Stökkið: „Ég er komin með þykkan stórborgarskráp“ Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 26. janúar 2022 07:01 Elma Stefania er búsett í Berlín Aðsend/Edda Pétursdóttir Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Hvar ertu búsett?Við erum búsett í Berlín í Þýskalandi, við fluttum upprunalega til að vinna í leikhúsi og bjuggum í Vín í Austurríki í tvö ár. Við komum svo aftur hingað til Berlínar síðasta sumar. Næsta vetur ætlar svo stjúpsonur minn hann Jóel Torfi að flytja til okkar og við erum svakalega spennt fyrir því. Elma að hafa það huggulegt í sólinni.Aðsend Hvenær tókstu stökkið?Við fluttum út í ágúst 2018. Þá var Ída litla stelpan okkar ekki einu sinni orðin eins árs og ég man að það var svakaleg hitabylgja í gangi. „Þannig að þetta voru mikil viðbrigði en líka alveg ofboðslega gaman.“ Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já, mig hefur alltaf langað til þess að flytja til útlanda, svo um leið og við sáum tækifæri þá stukkum við á það. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Það voru skiljanlega margir sem fluttu heim þegar Covid skall á en við vildum vera áfram úti enda nóg af verkefnum. Reyndar þurftum við aðeins að breyta til varðandi vinnu og tókum þá ákvörðun bæði að hætta að vinna í leikhúsi og færa okkur yfir í sjónvarp og kvikmyndir. Við sjáum sko alls ekki eftir því. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Já, þetta er stór ákvörðun að taka og örugglega einfaldara að sleppa því að flytja út. Við Mikael, maðurinn minn, erum kannski ekki endilega þekkt fyrir að fara auðveldu leiðina í lífinu en við vissum að þetta yrði áskorun. Fyrst fengum við íbúð lánaða hjá vinkonu okkar og vorum þar í þrjá mánuði þar til við fundum íbúð. Við þurftum líka að leigja út húsið okkar á Íslandi og fundum sem betur fer frábæra leigjendur. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Það er í ansi mörg horn að líta hvað varðar flutninga á milli landa. Hvað á að taka með og hvað ekki, fá tilboð frá Eimskip, ákveða hvort maður ætli að taka með sér bretti eða heilan gám. Svo þegar komið er í nýtt land þá þarf að skrá sig í landið, fá ný símanúmer, finna banka, skóla og leikskóla. Þær eru ófáar heimsóknirnar í ríkisskrifstofurnar, svo mikið er víst. „Oft getur kerfið verið frekar erfitt og maður þarf að vera seigur, hlusta ekki á nei-in og standa á sínu. Þá reddast þetta.“ En mín einlægu ráð eru: Þú verður að vita að fyrstu þrír mánuðirnir í nýju landi eru mjög erfiðir, ef þú heldur það út þá getur þú allt! View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Þetta er erfitt en vel þess virði og ég held að allir ættu að fá að vera útlendingar um tíma því það gefur réttari heimsmynd. En varðandi að flytja til Þýskalands myndi ég mæla með því að fólk læri þýsku. „Þú kemst ekki upp með að tala bara ensku, sérstaklega ekki ef þú ert með börn.“ Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Ég fór í prufu fyrir Burgtheater í Vín, sem er stærsta leikhús Evrópu og fékk samning á staðnum. Það var meira Burgtheater sem fann mig, en ekki öfugt. Síðan hef ég verið að byggja upp feril í sjónvarpi og kvikmyndum hér úti með umboðsmanni mínum hér ytra. Auðvitað heima líka, með Árna Björn umboðsmann hjá CAI mér við hlið. Ég hlakka mikið til að koma heim og vinna verkefni heima líka. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég saknaði náttúrunnar alveg svakalega, það var sárt fyrst en núna er ég búin að finna jafnvægi. Ég sakna einskis ef ég á að vera alveg hreinskilin, en væri til í að geta farið í kaffi til vina og fjölskyldu stundum. En við heyrumst á Facetime og svo er heimurinn hvort sem er hruninn, allavega heimurinn eins og við þekktum hann. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Ég sakna ekki veðurfarsins en ég sakna birtunnar þegar hún kemur, birtan á Íslandi er einstök. Hvernig er veðrið?Það er kalt á veturna en vorin og haustin eru mild og sumarið er heitt. Ég elska það. Get varla beðið eftir vorinu. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvaða ferðamáta notast þú við?Fyrst fórum við allt með lestum eða strætó, en núna eigum við bíl. Mér finnst svaka gott að keyra, ég er meira frjáls og get farið þangað sem ég vil, þegar ég vil. Mér finnst það æðislegt. Kemurðu oft til Íslands?Ég væri til í að koma meira, skreppa í heimsókn til fjölskyldunnar og hitta vini og svona, en Covid setur auðvitað strik í reikninginn þannig að síðustu tvö ár höfum við farið bara eftir þörfum. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi?Já, ég finn mikinn mun á því, verðlagið hér ytra er allt annað en heima. „Það er ódýrara að reka heimili og fjölskyldu og svo er leikskóli hérna í Berlín ókeypis, það eru sannkölluð forréttindi.“ Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já, við erum mjög oft með einhvern í heimsókn, það er voða gaman. Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Já það er mikið af Íslendingum sem búa hér og alltaf hægt að leita eftir ráðum og fá hjálp frá einhverjum. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Áttu þér uppáhaldsstað?Borgin sjálf er mitt uppáhald, elska að vera hérna. Mér finnst orkan létt og lífleg. Í Covid-faraldrinum höfum við kannski verið meira heimakær og erum með frábæra íbúð. Það eru svalir og þaksvalir og ætli þaksvalirnar séu ekki í uppáhaldi á sumrin. Hérna rétt hjá okkur er svo vatnið Weissensee sem við syndum í á sumrin. Það er algjör draumur. Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Það eru æðislegir staðir hérna útum allt, allir Vegan staðirnir hjá Kolwitzstrasse í Prenzlauer Berg eru æðislegir. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Berlín?Fara á markaði, Mauerpark er stór og vinsæll hérna úti. Fara upp í Sjónvarpsturninn og horfa yfir borgina. Á veturna er algjört must að fara á jólamarkaðina og fá sér sykraðar möndlur og kakó og kaupa eitthvað fallegt í jólapakkana. „Svo er dýrðlegt að fara í KaDeWe og líta á alla fegurðina þar, kíkja í Chanel búðina og fara svo uppá efstu hæð og fá sér súkkulaði og kaffi.“ Á sumrin er draumur að labba um í Prenzlauer Berg eða einhverju fallegu hverfi. Fara í garð með teppi og leika sér og liggja í sólinni. Borða ís og njóta lífsins. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Við vöknum alltaf snemma og Ísold fer í skólann, hún er tólf ára en þegar byrjuð í menntaskóla því kerfið hérna er öðruvísi en á Íslandi. Þegar hún er farin fer ég með Ídu í leikskólann sem er hérna á næsta horni. Mikael fer út með hundinn okkar og byrjar svo að skrifa. Ég vinn þau verkefni sem ég þarf að klára og fer svo alla daga í ræktina. Svo sæki ég Ídu í leikskólann og við eldum eitthvað gott um kvöldið. Þetta er svo reglusamt eftir að við hættum í leikhúsinu að við erum yfirleitt farin að sofa um 22:00. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvað er það besta við Berlín?Berlín er æðisleg borg og algjör orkugjafi. En komandi frá Íslandi þá er kostur að sumarið er eiginlega sex mánuðir. Það er æðislegt. Hvað er það versta við staðinn þinn?Fólk getur verið ókurteist í umferðinni og í lestum, kurteisi kostar ekkert. En ég er komin með þykkan stórborgarskráp þannig að þetta fer ekkert svo í taugarnar á mér lengur. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Nei, en ég mun vinna á Íslandi. „Næsta vetur er ég að leika í þáttum sem við erum að gera fyrir ZDF sem er ein stærsta sjónvarpsstöðin í Þýskalandi.“ Þetta er glæpasería sem gerist bæði á Íslandi og hér í Þýskalandi þannig að ég verð með annan fótinn heima. Mér finnst geggjað að koma heim og við getum alltaf flutt heim aftur en við erum rosalega ánægð hérna úti núna og nóg framundan. Stökkið Íslendingar erlendis Þýskaland Tengdar fréttir Stökkið: „Mér fannst ég vera í bíómynd á hverjum einasta degi“ Alexandra Sif Tryggvadóttir flutti til Los Angeles fyrir átta árum til þess að fara í nám við draumaskólann sinn UCLA. Hún býr þar ásamt kærastanum sínum Birni Jóni Þórssyni og starfar hjá Spotify við spennandi verkefni. 23. janúar 2022 07:00 Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Hvar ertu búsett?Við erum búsett í Berlín í Þýskalandi, við fluttum upprunalega til að vinna í leikhúsi og bjuggum í Vín í Austurríki í tvö ár. Við komum svo aftur hingað til Berlínar síðasta sumar. Næsta vetur ætlar svo stjúpsonur minn hann Jóel Torfi að flytja til okkar og við erum svakalega spennt fyrir því. Elma að hafa það huggulegt í sólinni.Aðsend Hvenær tókstu stökkið?Við fluttum út í ágúst 2018. Þá var Ída litla stelpan okkar ekki einu sinni orðin eins árs og ég man að það var svakaleg hitabylgja í gangi. „Þannig að þetta voru mikil viðbrigði en líka alveg ofboðslega gaman.“ Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já, mig hefur alltaf langað til þess að flytja til útlanda, svo um leið og við sáum tækifæri þá stukkum við á það. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Það voru skiljanlega margir sem fluttu heim þegar Covid skall á en við vildum vera áfram úti enda nóg af verkefnum. Reyndar þurftum við aðeins að breyta til varðandi vinnu og tókum þá ákvörðun bæði að hætta að vinna í leikhúsi og færa okkur yfir í sjónvarp og kvikmyndir. Við sjáum sko alls ekki eftir því. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Já, þetta er stór ákvörðun að taka og örugglega einfaldara að sleppa því að flytja út. Við Mikael, maðurinn minn, erum kannski ekki endilega þekkt fyrir að fara auðveldu leiðina í lífinu en við vissum að þetta yrði áskorun. Fyrst fengum við íbúð lánaða hjá vinkonu okkar og vorum þar í þrjá mánuði þar til við fundum íbúð. Við þurftum líka að leigja út húsið okkar á Íslandi og fundum sem betur fer frábæra leigjendur. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Það er í ansi mörg horn að líta hvað varðar flutninga á milli landa. Hvað á að taka með og hvað ekki, fá tilboð frá Eimskip, ákveða hvort maður ætli að taka með sér bretti eða heilan gám. Svo þegar komið er í nýtt land þá þarf að skrá sig í landið, fá ný símanúmer, finna banka, skóla og leikskóla. Þær eru ófáar heimsóknirnar í ríkisskrifstofurnar, svo mikið er víst. „Oft getur kerfið verið frekar erfitt og maður þarf að vera seigur, hlusta ekki á nei-in og standa á sínu. Þá reddast þetta.“ En mín einlægu ráð eru: Þú verður að vita að fyrstu þrír mánuðirnir í nýju landi eru mjög erfiðir, ef þú heldur það út þá getur þú allt! View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Þetta er erfitt en vel þess virði og ég held að allir ættu að fá að vera útlendingar um tíma því það gefur réttari heimsmynd. En varðandi að flytja til Þýskalands myndi ég mæla með því að fólk læri þýsku. „Þú kemst ekki upp með að tala bara ensku, sérstaklega ekki ef þú ert með börn.“ Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Ég fór í prufu fyrir Burgtheater í Vín, sem er stærsta leikhús Evrópu og fékk samning á staðnum. Það var meira Burgtheater sem fann mig, en ekki öfugt. Síðan hef ég verið að byggja upp feril í sjónvarpi og kvikmyndum hér úti með umboðsmanni mínum hér ytra. Auðvitað heima líka, með Árna Björn umboðsmann hjá CAI mér við hlið. Ég hlakka mikið til að koma heim og vinna verkefni heima líka. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég saknaði náttúrunnar alveg svakalega, það var sárt fyrst en núna er ég búin að finna jafnvægi. Ég sakna einskis ef ég á að vera alveg hreinskilin, en væri til í að geta farið í kaffi til vina og fjölskyldu stundum. En við heyrumst á Facetime og svo er heimurinn hvort sem er hruninn, allavega heimurinn eins og við þekktum hann. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Ég sakna ekki veðurfarsins en ég sakna birtunnar þegar hún kemur, birtan á Íslandi er einstök. Hvernig er veðrið?Það er kalt á veturna en vorin og haustin eru mild og sumarið er heitt. Ég elska það. Get varla beðið eftir vorinu. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvaða ferðamáta notast þú við?Fyrst fórum við allt með lestum eða strætó, en núna eigum við bíl. Mér finnst svaka gott að keyra, ég er meira frjáls og get farið þangað sem ég vil, þegar ég vil. Mér finnst það æðislegt. Kemurðu oft til Íslands?Ég væri til í að koma meira, skreppa í heimsókn til fjölskyldunnar og hitta vini og svona, en Covid setur auðvitað strik í reikninginn þannig að síðustu tvö ár höfum við farið bara eftir þörfum. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi?Já, ég finn mikinn mun á því, verðlagið hér ytra er allt annað en heima. „Það er ódýrara að reka heimili og fjölskyldu og svo er leikskóli hérna í Berlín ókeypis, það eru sannkölluð forréttindi.“ Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já, við erum mjög oft með einhvern í heimsókn, það er voða gaman. Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Já það er mikið af Íslendingum sem búa hér og alltaf hægt að leita eftir ráðum og fá hjálp frá einhverjum. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Áttu þér uppáhaldsstað?Borgin sjálf er mitt uppáhald, elska að vera hérna. Mér finnst orkan létt og lífleg. Í Covid-faraldrinum höfum við kannski verið meira heimakær og erum með frábæra íbúð. Það eru svalir og þaksvalir og ætli þaksvalirnar séu ekki í uppáhaldi á sumrin. Hérna rétt hjá okkur er svo vatnið Weissensee sem við syndum í á sumrin. Það er algjör draumur. Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Það eru æðislegir staðir hérna útum allt, allir Vegan staðirnir hjá Kolwitzstrasse í Prenzlauer Berg eru æðislegir. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Berlín?Fara á markaði, Mauerpark er stór og vinsæll hérna úti. Fara upp í Sjónvarpsturninn og horfa yfir borgina. Á veturna er algjört must að fara á jólamarkaðina og fá sér sykraðar möndlur og kakó og kaupa eitthvað fallegt í jólapakkana. „Svo er dýrðlegt að fara í KaDeWe og líta á alla fegurðina þar, kíkja í Chanel búðina og fara svo uppá efstu hæð og fá sér súkkulaði og kaffi.“ Á sumrin er draumur að labba um í Prenzlauer Berg eða einhverju fallegu hverfi. Fara í garð með teppi og leika sér og liggja í sólinni. Borða ís og njóta lífsins. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Við vöknum alltaf snemma og Ísold fer í skólann, hún er tólf ára en þegar byrjuð í menntaskóla því kerfið hérna er öðruvísi en á Íslandi. Þegar hún er farin fer ég með Ídu í leikskólann sem er hérna á næsta horni. Mikael fer út með hundinn okkar og byrjar svo að skrifa. Ég vinn þau verkefni sem ég þarf að klára og fer svo alla daga í ræktina. Svo sæki ég Ídu í leikskólann og við eldum eitthvað gott um kvöldið. Þetta er svo reglusamt eftir að við hættum í leikhúsinu að við erum yfirleitt farin að sofa um 22:00. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Hvað er það besta við Berlín?Berlín er æðisleg borg og algjör orkugjafi. En komandi frá Íslandi þá er kostur að sumarið er eiginlega sex mánuðir. Það er æðislegt. Hvað er það versta við staðinn þinn?Fólk getur verið ókurteist í umferðinni og í lestum, kurteisi kostar ekkert. En ég er komin með þykkan stórborgarskráp þannig að þetta fer ekkert svo í taugarnar á mér lengur. View this post on Instagram A post shared by Elma Stefania (@elmastefania) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Nei, en ég mun vinna á Íslandi. „Næsta vetur er ég að leika í þáttum sem við erum að gera fyrir ZDF sem er ein stærsta sjónvarpsstöðin í Þýskalandi.“ Þetta er glæpasería sem gerist bæði á Íslandi og hér í Þýskalandi þannig að ég verð með annan fótinn heima. Mér finnst geggjað að koma heim og við getum alltaf flutt heim aftur en við erum rosalega ánægð hérna úti núna og nóg framundan.
Stökkið Íslendingar erlendis Þýskaland Tengdar fréttir Stökkið: „Mér fannst ég vera í bíómynd á hverjum einasta degi“ Alexandra Sif Tryggvadóttir flutti til Los Angeles fyrir átta árum til þess að fara í nám við draumaskólann sinn UCLA. Hún býr þar ásamt kærastanum sínum Birni Jóni Þórssyni og starfar hjá Spotify við spennandi verkefni. 23. janúar 2022 07:00 Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Stökkið: „Mér fannst ég vera í bíómynd á hverjum einasta degi“ Alexandra Sif Tryggvadóttir flutti til Los Angeles fyrir átta árum til þess að fara í nám við draumaskólann sinn UCLA. Hún býr þar ásamt kærastanum sínum Birni Jóni Þórssyni og starfar hjá Spotify við spennandi verkefni. 23. janúar 2022 07:00
Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01
Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00
Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01
Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00