Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 16:24 Úkraínskur hermaður á víglínunni í austurhluta landsins. AP/Evgeniy Maloletka Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. Fyrr í dag hafði Andrei Turchak, þingmaður og háttsettur meðlimur Sameinaðs Rússlands, slegið á svipaða strengi og sagt að flokkurinn hefði miklar áhyggjur af vopnasendingum til Úkraínu, samkvæmt frétt Moscow Times. Skömmu eftir innrás Rússa á Krímskaga árið 2014 gerðu aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu vart um sig og lögðu undir sig hluta landsins. Rússar hafa stutt við bakið á þeim og meðal annars með því að senda hermenn og vopn til þeirra. Vert er að benda á að loftvarnaeldflaugin sem aðskilnaðarsinnar notuðu til að skjóta niður farþegaþotuna MH17 árið 2014. Sjá einnig: Saka Bandaríkin um að auka spennu í Austur-Evrópu Yfirvöld í Kænugarði áætla að átökin í austurhluta landsins hafi kostað um fimmtán þúsund manns lífið. Nú hafa Rússar komið tugum þúsunda hermanna fyrir við landamæri Úkraínu og halda umfangsmiklar heræfingar hringinn í kringum landið. Óttast er að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Ráðamenn í Rússlandi krefjast þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Ekki stendur til að verða við þessum kröfum. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Yfirvöld í Kænugarði hafa á undanförnum dögum sagt að Rússar séu ekki með nægilega marga hermenn til staðar til að gera allsherjarinnrás í Úkraínu. Úkraína Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Myndi íhuga að refsa Pútín sjálfum geri Rússar innrás Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að hann myndi íhuga að beita Vladímir Pútín, forseta Rússlands, persónulegum refsiaðgerðum ráðist Rússar inn í Úkraínu. 25. janúar 2022 20:26 Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. 23. janúar 2022 11:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Fyrr í dag hafði Andrei Turchak, þingmaður og háttsettur meðlimur Sameinaðs Rússlands, slegið á svipaða strengi og sagt að flokkurinn hefði miklar áhyggjur af vopnasendingum til Úkraínu, samkvæmt frétt Moscow Times. Skömmu eftir innrás Rússa á Krímskaga árið 2014 gerðu aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu vart um sig og lögðu undir sig hluta landsins. Rússar hafa stutt við bakið á þeim og meðal annars með því að senda hermenn og vopn til þeirra. Vert er að benda á að loftvarnaeldflaugin sem aðskilnaðarsinnar notuðu til að skjóta niður farþegaþotuna MH17 árið 2014. Sjá einnig: Saka Bandaríkin um að auka spennu í Austur-Evrópu Yfirvöld í Kænugarði áætla að átökin í austurhluta landsins hafi kostað um fimmtán þúsund manns lífið. Nú hafa Rússar komið tugum þúsunda hermanna fyrir við landamæri Úkraínu og halda umfangsmiklar heræfingar hringinn í kringum landið. Óttast er að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Ráðamenn í Rússlandi krefjast þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Ekki stendur til að verða við þessum kröfum. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Yfirvöld í Kænugarði hafa á undanförnum dögum sagt að Rússar séu ekki með nægilega marga hermenn til staðar til að gera allsherjarinnrás í Úkraínu.
Úkraína Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Myndi íhuga að refsa Pútín sjálfum geri Rússar innrás Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að hann myndi íhuga að beita Vladímir Pútín, forseta Rússlands, persónulegum refsiaðgerðum ráðist Rússar inn í Úkraínu. 25. janúar 2022 20:26 Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. 23. janúar 2022 11:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Myndi íhuga að refsa Pútín sjálfum geri Rússar innrás Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að hann myndi íhuga að beita Vladímir Pútín, forseta Rússlands, persónulegum refsiaðgerðum ráðist Rússar inn í Úkraínu. 25. janúar 2022 20:26
Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24
Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. 23. janúar 2022 11:30