Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 10:32 Frá ræðismannsskrifstofu Taívans í Vilníus. EPA Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Litháen sem er formlega opnuð undir nafni Taívans. Því hafa Kínverjar, sem gera tilkall til eyríkisins, mótmælt harðlega og hafa þeir beitt Litháa miklum þrýstingi. Ráðamenn í Kína hafa að undanförnu aukið þrýsting á þau fáu ríki sem eiga í opinberum samskiptum við Taívan. Eyríkið, sem Kína gerir tilkall til og hefur heitið að sameina meginlandinu, rekur sambærilegar skrifstofur víða um Evrópu í Bandaríkjunum en þær bera nafn Taipei, höfuðborgar landsins. Meðal annars hafa ráðamenn í Kína sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning frá Litháen. Sjá einnig: Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar frá Vilníus íhuga ráðamenn í Litháen nú að láta undan þeim þrýstingi sem ríkið hefur verið beitt. Fréttaveitan segir Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra, hafa lagt til við Gitanas Nauseda, forseta, að hægt yrði að breyta nafninu svo það vísaði ekki til Taívans sem ríkis heldur taívanska fólksins. Nauseda hefur verið mjög gagnrýninn á þá afstöðu varðandi Taívan sem Litháar hafa tekið. Stjórnarflokkar Litháens samþykktu fyrir rúmu ári síðan að styðja „þá sem berjast fyrir frelsi í Taívan,“ eins og það var orðað. Í kjölfar opnunar skrifstofunnar kvörtuðu Kínverjar yfir því að Litháar hefðu hunsað viðvaranir þeirra og takmörkuðu samskipti ríkjanna. Sjá einnig: Erindrekar Litháens kallaðir heim frá Kína vegna „ógnana“ Ríkisstjórn Taívans segir að engin beiðni um að breyta nafninu hafi borist. Financial Times sagði frá því í síðustu viku að ráðamenn í Taívan hefðu beðið yfirvöld Bandaríkjanna um leyfi til að breyta nafni óformlegs sendiráðs eyríkisins í Washington DC svo það innihéldi nafn Taívan. Bandaríkjamenn hafa ekki orðið við þeirri beiðni. Taívan Litháen Kína Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Litháen sem er formlega opnuð undir nafni Taívans. Því hafa Kínverjar, sem gera tilkall til eyríkisins, mótmælt harðlega og hafa þeir beitt Litháa miklum þrýstingi. Ráðamenn í Kína hafa að undanförnu aukið þrýsting á þau fáu ríki sem eiga í opinberum samskiptum við Taívan. Eyríkið, sem Kína gerir tilkall til og hefur heitið að sameina meginlandinu, rekur sambærilegar skrifstofur víða um Evrópu í Bandaríkjunum en þær bera nafn Taipei, höfuðborgar landsins. Meðal annars hafa ráðamenn í Kína sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning frá Litháen. Sjá einnig: Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar frá Vilníus íhuga ráðamenn í Litháen nú að láta undan þeim þrýstingi sem ríkið hefur verið beitt. Fréttaveitan segir Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra, hafa lagt til við Gitanas Nauseda, forseta, að hægt yrði að breyta nafninu svo það vísaði ekki til Taívans sem ríkis heldur taívanska fólksins. Nauseda hefur verið mjög gagnrýninn á þá afstöðu varðandi Taívan sem Litháar hafa tekið. Stjórnarflokkar Litháens samþykktu fyrir rúmu ári síðan að styðja „þá sem berjast fyrir frelsi í Taívan,“ eins og það var orðað. Í kjölfar opnunar skrifstofunnar kvörtuðu Kínverjar yfir því að Litháar hefðu hunsað viðvaranir þeirra og takmörkuðu samskipti ríkjanna. Sjá einnig: Erindrekar Litháens kallaðir heim frá Kína vegna „ógnana“ Ríkisstjórn Taívans segir að engin beiðni um að breyta nafninu hafi borist. Financial Times sagði frá því í síðustu viku að ráðamenn í Taívan hefðu beðið yfirvöld Bandaríkjanna um leyfi til að breyta nafni óformlegs sendiráðs eyríkisins í Washington DC svo það innihéldi nafn Taívan. Bandaríkjamenn hafa ekki orðið við þeirri beiðni.
Taívan Litháen Kína Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira