Yfirvöld vinna í nýjum enda Fight Club í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2022 14:02 Hinn ímyndaði Tyler Durden, sem Brad Pitt lék, endar einhvern veginn á „geðveikrahæli“ í nýjum enda Fight Club í Kína. Fight Club, kvikmyndin víðfræga frá 1999, hefur tekið breytingum í Kína. Hin klassíska mynd David Fincher með þeim Edward Norton og Brad Pitt í aðalhlutverkum, birtist nýlega á streymisveitunni Tencent Video í Kína með mikið breyttum endi. Breytingarnar virðast ekki hafa fallið í kramið meðal aðdáenda myndarinnar í Kína. Í upprunalegum enda myndarinnar drepur aðalpersónan (Norton) sinn ímyndaða vin Tyler Durden (Pitt) og fylgist svo með þegar sprengjur sem fylgjendur hans hafa komið fyrir víða fella fjölda bygginga. Í þessum byggingum voru geymdar ýmsar fjármálaupplýsingar en markmið aðalpersónunnar var að fella „kerfið“. Slíkum boðskap eru ráðamenn í Kína ekki hlynntir. Í nýrri útgáfu myndarinnar á Tencent Video drepur persóna Norton enn sinn ímyndaða „vin“. Í kjölfar þess kemur hins vegar svartur skjár með textanum: „Gegnum vísbendingar sem Tyler útvegaði, komst lögreglan á snoðir um ráðabruggið og handtók alla glæpamennina og kom í veg fyrir sprengingarnar. Eftir réttarhöld var Tyler sendur til geðveikrahælis þar sem hann fékk hjálp. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi árið 2012.“ FIGHT CLUB s ending for the Chinese release (on Tencent Video) was changed to this and now I m waiting for someone to fanfic a sequel based on this censored ending. pic.twitter.com/zYB0bY3Dlp— Courtney Howard @ #Sundance (@Lulamaybelle) January 24, 2022 Hér er vert að ítreka aftur að Tyler Durden var ímyndaður. Nokkurs konar hliðarpersónuleiki persónu Edwart Norton. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að ekki sé ljóst hvort ritskoðendur Kommúnistaflokks Kína hafi breytt myndinni eða aðrir. Kvikmyndaver í Bandaríkjunum gera reglulega mismunandi útgáfur af kvikmyndum til að komast hjá ritskoðendum í Kína og fá aðgang að kínverskum mörkuðum. Sjá einnig: Boston og NBA í bobba í Kína Í frétt Fortune er kvikmyndin Iron Man 3 nefnd en Disney lét bæta atriði inn í hana árið 2013 þar sem kínverskir læknar björguðu lífi Tony Stark, hetju myndarinnar. Það atriði var eingöngu sýnt í Kína. Á undanförnum árum hafa ráðamenn í Kína gripið til fjölbreyttra aðgerða sem ætlað er að hreinsa samfélagið af því sem þykir ekki í takti við samfélagið eins og umræddir ráðamenn vilja hafa það. Þar á meðal hefur verið gripið til aðgerða gegn leikurum og framleiðendum sjónvarpsefnis. Leikarar sem þykja of kvenlegir eða of miklir vesalingar voru til að mynda bannaðir nýlega. Kína Bíó og sjónvarp Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Breytingarnar virðast ekki hafa fallið í kramið meðal aðdáenda myndarinnar í Kína. Í upprunalegum enda myndarinnar drepur aðalpersónan (Norton) sinn ímyndaða vin Tyler Durden (Pitt) og fylgist svo með þegar sprengjur sem fylgjendur hans hafa komið fyrir víða fella fjölda bygginga. Í þessum byggingum voru geymdar ýmsar fjármálaupplýsingar en markmið aðalpersónunnar var að fella „kerfið“. Slíkum boðskap eru ráðamenn í Kína ekki hlynntir. Í nýrri útgáfu myndarinnar á Tencent Video drepur persóna Norton enn sinn ímyndaða „vin“. Í kjölfar þess kemur hins vegar svartur skjár með textanum: „Gegnum vísbendingar sem Tyler útvegaði, komst lögreglan á snoðir um ráðabruggið og handtók alla glæpamennina og kom í veg fyrir sprengingarnar. Eftir réttarhöld var Tyler sendur til geðveikrahælis þar sem hann fékk hjálp. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi árið 2012.“ FIGHT CLUB s ending for the Chinese release (on Tencent Video) was changed to this and now I m waiting for someone to fanfic a sequel based on this censored ending. pic.twitter.com/zYB0bY3Dlp— Courtney Howard @ #Sundance (@Lulamaybelle) January 24, 2022 Hér er vert að ítreka aftur að Tyler Durden var ímyndaður. Nokkurs konar hliðarpersónuleiki persónu Edwart Norton. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að ekki sé ljóst hvort ritskoðendur Kommúnistaflokks Kína hafi breytt myndinni eða aðrir. Kvikmyndaver í Bandaríkjunum gera reglulega mismunandi útgáfur af kvikmyndum til að komast hjá ritskoðendum í Kína og fá aðgang að kínverskum mörkuðum. Sjá einnig: Boston og NBA í bobba í Kína Í frétt Fortune er kvikmyndin Iron Man 3 nefnd en Disney lét bæta atriði inn í hana árið 2013 þar sem kínverskir læknar björguðu lífi Tony Stark, hetju myndarinnar. Það atriði var eingöngu sýnt í Kína. Á undanförnum árum hafa ráðamenn í Kína gripið til fjölbreyttra aðgerða sem ætlað er að hreinsa samfélagið af því sem þykir ekki í takti við samfélagið eins og umræddir ráðamenn vilja hafa það. Þar á meðal hefur verið gripið til aðgerða gegn leikurum og framleiðendum sjónvarpsefnis. Leikarar sem þykja of kvenlegir eða of miklir vesalingar voru til að mynda bannaðir nýlega.
Kína Bíó og sjónvarp Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira