Möguleikar Íslands í dag: Bænir og nagaðar neglur ef strákarnir okkar vinna Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 08:31 Örlögin eru ekki lengur alfarið í höndum Íslendinga eftir grátlegt tap gegn Króötum á mánudaginn. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Ísland gæti enn mögulega orðið Evrópumeistari í handbolta á sunnudaginn en versta mögulega niðurstaða liðsins úr þessu er 9. sæti. Í dag lýkur milliriðlakeppninni og vert að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik dagsins, klukkan 14.30, og aðeins með sigri lifir vonin um að fylgja Dönum í undanúrslit. Íslendingar myndu þá þurfa að biðja bænir og naga neglur fram á kvöld og vona að Danir vinni þá Frakka í leik sem hefst ekki fyrr en klukkan 19.30. Ef að þessi draumur verður að veruleika þá bíður Íslendinga leikur við tvöfalda ríkjandi Evrópumeistara Spánar í undanúrslitum í Búdapest á föstudaginn en Danir myndu þá mæta Svíum. Leikir dagsins: 14.30 Ísland - Svartfjallaland 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Danir eru öruggir um sæti í undanúrslitum en ef þeir tapa gegn Frökkum í kvöld mæta þeir Spánverjum í undanúrslitum. Þjálfari Dana hefur sagst ætla að gefa leikmönnum hvíld í kvöld en ef til vill telja Danir það einhvers virði að mæta frekar Svíþjóð en Spáni á föstudaginn. Staðan í milliriðli I á EM. Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum. En ef að Ísland kemst ekki í undanúrslit þá er ekki hægt að líta framhjá því að árangurinn á EM, miðað við allt sem gengið hefur á, er góður. Auk þess gæti reynst dýrmætt fyrir Ísland að lenda í 3. sæti milliriðilsins, sem er lágmarksárangur ef að Ísland vinnur eða gerir jafntefli við Svartfellinga. Núna gefur fimmta sæti mótsins HM-farseðil Það er nefnilega þannig að á EM eru þrír farseðlar á HM í boði. Danmörk er þegar komin með farseðil sem heimsmeistari, og Svíþjóð og Pólland sem gestgjafar, svo þau lið taka ekki neinn af farseðlunum þremur. Eftir magnaðan sigur Svía á Norðmönnum í gær er því ljóst að leikurinn um 5. sæti skiptir máli, því þar verður þriðji farseðillinn á HM í boði nú þegar tvö lið sem eiga HM-farseðil eru komin í undanúrslit. Noregur mun spila um 5. sætið við liðið sem endar í 3. sæti í milliriðli Íslands, í Búdapest á föstudaginn. Liðin sem ekki tryggja sér farseðil á HM á Evrópumótinu fara í umspil síðar á þessu ári. Heimför ef Ísland tapar Ef að Ísland tapar gegn Svartfjallalandi er liðið úr leik á EM. Ísland gæti þá misst Svartfjallaland upp fyrir sig á innbyrðis úrslitum, og einnig Króata ef þeir vinna Hollendinga í dag, og endað í 4. eða 5. sæti milliriðilsins. Íslandi yrði í þessu tilviki raðað í 7.,8. eða 9. sæti í lokastöðu mótsins, út frá stigasöfnun og markatölu í samanburði við liðin í 4. og 5. sæti í milliriðli II (Ísland gæti ekki endað í 10. sæti því Rússar enduðu í 5. sæti milliriðils II með 3 stig, stigi minna en Ísland er þegar komið með). EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik dagsins, klukkan 14.30, og aðeins með sigri lifir vonin um að fylgja Dönum í undanúrslit. Íslendingar myndu þá þurfa að biðja bænir og naga neglur fram á kvöld og vona að Danir vinni þá Frakka í leik sem hefst ekki fyrr en klukkan 19.30. Ef að þessi draumur verður að veruleika þá bíður Íslendinga leikur við tvöfalda ríkjandi Evrópumeistara Spánar í undanúrslitum í Búdapest á föstudaginn en Danir myndu þá mæta Svíum. Leikir dagsins: 14.30 Ísland - Svartfjallaland 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Danir eru öruggir um sæti í undanúrslitum en ef þeir tapa gegn Frökkum í kvöld mæta þeir Spánverjum í undanúrslitum. Þjálfari Dana hefur sagst ætla að gefa leikmönnum hvíld í kvöld en ef til vill telja Danir það einhvers virði að mæta frekar Svíþjóð en Spáni á föstudaginn. Staðan í milliriðli I á EM. Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum. En ef að Ísland kemst ekki í undanúrslit þá er ekki hægt að líta framhjá því að árangurinn á EM, miðað við allt sem gengið hefur á, er góður. Auk þess gæti reynst dýrmætt fyrir Ísland að lenda í 3. sæti milliriðilsins, sem er lágmarksárangur ef að Ísland vinnur eða gerir jafntefli við Svartfellinga. Núna gefur fimmta sæti mótsins HM-farseðil Það er nefnilega þannig að á EM eru þrír farseðlar á HM í boði. Danmörk er þegar komin með farseðil sem heimsmeistari, og Svíþjóð og Pólland sem gestgjafar, svo þau lið taka ekki neinn af farseðlunum þremur. Eftir magnaðan sigur Svía á Norðmönnum í gær er því ljóst að leikurinn um 5. sæti skiptir máli, því þar verður þriðji farseðillinn á HM í boði nú þegar tvö lið sem eiga HM-farseðil eru komin í undanúrslit. Noregur mun spila um 5. sætið við liðið sem endar í 3. sæti í milliriðli Íslands, í Búdapest á föstudaginn. Liðin sem ekki tryggja sér farseðil á HM á Evrópumótinu fara í umspil síðar á þessu ári. Heimför ef Ísland tapar Ef að Ísland tapar gegn Svartfjallalandi er liðið úr leik á EM. Ísland gæti þá misst Svartfjallaland upp fyrir sig á innbyrðis úrslitum, og einnig Króata ef þeir vinna Hollendinga í dag, og endað í 4. eða 5. sæti milliriðilsins. Íslandi yrði í þessu tilviki raðað í 7.,8. eða 9. sæti í lokastöðu mótsins, út frá stigasöfnun og markatölu í samanburði við liðin í 4. og 5. sæti í milliriðli II (Ísland gæti ekki endað í 10. sæti því Rússar enduðu í 5. sæti milliriðils II með 3 stig, stigi minna en Ísland er þegar komið með).
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
„Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01
Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01
Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14
Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41