Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2022 11:40 Frá sendiráði Rússlands í Berlín. EPA/FELIPE TRUEBA Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir njósnir í Þýskalandi. Maðurinn starfaði hjá háskóla í Bæjaralandi en er sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til leyniþjónustu Rússlands og þá sérstaklega upplýsingum um þróun Ariane-eldflauga. Vísindamaðurinn, sem heitir Ilnur N. var handtekinn síðasta sumar og var hann ákærður í desember. Ákærurnar voru hins vegar ekki opinberaðar fyrr en í dag. Sjá einnig: Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Samkvæmt frétt DW er maðurinn sakaður um að hafa orðið útsendari fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands, um haustið 2019. Hann er sakaður um að hafa hitt rússneskan njósnara reglulega og fengið um 2.500 evrur fyrir tæknilegar upplýsingar. Meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa útvegað Rússum upplýsingar um Ariane eldflaugarnar. Þær eru notaðar af Geimvísindastofnun Evrópu til að koma þungum förmum og gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar hafa Þjóðverjar uppgötvað þó nokkur tilfelli njósna Rússa í Þýskalandi á undanförnum árum. Má þar nefna það að rússneskur maður var nýverið dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Vadim Krasikov er talinn hafa myrt Zelimkhan Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litladýragarðinum í Berlín Þá var Þjóðverji ákærður í febrúar í fyrra fyrir að útvega manni sem talinn var vera rússneskur njósnari teiknara og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Vandræði í rússneskum geimiðnaði Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands, sem hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Eldflaugarnar eru þó orðnar gamlar og hefur hægt verulega á geimskotum frá Baikonur í Kasakstan. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Gagnrýndu forsvarsmenn Roscosmos harðlega Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá, samkvæmt frétt Ars Technica um greinina. Því var haldið fram að Roscosmos skorti hæft starfsfólk og notaðist við úr sér genginn búnað og tækni. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Höfundur greinarinnar fjallaði einnig um það að allur geimiðnaður Rússa stæði og félli á því að sérstök efni sem notuð eru til að framleiða eldsneyti fyrir Soyuz eldflaugarnar bærust frá Þýskalandi. Í rauninni gætu Vesturveldin svokölluðu auðveldlega stöðvað geimiðnað Rússa. Rússland Þýskaland Geimurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vísindamaðurinn, sem heitir Ilnur N. var handtekinn síðasta sumar og var hann ákærður í desember. Ákærurnar voru hins vegar ekki opinberaðar fyrr en í dag. Sjá einnig: Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Samkvæmt frétt DW er maðurinn sakaður um að hafa orðið útsendari fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands, um haustið 2019. Hann er sakaður um að hafa hitt rússneskan njósnara reglulega og fengið um 2.500 evrur fyrir tæknilegar upplýsingar. Meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa útvegað Rússum upplýsingar um Ariane eldflaugarnar. Þær eru notaðar af Geimvísindastofnun Evrópu til að koma þungum förmum og gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar hafa Þjóðverjar uppgötvað þó nokkur tilfelli njósna Rússa í Þýskalandi á undanförnum árum. Má þar nefna það að rússneskur maður var nýverið dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Vadim Krasikov er talinn hafa myrt Zelimkhan Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litladýragarðinum í Berlín Þá var Þjóðverji ákærður í febrúar í fyrra fyrir að útvega manni sem talinn var vera rússneskur njósnari teiknara og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Vandræði í rússneskum geimiðnaði Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands, sem hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Eldflaugarnar eru þó orðnar gamlar og hefur hægt verulega á geimskotum frá Baikonur í Kasakstan. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Gagnrýndu forsvarsmenn Roscosmos harðlega Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá, samkvæmt frétt Ars Technica um greinina. Því var haldið fram að Roscosmos skorti hæft starfsfólk og notaðist við úr sér genginn búnað og tækni. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Höfundur greinarinnar fjallaði einnig um það að allur geimiðnaður Rússa stæði og félli á því að sérstök efni sem notuð eru til að framleiða eldsneyti fyrir Soyuz eldflaugarnar bærust frá Þýskalandi. Í rauninni gætu Vesturveldin svokölluðu auðveldlega stöðvað geimiðnað Rússa.
Rússland Þýskaland Geimurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira