„Það er hvergi skjól að hafa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2022 18:17 Strompurinn fauk af. Vísir/Egill Það hefur blásið kröftuglega víða um land í dag, svo kröftuglega að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík þoldi ekki álagið. Veðurfræðingur segir vindáttina gera það að verkum að hvergi sé skjól að hafa á suðvesturhorninu. Það dettur þó allt í dúnalogn um allt land á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir hafa verið í gildi í dag vegna veðurs. Veðurofsinn er að ganga niður á Suðvesturhorninu en er nú að færa sig norður og suðaustur á land. Mjög hvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag, svo hvasst að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fór á hliðina. Hann var fjarlægður í dag. Eins og sjá má er aftari strompurinn einfaldlega horfinn.Vísir/Egill „En það var dálítið athyglisvert að vindurinn, til dæmist úti á Seltjarnarnesi, hann komst í 23 metra á sekúndu. Það er svona með því meira sem að maður sér á þeim stað Enda var þetta ansi hvasst. Það er hvergi skjól að hafa í þessasri vestanátt á þessum slóðum, hvorki á Suðurnesjum né á höfuðborgarsvæðinu. Maður fær þetta bara beint í nefið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Það er farið að lægja á suðvesturhorni landsins en sem fyrr segir er veðrið að færa sig um set. „Í þessum töluðu orðum eru hvorki meira né minna en 33 metrar á sekúndu á bláhæðinni á Holtavörðuheiðinni,“ sagði Einar og bætti því við að búið væri að loka Öxnadalsheiðinni. Reikna má með miklu hvassviðri á suðausturhorni landsins, en þar er appelsínugul viðvörun í gildi fram á nótt. Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Næstu upplýsingar um kl 20:30 #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 25, 2022 Þar getur vindur farið upp í 40 metra á sekúndu og er varað við að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum næstu klukkutímana. „Ef að fólk er á ferðinni ýmist vestur á firði yfir heiðarnar og hálsana þangað eða norður í land. Ég myndi bara hinkra og bíða,“ sagði Einar. „Svo dettur allt í dúnalogn á miðnætti.“ Alls staðar á landinu? „Já, það gerir það. Þetta fer yfir okkur með látum og klárast bara einn tveir og þrír. Veður Reykjavík Tengdar fréttir Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. 25. janúar 2022 13:11 Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Appelsínugular og gular viðvaranir hafa verið í gildi í dag vegna veðurs. Veðurofsinn er að ganga niður á Suðvesturhorninu en er nú að færa sig norður og suðaustur á land. Mjög hvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag, svo hvasst að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fór á hliðina. Hann var fjarlægður í dag. Eins og sjá má er aftari strompurinn einfaldlega horfinn.Vísir/Egill „En það var dálítið athyglisvert að vindurinn, til dæmist úti á Seltjarnarnesi, hann komst í 23 metra á sekúndu. Það er svona með því meira sem að maður sér á þeim stað Enda var þetta ansi hvasst. Það er hvergi skjól að hafa í þessasri vestanátt á þessum slóðum, hvorki á Suðurnesjum né á höfuðborgarsvæðinu. Maður fær þetta bara beint í nefið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Það er farið að lægja á suðvesturhorni landsins en sem fyrr segir er veðrið að færa sig um set. „Í þessum töluðu orðum eru hvorki meira né minna en 33 metrar á sekúndu á bláhæðinni á Holtavörðuheiðinni,“ sagði Einar og bætti því við að búið væri að loka Öxnadalsheiðinni. Reikna má með miklu hvassviðri á suðausturhorni landsins, en þar er appelsínugul viðvörun í gildi fram á nótt. Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Næstu upplýsingar um kl 20:30 #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 25, 2022 Þar getur vindur farið upp í 40 metra á sekúndu og er varað við að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum næstu klukkutímana. „Ef að fólk er á ferðinni ýmist vestur á firði yfir heiðarnar og hálsana þangað eða norður í land. Ég myndi bara hinkra og bíða,“ sagði Einar. „Svo dettur allt í dúnalogn á miðnætti.“ Alls staðar á landinu? „Já, það gerir það. Þetta fer yfir okkur með látum og klárast bara einn tveir og þrír.
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. 25. janúar 2022 13:11 Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. 25. janúar 2022 13:11
Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04
Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36