Þetta er Benedikt Ígor. Hann er mikil stórstjarna. Hann er elsti St. Bernhards hundur landsins, tíu ára gamall og er ótrúlega sætur.
Benni, eins og hann er oftast kallaður, var átta vikna þegar fjölskyldan tók hann að sér. Þrátt fyrir háan aldur er hann í hörkuformi.
„Hann er rosalega skemmtilegur og góður,“ sagði Bríet Klara Örvarsdóttir, eigandi Benna og bætir því við að hundurinn sé besti vinur hennar.
„Benni er húmoristi. Hann er brjálaður húmoristi en er músin sem læðist. Það halda allir að hann sé gallalaus og algjörlega frábær en hann er rosalegur púki,“ sagði Sigríður Jónsdóttir, eigandi Benna.
Já og að mati eigandans besti hundur í heimi. Hann getur þó verið mikill prakkari eins og sést á myndinni hér fyrir neðan sem eigandinn smellti af honum eftir baráttu fjögurra mánaða Benna við einu pottaplöntuna á heimilinu.

„Við vorum í leiguhúsnæði á þessum tíma sem var með svona þykkt filt teppi og ég sver það að moldin er örugglega ekki fyllilega farin úr teppinu í dag.“
Benna leiðist nefnilega hreinlæti og vill helst vera skítugur. Uppáhalds matur Benna er ekki kjöt heldur banani.

Bananar fram yfir kjöt
„Það er kannski bara lykilinn að langlífinu, að borða svona mikið af bönunum.“
Ætli hann sé vegan?
„Nei ég get ekki sagt það.“
„Þó hann sé orðinn tíu ára í dag þá held ég að hann verði tuttugu ára. Að lágmarki. Við eigum fullt eftir enn við félagarnir.
Hér að neðan er myndasyrpa af Benna sem yljar í skammdeginu.






