Bubbi um svörtu gleraugun hjá Hemma Gunn: „Ég var bara út úr stónd“ Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2022 20:40 Bubbi með svört sólgleraugu, þó alls ekki „stónd“. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens kveðst muna eftir nánast öllum þeim skiptum sem hann kom fram í þáttum Hemma Gunn. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Bubbi brást við nýjasta þætti Verbúðarinnar á Facebook í gær, líkt og svo margir. Þar segist hann ekki hafa búist við því að sjá vísun í þættina Á tali með Hemma Gunn. Atriði í nýjasta þættinum, þar sem sögupersónur voru við upptöku á þætti Á tali með Hemma Gunn, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Margrét Gauja Magnúsdóttir vakti til að mynda athygli á því að upprunalegu húsbandi þáttanna hafi séð bregða fyrir í þættinum, en hún er dóttir Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveitarstjóra þess. Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis slógu á þráðinn til Bubba í dag og fóru þau um víðan völl saman. Bubbi greindi til að mynda frá því að þær verbúðir sem hann bjó á hafi ekki verið jafnsnyrtilegar og sú sem sjá má í þættinum. Ekkert grín að fá Elsu Lund á sig Þá barst talið að Á tali með Hemma Gunn en Bubbi var þar tíður gestur á sínum tíma. Hann segist hafa verið á eiturlyfjum í öll þau skipti sem hann kom fram í þáttunum, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þeim tíma. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Þáttastjórnendur spurðu Bubba hvort þáttur Verbúðarinnar í gær hafi vakið upp minningar af heimsóknum til Hemma. „Já, Jesús Pétur maður. Ég meina Laddi í Elsu Lund gervi var auðvitað einhvers konar náttúruafl. Og það var ekki þægilegt að fá Elsu Lund, sem virti engin mörk, á sig. Hvað þá þegar maður var stónd,“ segir hann og hlær dátt. Þá segir hann þá Hemma Gunn hafa verið mjög góða vini og það að koma í þættina til hans hafa verið magnað. „Eins og hann var hrikalega óöruggur með sjálfan sig og í mikilli krísu með sitt sjálf, þá hafði hann einhvern hæfileika sem gerði það að verkum að allir sem komu til hans blómstruðu,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Bubbi brást við nýjasta þætti Verbúðarinnar á Facebook í gær, líkt og svo margir. Þar segist hann ekki hafa búist við því að sjá vísun í þættina Á tali með Hemma Gunn. Atriði í nýjasta þættinum, þar sem sögupersónur voru við upptöku á þætti Á tali með Hemma Gunn, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Margrét Gauja Magnúsdóttir vakti til að mynda athygli á því að upprunalegu húsbandi þáttanna hafi séð bregða fyrir í þættinum, en hún er dóttir Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveitarstjóra þess. Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis slógu á þráðinn til Bubba í dag og fóru þau um víðan völl saman. Bubbi greindi til að mynda frá því að þær verbúðir sem hann bjó á hafi ekki verið jafnsnyrtilegar og sú sem sjá má í þættinum. Ekkert grín að fá Elsu Lund á sig Þá barst talið að Á tali með Hemma Gunn en Bubbi var þar tíður gestur á sínum tíma. Hann segist hafa verið á eiturlyfjum í öll þau skipti sem hann kom fram í þáttunum, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þeim tíma. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Þáttastjórnendur spurðu Bubba hvort þáttur Verbúðarinnar í gær hafi vakið upp minningar af heimsóknum til Hemma. „Já, Jesús Pétur maður. Ég meina Laddi í Elsu Lund gervi var auðvitað einhvers konar náttúruafl. Og það var ekki þægilegt að fá Elsu Lund, sem virti engin mörk, á sig. Hvað þá þegar maður var stónd,“ segir hann og hlær dátt. Þá segir hann þá Hemma Gunn hafa verið mjög góða vini og það að koma í þættina til hans hafa verið magnað. „Eins og hann var hrikalega óöruggur með sjálfan sig og í mikilli krísu með sitt sjálf, þá hafði hann einhvern hæfileika sem gerði það að verkum að allir sem komu til hans blómstruðu,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00