Svar við yfirlýsingu formanns VM Guðmundur Ragnarsson skrifar 26. janúar 2022 09:00 Það er sorglegt að sjá formann stéttarfélags hrökkva í sama farið og Samherji við að verja sig. Ítrekað er látið líta út fyrir að verið sé að ráðast á starfsfólk VM til að draga athygli frá réttmætri gagnrýni minni og annarra. Starfsfólk VM kemur þessari umræðu ekkert við. Eins og hlutirnir hafa gengið fyrir sig hjá VM undanfarin ár er með ólíkindum að sjá hvernig lög félagsins hafa ítrekað verið brotin, fjármunir greiddir út án heimilda og unnið eftir ólöglegum aðalfundasamþykktum. Það alvarlegasta er þó að í raun er verið að leggja félagið niður að stórum hluta bak við tjöldin – án vitundar félagsmanna. Svona lagað á ekki að geta gerst innan stéttarfélags án aðkomu félagsmanna. Hvað er í gangi? Húsakaup félagsins á nýju húsnæði voru samþykkt á aðalfundi 2019. Þar voru veittar 100 milljónir í kaupin á þeim forsendum að forkaupsákvæði væri á húseigninni. Þetta umstang endaði hins vegar í allt öðru húsnæði en aðalfundarsamþykktin hljóðaði upp á.Í framhaldi af þessum gjörningi hafa stjórnarmenn árangurslaust kallað eftir því hvert raunverulegt kostnaðarverð er orðið á nýja húsnæðinu sem fjárfest var í. Þessar tölur hafa ekki fengist uppgefnar. Heyrst hefur að kostnaðurinn sé jafnvel kominn yfir 300 milljónir.Þá hafa stjórnarmenn einnig kallað eftir samþykktum fyrir öllum þessum útgjöldum.Það virðast ekki vera til aðal- eða stjórnarfundarsamþykktir fyrir viðbótar útgjöldunum við húsakaupin sem lög félagsins gera mikla kröfu um enda eru þetta fjármunir félagsmanna. Furðulegast af öllu er þó félagið 2F sem VM hefur sameinast án þess að stjórnarmenn virðist vita fyllilega fyrir hvað það stendur. Búið er að færa yfir í 2F að minnsta kosti fjóra starfsmenn VM, þar á meðal starfsmann kjarasviðs VM, eftir því sem mér skilst. Þeir starfsmenn eru ekki lengur á vegum VM eða undir stjórn félagsins. Mér vitanlega hafa engar umræður um þennan gjörning átt sér stað innan félagsins, hvorki á aðalfundum né hefur fulltrúaráði félagsins verið kynnt þetta. Fulltrúaráðið á að vera stjórn félagsins til ráðgjafar og stefnumótunar samkvæmt 14. gr. laga félagsins um það. Í fréttablaði félagsins, sem kom út fyrir síðustu jól, er ekki minnst á þetta félag. Hugmyndir hafa líka verið settar fram um að sameina fleiri einingar að mér skilst. Á hvaða vegferð og í hvaða umboði er núverandi formaður VM búinn að keyra þetta mál áfram? Fátt er um svör. Hins vegar er unnið að því á fullu að ljúka stofnun og mannaráðningum inn í 2F áður en félagsmönnum VM verða kynntar breytingarnar! Hvernig þessi gjörningur er kominn svona lagt án aðkomu eða ákvörðunartöku félagsmanna er mér algerlega óskiljanlegt. Samkvæmt yfirlýsingu formanns VM hafa allir félagsmenn verið upplýstir um 2F.Í 34. grein laga VM er hins vegar tekið skýrt fram að bera þarf sameiningu sem þessa undir aðalfund og þarf þar sama hlutfall greiddra atkvæða og við lagabreytingar til að breytingin taki gildi. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Formanni, sem starfar ekki af heilindum og gegnsæi, er ekki treystandi til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Þá erum við illa stödd Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti, spillingu og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann eða ótiltekna gæðinga. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélaga er meðferð fjármuna félagsins. Til viðbótar húsakaupunum voru öll lög um meðferð fjármuna félagsins samkvæmt 21. grein einnig brotin á síðasta aðalfundi VM við afgreiðslu á heimildum fyrir byggingu sumarhúsa fyrir orlofssjóð VM. Hvernig sjá félagsmenn fyrir sér formann er virðir ekki lög félags sem hann stýrir gagnrýna til dæmis fyrirtæki í SFS fyrir svindl og svínarí eða annað sem spillt er í samfélaginu? Fullyrðingar núverandi formanns VM um að hann hafi ráðið sig inn á lægri laun en ég var á sem formaður eru alrangar. Það get ég fullyrt. Hann ætti líka að upplýsa félagsmenn um síðustu launahækkun sína og tímasetningu hennar. Sjálfur heiti ég því hins vegar að lækka laun formanns VM verði ég kosinn formaður félagsins. Félagakveðja, Guðmundur Ragnarsson fv. formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að sjá formann stéttarfélags hrökkva í sama farið og Samherji við að verja sig. Ítrekað er látið líta út fyrir að verið sé að ráðast á starfsfólk VM til að draga athygli frá réttmætri gagnrýni minni og annarra. Starfsfólk VM kemur þessari umræðu ekkert við. Eins og hlutirnir hafa gengið fyrir sig hjá VM undanfarin ár er með ólíkindum að sjá hvernig lög félagsins hafa ítrekað verið brotin, fjármunir greiddir út án heimilda og unnið eftir ólöglegum aðalfundasamþykktum. Það alvarlegasta er þó að í raun er verið að leggja félagið niður að stórum hluta bak við tjöldin – án vitundar félagsmanna. Svona lagað á ekki að geta gerst innan stéttarfélags án aðkomu félagsmanna. Hvað er í gangi? Húsakaup félagsins á nýju húsnæði voru samþykkt á aðalfundi 2019. Þar voru veittar 100 milljónir í kaupin á þeim forsendum að forkaupsákvæði væri á húseigninni. Þetta umstang endaði hins vegar í allt öðru húsnæði en aðalfundarsamþykktin hljóðaði upp á.Í framhaldi af þessum gjörningi hafa stjórnarmenn árangurslaust kallað eftir því hvert raunverulegt kostnaðarverð er orðið á nýja húsnæðinu sem fjárfest var í. Þessar tölur hafa ekki fengist uppgefnar. Heyrst hefur að kostnaðurinn sé jafnvel kominn yfir 300 milljónir.Þá hafa stjórnarmenn einnig kallað eftir samþykktum fyrir öllum þessum útgjöldum.Það virðast ekki vera til aðal- eða stjórnarfundarsamþykktir fyrir viðbótar útgjöldunum við húsakaupin sem lög félagsins gera mikla kröfu um enda eru þetta fjármunir félagsmanna. Furðulegast af öllu er þó félagið 2F sem VM hefur sameinast án þess að stjórnarmenn virðist vita fyllilega fyrir hvað það stendur. Búið er að færa yfir í 2F að minnsta kosti fjóra starfsmenn VM, þar á meðal starfsmann kjarasviðs VM, eftir því sem mér skilst. Þeir starfsmenn eru ekki lengur á vegum VM eða undir stjórn félagsins. Mér vitanlega hafa engar umræður um þennan gjörning átt sér stað innan félagsins, hvorki á aðalfundum né hefur fulltrúaráði félagsins verið kynnt þetta. Fulltrúaráðið á að vera stjórn félagsins til ráðgjafar og stefnumótunar samkvæmt 14. gr. laga félagsins um það. Í fréttablaði félagsins, sem kom út fyrir síðustu jól, er ekki minnst á þetta félag. Hugmyndir hafa líka verið settar fram um að sameina fleiri einingar að mér skilst. Á hvaða vegferð og í hvaða umboði er núverandi formaður VM búinn að keyra þetta mál áfram? Fátt er um svör. Hins vegar er unnið að því á fullu að ljúka stofnun og mannaráðningum inn í 2F áður en félagsmönnum VM verða kynntar breytingarnar! Hvernig þessi gjörningur er kominn svona lagt án aðkomu eða ákvörðunartöku félagsmanna er mér algerlega óskiljanlegt. Samkvæmt yfirlýsingu formanns VM hafa allir félagsmenn verið upplýstir um 2F.Í 34. grein laga VM er hins vegar tekið skýrt fram að bera þarf sameiningu sem þessa undir aðalfund og þarf þar sama hlutfall greiddra atkvæða og við lagabreytingar til að breytingin taki gildi. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Formanni, sem starfar ekki af heilindum og gegnsæi, er ekki treystandi til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Þá erum við illa stödd Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti, spillingu og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann eða ótiltekna gæðinga. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélaga er meðferð fjármuna félagsins. Til viðbótar húsakaupunum voru öll lög um meðferð fjármuna félagsins samkvæmt 21. grein einnig brotin á síðasta aðalfundi VM við afgreiðslu á heimildum fyrir byggingu sumarhúsa fyrir orlofssjóð VM. Hvernig sjá félagsmenn fyrir sér formann er virðir ekki lög félags sem hann stýrir gagnrýna til dæmis fyrirtæki í SFS fyrir svindl og svínarí eða annað sem spillt er í samfélaginu? Fullyrðingar núverandi formanns VM um að hann hafi ráðið sig inn á lægri laun en ég var á sem formaður eru alrangar. Það get ég fullyrt. Hann ætti líka að upplýsa félagsmenn um síðustu launahækkun sína og tímasetningu hennar. Sjálfur heiti ég því hins vegar að lækka laun formanns VM verði ég kosinn formaður félagsins. Félagakveðja, Guðmundur Ragnarsson fv. formaður VM.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar