Lífið

Ísland mun keppa í fyrri undankeppni Eurovision

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Tórínó verður gestgjafi Eurovision keppninnar í ár.
Tórínó verður gestgjafi Eurovision keppninnar í ár. Eurovision

Það er komið í ljós að Ísland muni taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision þann 10. maí í Tórínó. Atriði Íslands mun stíga á svið seinnihluta kvöldsins og alls keppa átján lönd í fyrri undankeppninni.

Þeim löndum sem taka þátt í undankeppnum Eurovision var skipt upp í sex hópa sem dregið var úr og fékk hvert land úthlutað stað í keppninni. Það voru þau Carolina Di Domenico og Mario Acampa sem sáu um að draga í beinni útsendingu frá Madama Palace á Ítalíu. Keppnin hefur ekki verið haldin í Ítalíu síðan 1995 og voru margar borgir sem vildu hýsa keppnina en Tórínó varð fyrir valinu.

Líkt og áður þurfa „stóru löndin“ Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland ekki að taka þátt í undankeppni. Það var þó valið af handahófi í hvorri undankeppninni löndin kjósa. Slagorð Eurovision í ár er The Sound of Beauty.

Í fyrra tóku Daði og Gagnamagnið þátt fyrir hönd Íslands með lagið 10 years sem hafnaði í fjórða sæti í keppninni. Það er ekki búið að velja framlag Íslands í ár og frestaðist viðburðurinn vegna takmarkana í samfélaginu. Fyrri undanúrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fara af stað í febrúar og úrslitakvöldið þar sem framlag Íslands verður valið mun fara fram 12. mars. Ragnhildur Steinunn, Jón Jónsson og Björg Magnúsdóttir verða kynnar Söngvakeppninnar í ár.

Daði og Gagnamagnið náðu næstbesta árangri Íslands í sögu Eurovision, fjórða sætinu.EBU / THOMAS HANSES

Tengdar fréttir

Færa keppnina um viku vegna faraldursins

Ákveðið hefur verið að fresta öllum viðburðum Söngvakeppninnar 2022 á RÚV um eina viku eftir samráð við sóttvarnayfirvöld. Vonir standa enn til að hægt verði að selja inn á keppnina.

Lygileg Eurovision-vegferð Daða og Gagnamagnsins

Íslendingar mættu stórhuga til leiks í Eurovision þetta árið eftir að farsóttin martraðarkennda hafði af okkur öruggan sigur á fyrsta ári veirunnar. Við tjölduðum öllu til í Rotterdam í Hollandi í vor: nýju lagi með Daða og Gagnamagninu, nýjum grænum heilgöllum og nýjum sigurdraumi. Nú skyldi það hafast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.