að stefnan væri vanreifuð. Málatilbúnaður hafi verið óljós og erfitt væri að átta sig á þýðingu lagatilvísana í stefnu fyrir úrlausn málsins. Þá sneri bráðabirgðaúrskurðurinn að innri málefnum félagsins og ætti hann ekki undir lögsögu dómstóla. Auk þess væri úrskurðurinn fallinn úr gildi. Dómurinn féllst ekki á kröfur ræktendanna og vísaði málinu frá. Ræktendunum var þó gert að greiða málskostnað Hundaræktarfélagsins. Mynd sem áður fylgdi fréttinni sýndi hunda sem ekki tengjast málinu. Myndinni hefur verið skipt út fyrir ótengda mynd og er beðist forláts á þessu.
Dómsmál Hundar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira