Einn látinn eftir skotárásina í Þýskalandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 15:58 Lögregla skoðar skotvopnið sem árásarmaðurinn beitti á vettvangi. Getty/Sebastian Gollnow Einn er látinn eftir að skotárás var gerð á háskólann í Heidelberg í Þýskalandi fyrr í dag og þrír til viðbótar særðust. Árásarmaðurinn tók sitt eigið líf eftir að hann skaut nemendur á færi inni í skólastofu. Mikill viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum í borginni Heidelberg í Suðvestur-Þýskalandi í dag þegar fregnir bárust af því að árásarmaður vopnaður skotvopni væri laus inni í skólabyggingum á Neuenheimer Feld háskólasvæðinu. Að sögn yfirvalda var maðurinn nemandi við skólann en hann mætti þangað vopnaður byssu með löngu hlaupi í morgun, gekk inn í skólastofu þar sem fyrirlestur stóð yfir og hóf að skjóta. Uppfært klukkan 16:40. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er einn af þeim fjórum sem særðust í árásinni látinn. Fréttastofa AFP greinir frá því á Twitter. #BREAKING One victim dead in German lecture hall shooting: security sources pic.twitter.com/BChm6ie7LI— AFP News Agency (@AFP) January 24, 2022 Að sögn yfirvalda bendir allt til þess að maðurinn hafi verið einn að verki og að hvorki trúarlegar né pólitískar ástæður hafi verið að baki árásinni. Maðurinn hafi tekið sitt eigið líf inni í skólanum eftir að honum tókst að særa fjóra, sumir þeirra eru alvarlega slasaðir. Búið er að loka háskólasvæðið í Neuenheimer Feld af en á svæðinu eru kenndar ýmsar náttúruvísindagreinar. Þar er til að mynda hluti háskólasjúkrahússins og grasagarður. Samkvæmt frétt SWR sendu stjórnendur háskólans út tölvupóst eftir hádegi í dag þar sem nemendur voru beðnir um að forðast svæðið. Mikill viðbúnaður er við háskólann þar sem fjórir særðust.Getty/Uwe Anspach Háskólinn í Heidelberg er sá elsti í Þýskalandi og hefur verið starfandi frá árinu 1386. Skotárásir á skkóla í Þýskalandi eru sjaldséðar, alls sex í gegn um tíðina. Sú síðasta var árið 2009 í Winnenden gagnfræðiskólanum í suðvesturhluta Þýskalands. Sextán féllu í þeirri árás og níu særðust. Þýskaland Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Mikill viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum í borginni Heidelberg í Suðvestur-Þýskalandi í dag þegar fregnir bárust af því að árásarmaður vopnaður skotvopni væri laus inni í skólabyggingum á Neuenheimer Feld háskólasvæðinu. Að sögn yfirvalda var maðurinn nemandi við skólann en hann mætti þangað vopnaður byssu með löngu hlaupi í morgun, gekk inn í skólastofu þar sem fyrirlestur stóð yfir og hóf að skjóta. Uppfært klukkan 16:40. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er einn af þeim fjórum sem særðust í árásinni látinn. Fréttastofa AFP greinir frá því á Twitter. #BREAKING One victim dead in German lecture hall shooting: security sources pic.twitter.com/BChm6ie7LI— AFP News Agency (@AFP) January 24, 2022 Að sögn yfirvalda bendir allt til þess að maðurinn hafi verið einn að verki og að hvorki trúarlegar né pólitískar ástæður hafi verið að baki árásinni. Maðurinn hafi tekið sitt eigið líf inni í skólanum eftir að honum tókst að særa fjóra, sumir þeirra eru alvarlega slasaðir. Búið er að loka háskólasvæðið í Neuenheimer Feld af en á svæðinu eru kenndar ýmsar náttúruvísindagreinar. Þar er til að mynda hluti háskólasjúkrahússins og grasagarður. Samkvæmt frétt SWR sendu stjórnendur háskólans út tölvupóst eftir hádegi í dag þar sem nemendur voru beðnir um að forðast svæðið. Mikill viðbúnaður er við háskólann þar sem fjórir særðust.Getty/Uwe Anspach Háskólinn í Heidelberg er sá elsti í Þýskalandi og hefur verið starfandi frá árinu 1386. Skotárásir á skkóla í Þýskalandi eru sjaldséðar, alls sex í gegn um tíðina. Sú síðasta var árið 2009 í Winnenden gagnfræðiskólanum í suðvesturhluta Þýskalands. Sextán féllu í þeirri árás og níu særðust.
Þýskaland Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17