Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2022 17:40 Hundsvekktir. Strákarnir okkar ætluðu sér tvö stig í MVM Dome í dag en það gekk því miður ekki eftir. vísir/epa Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. Stemningin fyrir leik var mjög sérstök. Fáir áhorfendur um miðjan dag á mánudegi. Þetta var eins og að vera á leik í Olís-deildinni í allt of stóru húsi. Stemningin var svolítið þannig. Alls voru níu leikmenn gengnir úr skaftinu fyrir leikinn. Ansi mikið og þungt högg en á móti þá var Björgvin Páll mættur aftur eftir að hafa verið fljótur að hrista af sér veiruna. Fyrri hálfleikur var heilt yfir ljómandi vel spilaður gegn frekar áhugalausu króatísku liði. Viktor Gísli varði eins og berserkur og vörnin var í banastuði fyrir framan hann. Strákarnir voru með Króatana upp við kaðlana en náðu ekki rothögginu. Mest fimm marka munur en þá fóru menn illa að ráði sínu og munurinn aðeins tvö mörk í hálfleik. Þarna hefði liðið átt að leiða með fimm mörkum plús. Tækifærin voru til staðar og liðið fékk aðeins á sig sex mörk úr opnum leik. Fyrri hluti síðari hálfleiks var vondur. Það gekk hvorki né rak í neinu og á vellinum voru margar þungar lappir. Skiljanlega. Áræðnin var ekki sú sama og menn voru farnir að horfa of mikið á Ómar Inga í stað þess að taka af skarið eins og þeir hafa gert allt mótið til þessa. Króatarnir voru komnir með neista i augun. Neista sem strákarnir hefðu getað slökkt í fyrri hálfleik. Þegar leikurinn var alveg við það að fara í skrúfuna tók Guðmundur sitt síðasta leikhlé. Þá voru enn 17 mínútur eftir. Hann kastaði út síðasta ásnum sem var að spila 7 á 6. Smám saman kom glampinn aftur í auga strákanna okkar og á einhvern ótrúlegan hátt tókst þeim að koma sér inn í leikinn á ný og gott betur en það. Komast yfir. Til þess þurfti risahjarta og það er risahjarta í þessu liði. Þeir voru í kjörstöðu undir lokin en fóru illa með tækifærin sín. Þetta var svo sannarlega leikur hinna glötuðu tækifæra. Það er samt margt jákvætt þrátt fyrir allt svekkelsið. Vinstri vængurinn blómstraði og skilaði tíu mörkum þegar bensínið var orðið lítið hægra megin. Elvar og Orri Freyr eru að stíga sín fyrstu skrefi á stórmóti og hafa fengið í andlitið að byrja gegn Dönum, Frökkum og Króötum. Þeir hafa staðið sig afburðavel og framar vonum. Toppmenn. Viktor Gísli hélt áfram að verja vel og skilaði góðu verki. Ómar Ingi er enn töframaður þó svo hann sé á hálfum hraða. Elliði, Ýmir og vörnin átti svo enn einn stórleikinn. Þvílíkar framfarir þar og þeir félagar að ná frábærlega saman. Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap stend ég upp og tek sixpensarann ofan fyrir þessum töffurum. Þeir eru að standa sig hrikalega vel í fáranlegum aðstæðum og fólk á vart orð yfir því hvað þetta hálfgerða varalið er að gera. Þessi orrusta tapaðist kannski en stríðinu er ekki lokið. Vonandi endurheimtum við sterka leikmenn fyrir lokaleik milliriðilsins. Nái liðið sigri þar er sæti í undanúrslitum svo sannarlega möguleiki. Áfram veginn. Þjóðin hefur enn fulla trú á strákunum okkar og ævintýrinu í Búdapest. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Stemningin fyrir leik var mjög sérstök. Fáir áhorfendur um miðjan dag á mánudegi. Þetta var eins og að vera á leik í Olís-deildinni í allt of stóru húsi. Stemningin var svolítið þannig. Alls voru níu leikmenn gengnir úr skaftinu fyrir leikinn. Ansi mikið og þungt högg en á móti þá var Björgvin Páll mættur aftur eftir að hafa verið fljótur að hrista af sér veiruna. Fyrri hálfleikur var heilt yfir ljómandi vel spilaður gegn frekar áhugalausu króatísku liði. Viktor Gísli varði eins og berserkur og vörnin var í banastuði fyrir framan hann. Strákarnir voru með Króatana upp við kaðlana en náðu ekki rothögginu. Mest fimm marka munur en þá fóru menn illa að ráði sínu og munurinn aðeins tvö mörk í hálfleik. Þarna hefði liðið átt að leiða með fimm mörkum plús. Tækifærin voru til staðar og liðið fékk aðeins á sig sex mörk úr opnum leik. Fyrri hluti síðari hálfleiks var vondur. Það gekk hvorki né rak í neinu og á vellinum voru margar þungar lappir. Skiljanlega. Áræðnin var ekki sú sama og menn voru farnir að horfa of mikið á Ómar Inga í stað þess að taka af skarið eins og þeir hafa gert allt mótið til þessa. Króatarnir voru komnir með neista i augun. Neista sem strákarnir hefðu getað slökkt í fyrri hálfleik. Þegar leikurinn var alveg við það að fara í skrúfuna tók Guðmundur sitt síðasta leikhlé. Þá voru enn 17 mínútur eftir. Hann kastaði út síðasta ásnum sem var að spila 7 á 6. Smám saman kom glampinn aftur í auga strákanna okkar og á einhvern ótrúlegan hátt tókst þeim að koma sér inn í leikinn á ný og gott betur en það. Komast yfir. Til þess þurfti risahjarta og það er risahjarta í þessu liði. Þeir voru í kjörstöðu undir lokin en fóru illa með tækifærin sín. Þetta var svo sannarlega leikur hinna glötuðu tækifæra. Það er samt margt jákvætt þrátt fyrir allt svekkelsið. Vinstri vængurinn blómstraði og skilaði tíu mörkum þegar bensínið var orðið lítið hægra megin. Elvar og Orri Freyr eru að stíga sín fyrstu skrefi á stórmóti og hafa fengið í andlitið að byrja gegn Dönum, Frökkum og Króötum. Þeir hafa staðið sig afburðavel og framar vonum. Toppmenn. Viktor Gísli hélt áfram að verja vel og skilaði góðu verki. Ómar Ingi er enn töframaður þó svo hann sé á hálfum hraða. Elliði, Ýmir og vörnin átti svo enn einn stórleikinn. Þvílíkar framfarir þar og þeir félagar að ná frábærlega saman. Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap stend ég upp og tek sixpensarann ofan fyrir þessum töffurum. Þeir eru að standa sig hrikalega vel í fáranlegum aðstæðum og fólk á vart orð yfir því hvað þetta hálfgerða varalið er að gera. Þessi orrusta tapaðist kannski en stríðinu er ekki lokið. Vonandi endurheimtum við sterka leikmenn fyrir lokaleik milliriðilsins. Nái liðið sigri þar er sæti í undanúrslitum svo sannarlega möguleiki. Áfram veginn. Þjóðin hefur enn fulla trú á strákunum okkar og ævintýrinu í Búdapest.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45
Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50