„Það er hvergi skjól að hafa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2022 18:17 Strompurinn fauk af. Vísir/Egill Það hefur blásið kröftuglega víða um land í dag, svo kröftuglega að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík þoldi ekki álagið. Veðurfræðingur segir vindáttina gera það að verkum að hvergi sé skjól að hafa á suðvesturhorninu. Það dettur þó allt í dúnalogn um allt land á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir hafa verið í gildi í dag vegna veðurs. Veðurofsinn er að ganga niður á Suðvesturhorninu en er nú að færa sig norður og suðaustur á land. Mjög hvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag, svo hvasst að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fór á hliðina. Hann var fjarlægður í dag. Eins og sjá má er aftari strompurinn einfaldlega horfinn.Vísir/Egill „En það var dálítið athyglisvert að vindurinn, til dæmist úti á Seltjarnarnesi, hann komst í 23 metra á sekúndu. Það er svona með því meira sem að maður sér á þeim stað Enda var þetta ansi hvasst. Það er hvergi skjól að hafa í þessasri vestanátt á þessum slóðum, hvorki á Suðurnesjum né á höfuðborgarsvæðinu. Maður fær þetta bara beint í nefið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Það er farið að lægja á suðvesturhorni landsins en sem fyrr segir er veðrið að færa sig um set. „Í þessum töluðu orðum eru hvorki meira né minna en 33 metrar á sekúndu á bláhæðinni á Holtavörðuheiðinni,“ sagði Einar og bætti því við að búið væri að loka Öxnadalsheiðinni. Reikna má með miklu hvassviðri á suðausturhorni landsins, en þar er appelsínugul viðvörun í gildi fram á nótt. Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Næstu upplýsingar um kl 20:30 #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 25, 2022 Þar getur vindur farið upp í 40 metra á sekúndu og er varað við að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum næstu klukkutímana. „Ef að fólk er á ferðinni ýmist vestur á firði yfir heiðarnar og hálsana þangað eða norður í land. Ég myndi bara hinkra og bíða,“ sagði Einar. „Svo dettur allt í dúnalogn á miðnætti.“ Alls staðar á landinu? „Já, það gerir það. Þetta fer yfir okkur með látum og klárast bara einn tveir og þrír. Veður Reykjavík Tengdar fréttir Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. 25. janúar 2022 13:11 Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Appelsínugular og gular viðvaranir hafa verið í gildi í dag vegna veðurs. Veðurofsinn er að ganga niður á Suðvesturhorninu en er nú að færa sig norður og suðaustur á land. Mjög hvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag, svo hvasst að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fór á hliðina. Hann var fjarlægður í dag. Eins og sjá má er aftari strompurinn einfaldlega horfinn.Vísir/Egill „En það var dálítið athyglisvert að vindurinn, til dæmist úti á Seltjarnarnesi, hann komst í 23 metra á sekúndu. Það er svona með því meira sem að maður sér á þeim stað Enda var þetta ansi hvasst. Það er hvergi skjól að hafa í þessasri vestanátt á þessum slóðum, hvorki á Suðurnesjum né á höfuðborgarsvæðinu. Maður fær þetta bara beint í nefið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Það er farið að lægja á suðvesturhorni landsins en sem fyrr segir er veðrið að færa sig um set. „Í þessum töluðu orðum eru hvorki meira né minna en 33 metrar á sekúndu á bláhæðinni á Holtavörðuheiðinni,“ sagði Einar og bætti því við að búið væri að loka Öxnadalsheiðinni. Reikna má með miklu hvassviðri á suðausturhorni landsins, en þar er appelsínugul viðvörun í gildi fram á nótt. Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Næstu upplýsingar um kl 20:30 #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 25, 2022 Þar getur vindur farið upp í 40 metra á sekúndu og er varað við að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum næstu klukkutímana. „Ef að fólk er á ferðinni ýmist vestur á firði yfir heiðarnar og hálsana þangað eða norður í land. Ég myndi bara hinkra og bíða,“ sagði Einar. „Svo dettur allt í dúnalogn á miðnætti.“ Alls staðar á landinu? „Já, það gerir það. Þetta fer yfir okkur með látum og klárast bara einn tveir og þrír.
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. 25. janúar 2022 13:11 Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. 25. janúar 2022 13:11
Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04
Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36