Hvetur fólk til þess að tilkynna ofbeldismál innan samtakanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2022 12:16 Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. sigurjón ólason Yfirlæknir á Vogi segir að kynferðisofbeldi líðist ekki innan SÁÁ og hvetur þá sem orðið hafi fyrir ofbeldi til þess að láta vita. Samtökin séu á vegferð breytinga. Jódís Skúladóttir, þingmaður VG og fyrrum skjólstæðingur SÁÁ sagði í kvöldfréttum okkar í gær að starfsmaður samtakanna hefði misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan Samtakanna og telur að þar viðgangist ófagleg vinnubrögð, sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna. Starfsmaðurinn starfar enn hjá samtökunum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi segir að ofbeldismál séu litin alvarlegum augum og þau líðist ekki meðferðarstarfinu. Hún segir ömurlegt að heyra af reynslu kvenna og segir samtökin á vegferð breytinga. „Við erum búin að vera á vegferð að breyta mjög miklu hjá okkur síðustu árin og erum áfram á þeirri vegferð. Það er bara varðandi nálgun sjúklinga, áfallamiðaða nálgun og meiri kynjaskiptingu og allt til þess að stuðla að öryggi sjúklinga. Ef við verðum þess áskynja að það sé eitthvað ofbeldi eða áreiti hvort sem það er sjúklingur eða starfsmaður þá er brugðist við því strax og af miklum alvarleika,“ sagði Valgerður. Forgangsmál að hlusta á þolendur Valgerður hvetur alla sem orðið hafi fyrir ofbeldi eða áreitni innan samtakanna til þess að láta vita. „Algjörlega og sérstaklega í okkar daglegu störfum þá er það algjört forgangsmál að það er alltaf hlustað og tekið tillit til slíkra kvartana og við stöndum með þolendum, alltaf. Það sem hægt er að gera í liðnum atburðum viljum við koma að eins vel og við getum.“ Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi Mál Einars Hermannssonar MeToo Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Jódís Skúladóttir, þingmaður VG og fyrrum skjólstæðingur SÁÁ sagði í kvöldfréttum okkar í gær að starfsmaður samtakanna hefði misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan Samtakanna og telur að þar viðgangist ófagleg vinnubrögð, sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna. Starfsmaðurinn starfar enn hjá samtökunum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi segir að ofbeldismál séu litin alvarlegum augum og þau líðist ekki meðferðarstarfinu. Hún segir ömurlegt að heyra af reynslu kvenna og segir samtökin á vegferð breytinga. „Við erum búin að vera á vegferð að breyta mjög miklu hjá okkur síðustu árin og erum áfram á þeirri vegferð. Það er bara varðandi nálgun sjúklinga, áfallamiðaða nálgun og meiri kynjaskiptingu og allt til þess að stuðla að öryggi sjúklinga. Ef við verðum þess áskynja að það sé eitthvað ofbeldi eða áreiti hvort sem það er sjúklingur eða starfsmaður þá er brugðist við því strax og af miklum alvarleika,“ sagði Valgerður. Forgangsmál að hlusta á þolendur Valgerður hvetur alla sem orðið hafi fyrir ofbeldi eða áreitni innan samtakanna til þess að láta vita. „Algjörlega og sérstaklega í okkar daglegu störfum þá er það algjört forgangsmál að það er alltaf hlustað og tekið tillit til slíkra kvartana og við stöndum með þolendum, alltaf. Það sem hægt er að gera í liðnum atburðum viljum við koma að eins vel og við getum.“
Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi Mál Einars Hermannssonar MeToo Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38