Svar við yfirlýsingu formanns VM Guðmundur Ragnarsson skrifar 26. janúar 2022 09:00 Það er sorglegt að sjá formann stéttarfélags hrökkva í sama farið og Samherji við að verja sig. Ítrekað er látið líta út fyrir að verið sé að ráðast á starfsfólk VM til að draga athygli frá réttmætri gagnrýni minni og annarra. Starfsfólk VM kemur þessari umræðu ekkert við. Eins og hlutirnir hafa gengið fyrir sig hjá VM undanfarin ár er með ólíkindum að sjá hvernig lög félagsins hafa ítrekað verið brotin, fjármunir greiddir út án heimilda og unnið eftir ólöglegum aðalfundasamþykktum. Það alvarlegasta er þó að í raun er verið að leggja félagið niður að stórum hluta bak við tjöldin – án vitundar félagsmanna. Svona lagað á ekki að geta gerst innan stéttarfélags án aðkomu félagsmanna. Hvað er í gangi? Húsakaup félagsins á nýju húsnæði voru samþykkt á aðalfundi 2019. Þar voru veittar 100 milljónir í kaupin á þeim forsendum að forkaupsákvæði væri á húseigninni. Þetta umstang endaði hins vegar í allt öðru húsnæði en aðalfundarsamþykktin hljóðaði upp á.Í framhaldi af þessum gjörningi hafa stjórnarmenn árangurslaust kallað eftir því hvert raunverulegt kostnaðarverð er orðið á nýja húsnæðinu sem fjárfest var í. Þessar tölur hafa ekki fengist uppgefnar. Heyrst hefur að kostnaðurinn sé jafnvel kominn yfir 300 milljónir.Þá hafa stjórnarmenn einnig kallað eftir samþykktum fyrir öllum þessum útgjöldum.Það virðast ekki vera til aðal- eða stjórnarfundarsamþykktir fyrir viðbótar útgjöldunum við húsakaupin sem lög félagsins gera mikla kröfu um enda eru þetta fjármunir félagsmanna. Furðulegast af öllu er þó félagið 2F sem VM hefur sameinast án þess að stjórnarmenn virðist vita fyllilega fyrir hvað það stendur. Búið er að færa yfir í 2F að minnsta kosti fjóra starfsmenn VM, þar á meðal starfsmann kjarasviðs VM, eftir því sem mér skilst. Þeir starfsmenn eru ekki lengur á vegum VM eða undir stjórn félagsins. Mér vitanlega hafa engar umræður um þennan gjörning átt sér stað innan félagsins, hvorki á aðalfundum né hefur fulltrúaráði félagsins verið kynnt þetta. Fulltrúaráðið á að vera stjórn félagsins til ráðgjafar og stefnumótunar samkvæmt 14. gr. laga félagsins um það. Í fréttablaði félagsins, sem kom út fyrir síðustu jól, er ekki minnst á þetta félag. Hugmyndir hafa líka verið settar fram um að sameina fleiri einingar að mér skilst. Á hvaða vegferð og í hvaða umboði er núverandi formaður VM búinn að keyra þetta mál áfram? Fátt er um svör. Hins vegar er unnið að því á fullu að ljúka stofnun og mannaráðningum inn í 2F áður en félagsmönnum VM verða kynntar breytingarnar! Hvernig þessi gjörningur er kominn svona lagt án aðkomu eða ákvörðunartöku félagsmanna er mér algerlega óskiljanlegt. Samkvæmt yfirlýsingu formanns VM hafa allir félagsmenn verið upplýstir um 2F.Í 34. grein laga VM er hins vegar tekið skýrt fram að bera þarf sameiningu sem þessa undir aðalfund og þarf þar sama hlutfall greiddra atkvæða og við lagabreytingar til að breytingin taki gildi. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Formanni, sem starfar ekki af heilindum og gegnsæi, er ekki treystandi til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Þá erum við illa stödd Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti, spillingu og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann eða ótiltekna gæðinga. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélaga er meðferð fjármuna félagsins. Til viðbótar húsakaupunum voru öll lög um meðferð fjármuna félagsins samkvæmt 21. grein einnig brotin á síðasta aðalfundi VM við afgreiðslu á heimildum fyrir byggingu sumarhúsa fyrir orlofssjóð VM. Hvernig sjá félagsmenn fyrir sér formann er virðir ekki lög félags sem hann stýrir gagnrýna til dæmis fyrirtæki í SFS fyrir svindl og svínarí eða annað sem spillt er í samfélaginu? Fullyrðingar núverandi formanns VM um að hann hafi ráðið sig inn á lægri laun en ég var á sem formaður eru alrangar. Það get ég fullyrt. Hann ætti líka að upplýsa félagsmenn um síðustu launahækkun sína og tímasetningu hennar. Sjálfur heiti ég því hins vegar að lækka laun formanns VM verði ég kosinn formaður félagsins. Félagakveðja, Guðmundur Ragnarsson fv. formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að sjá formann stéttarfélags hrökkva í sama farið og Samherji við að verja sig. Ítrekað er látið líta út fyrir að verið sé að ráðast á starfsfólk VM til að draga athygli frá réttmætri gagnrýni minni og annarra. Starfsfólk VM kemur þessari umræðu ekkert við. Eins og hlutirnir hafa gengið fyrir sig hjá VM undanfarin ár er með ólíkindum að sjá hvernig lög félagsins hafa ítrekað verið brotin, fjármunir greiddir út án heimilda og unnið eftir ólöglegum aðalfundasamþykktum. Það alvarlegasta er þó að í raun er verið að leggja félagið niður að stórum hluta bak við tjöldin – án vitundar félagsmanna. Svona lagað á ekki að geta gerst innan stéttarfélags án aðkomu félagsmanna. Hvað er í gangi? Húsakaup félagsins á nýju húsnæði voru samþykkt á aðalfundi 2019. Þar voru veittar 100 milljónir í kaupin á þeim forsendum að forkaupsákvæði væri á húseigninni. Þetta umstang endaði hins vegar í allt öðru húsnæði en aðalfundarsamþykktin hljóðaði upp á.Í framhaldi af þessum gjörningi hafa stjórnarmenn árangurslaust kallað eftir því hvert raunverulegt kostnaðarverð er orðið á nýja húsnæðinu sem fjárfest var í. Þessar tölur hafa ekki fengist uppgefnar. Heyrst hefur að kostnaðurinn sé jafnvel kominn yfir 300 milljónir.Þá hafa stjórnarmenn einnig kallað eftir samþykktum fyrir öllum þessum útgjöldum.Það virðast ekki vera til aðal- eða stjórnarfundarsamþykktir fyrir viðbótar útgjöldunum við húsakaupin sem lög félagsins gera mikla kröfu um enda eru þetta fjármunir félagsmanna. Furðulegast af öllu er þó félagið 2F sem VM hefur sameinast án þess að stjórnarmenn virðist vita fyllilega fyrir hvað það stendur. Búið er að færa yfir í 2F að minnsta kosti fjóra starfsmenn VM, þar á meðal starfsmann kjarasviðs VM, eftir því sem mér skilst. Þeir starfsmenn eru ekki lengur á vegum VM eða undir stjórn félagsins. Mér vitanlega hafa engar umræður um þennan gjörning átt sér stað innan félagsins, hvorki á aðalfundum né hefur fulltrúaráði félagsins verið kynnt þetta. Fulltrúaráðið á að vera stjórn félagsins til ráðgjafar og stefnumótunar samkvæmt 14. gr. laga félagsins um það. Í fréttablaði félagsins, sem kom út fyrir síðustu jól, er ekki minnst á þetta félag. Hugmyndir hafa líka verið settar fram um að sameina fleiri einingar að mér skilst. Á hvaða vegferð og í hvaða umboði er núverandi formaður VM búinn að keyra þetta mál áfram? Fátt er um svör. Hins vegar er unnið að því á fullu að ljúka stofnun og mannaráðningum inn í 2F áður en félagsmönnum VM verða kynntar breytingarnar! Hvernig þessi gjörningur er kominn svona lagt án aðkomu eða ákvörðunartöku félagsmanna er mér algerlega óskiljanlegt. Samkvæmt yfirlýsingu formanns VM hafa allir félagsmenn verið upplýstir um 2F.Í 34. grein laga VM er hins vegar tekið skýrt fram að bera þarf sameiningu sem þessa undir aðalfund og þarf þar sama hlutfall greiddra atkvæða og við lagabreytingar til að breytingin taki gildi. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Formanni, sem starfar ekki af heilindum og gegnsæi, er ekki treystandi til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Þá erum við illa stödd Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti, spillingu og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann eða ótiltekna gæðinga. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélaga er meðferð fjármuna félagsins. Til viðbótar húsakaupunum voru öll lög um meðferð fjármuna félagsins samkvæmt 21. grein einnig brotin á síðasta aðalfundi VM við afgreiðslu á heimildum fyrir byggingu sumarhúsa fyrir orlofssjóð VM. Hvernig sjá félagsmenn fyrir sér formann er virðir ekki lög félags sem hann stýrir gagnrýna til dæmis fyrirtæki í SFS fyrir svindl og svínarí eða annað sem spillt er í samfélaginu? Fullyrðingar núverandi formanns VM um að hann hafi ráðið sig inn á lægri laun en ég var á sem formaður eru alrangar. Það get ég fullyrt. Hann ætti líka að upplýsa félagsmenn um síðustu launahækkun sína og tímasetningu hennar. Sjálfur heiti ég því hins vegar að lækka laun formanns VM verði ég kosinn formaður félagsins. Félagakveðja, Guðmundur Ragnarsson fv. formaður VM.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun