Andlegt brjósklos Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2022 13:01 Við skulum ímynda okkur aðstæður. Maður nokkur er að bera nokkra þunga kassa upp fjórar hæðir í lyftulausri blokk. Fjölskyldan bráðum að flytja og ekki úr vegi að koma nokkrum kössum inn til að létta á fyrir næstu vikur. Ekki er vitað nákvæmlega hvað hver kassi er þungur en ætla má að þyngdin sé þannig að hann þurfi að stoppa inn á milli á stigapöllum til að ná andanum. Strengirnir munu líklega segja vel til sín næstu daga og hann þarf mögulega að taka smá hvíld þegar heim er komið. Maðurinn sér strax eftir því að hafa ekki bara beðið um aðstoð frá vinum sínum. Þegar næst síðasti kassinn er borinn upp finnur hann hins vegar smell í bakinu og á eftir fylgja stingandi verkir niður í hægri löpp ásamt dofa. Hann missir kassann úr höndunum, fellur niður og hringir á sjúkrabíl. Eftir talsverða bið og rannsóknir á spítala er staðfest brjósklos. Hann neyðist til að taka sér leyfi úr vinnu, að minnsta kosti í nokkra mánuði, meðan hann fer í aðgerð og sinnir endurhæfingu. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa honum í þessum kvölum og því verkefni sem framundan er. Ímyndið ykkur núna að kassarnir séu tákn fyrir streituvalda, álag og andleg veikindi. Stiginn gæti verið tákn fyrir lífið. Stundum og fyrir suma er ekkert mál að hlaupa upp nokkrar hæðir en það getur hins vegar verið áskorun með þunga kassa. Já eða ef fólk glímir við stoðkerfisvandamál eða jafnvel fötlun. Maðurinn vill jú sinna þessu sjálfur og telur enga þörf á að heyra í neinum til að bera nokkra kassa – þeir eru jú ekki það þungir að hann ráði ekki við þá. Það er nefnilega oft eins með álag og streituvalda. Fólk telur sig geta ráðið við að sinna því sjálft og bæta ofan á. Þar til það getur það ekki. Fólk fær andlega kvilla á borð við kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun eða jafnvel taugaáfall, þó það heyri ekki til formlegrar greiningar. Sumir þróa með sér alvarlegri geðsjúkdóma. Fólk verður óvinnufært, tímabundið eða til lengri tíma. Þeir sem veikjast hvað verst snúa aldrei aftur á vinnumarkað eða út í lífið sjálft ef því er að skipta og þess má geta að árið 2020 féllu 47 manns fyrir eigin hendi á Íslandi (Sjálfsvíg – tölur, 2021). Samfélagið virðist þó ekki gera þessum alvarlegu og andlegu veikindum jafn hátt undir höfði og þeim líkamlegu, þó viðhorfið sé sem betur fer að breytast til batnaðar með vitundarvakningu um mikilvægi andlegrar heilsu. Það virðist vera þægilegra og minna vandræðalegt að „réttlæta“ til dæmis leyfi frá vinnu eða skilafresti í námi þegar manneskja hefur staðfestingu á líkamlegum veikindum. Þá virðast einstaklingar frekar reiðubúnir að ræða líkamlegu veikindin opinskátt en þau andlegu, ásamt því að leita sér frekar aðstoðar. Það hljómar einhvern veginn betur að mæta í sjúkraþjálfun en til sálfræðings eða geðlæknis þó einfaldlega sé um að ræða efnaskipti í heila, sem er jafnframt eitt okkar mikilvægasta líffæri. Við erum komin vel á veg með hjálp góðrar fræðslu og samtaka eins og Geðhjálpar og Píeta samtakanna sem er ánægjulegt, en betur má ef duga skal. Þetta á sérstaklega við núna í kjölfar heimsfaraldurs þegar leiða má líkur að því að ótti, félagsleg einangrun og sjálfsbjargarþörf hafi ráðið för hjá okkur flestum. Ekki allir munu þurfa að leita einhverskonar aðstoðar og sumir munu ekki leita hennar þrátt fyrir að þörf sé á, en skilningur fyrir hvoru tveggja er nauðsynlegur. Mikilvægt er að opna enn frekar á umræðuna um andleg veikindi afnema það tabú sem oft virðist fylgja henni, til hagsbóta fyrir okkur öll. Það er nefnilega erfitt að útskýra andlegt brjósklos. Höfundur er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og áhugakona um geðheilbrigði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við skulum ímynda okkur aðstæður. Maður nokkur er að bera nokkra þunga kassa upp fjórar hæðir í lyftulausri blokk. Fjölskyldan bráðum að flytja og ekki úr vegi að koma nokkrum kössum inn til að létta á fyrir næstu vikur. Ekki er vitað nákvæmlega hvað hver kassi er þungur en ætla má að þyngdin sé þannig að hann þurfi að stoppa inn á milli á stigapöllum til að ná andanum. Strengirnir munu líklega segja vel til sín næstu daga og hann þarf mögulega að taka smá hvíld þegar heim er komið. Maðurinn sér strax eftir því að hafa ekki bara beðið um aðstoð frá vinum sínum. Þegar næst síðasti kassinn er borinn upp finnur hann hins vegar smell í bakinu og á eftir fylgja stingandi verkir niður í hægri löpp ásamt dofa. Hann missir kassann úr höndunum, fellur niður og hringir á sjúkrabíl. Eftir talsverða bið og rannsóknir á spítala er staðfest brjósklos. Hann neyðist til að taka sér leyfi úr vinnu, að minnsta kosti í nokkra mánuði, meðan hann fer í aðgerð og sinnir endurhæfingu. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa honum í þessum kvölum og því verkefni sem framundan er. Ímyndið ykkur núna að kassarnir séu tákn fyrir streituvalda, álag og andleg veikindi. Stiginn gæti verið tákn fyrir lífið. Stundum og fyrir suma er ekkert mál að hlaupa upp nokkrar hæðir en það getur hins vegar verið áskorun með þunga kassa. Já eða ef fólk glímir við stoðkerfisvandamál eða jafnvel fötlun. Maðurinn vill jú sinna þessu sjálfur og telur enga þörf á að heyra í neinum til að bera nokkra kassa – þeir eru jú ekki það þungir að hann ráði ekki við þá. Það er nefnilega oft eins með álag og streituvalda. Fólk telur sig geta ráðið við að sinna því sjálft og bæta ofan á. Þar til það getur það ekki. Fólk fær andlega kvilla á borð við kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun eða jafnvel taugaáfall, þó það heyri ekki til formlegrar greiningar. Sumir þróa með sér alvarlegri geðsjúkdóma. Fólk verður óvinnufært, tímabundið eða til lengri tíma. Þeir sem veikjast hvað verst snúa aldrei aftur á vinnumarkað eða út í lífið sjálft ef því er að skipta og þess má geta að árið 2020 féllu 47 manns fyrir eigin hendi á Íslandi (Sjálfsvíg – tölur, 2021). Samfélagið virðist þó ekki gera þessum alvarlegu og andlegu veikindum jafn hátt undir höfði og þeim líkamlegu, þó viðhorfið sé sem betur fer að breytast til batnaðar með vitundarvakningu um mikilvægi andlegrar heilsu. Það virðist vera þægilegra og minna vandræðalegt að „réttlæta“ til dæmis leyfi frá vinnu eða skilafresti í námi þegar manneskja hefur staðfestingu á líkamlegum veikindum. Þá virðast einstaklingar frekar reiðubúnir að ræða líkamlegu veikindin opinskátt en þau andlegu, ásamt því að leita sér frekar aðstoðar. Það hljómar einhvern veginn betur að mæta í sjúkraþjálfun en til sálfræðings eða geðlæknis þó einfaldlega sé um að ræða efnaskipti í heila, sem er jafnframt eitt okkar mikilvægasta líffæri. Við erum komin vel á veg með hjálp góðrar fræðslu og samtaka eins og Geðhjálpar og Píeta samtakanna sem er ánægjulegt, en betur má ef duga skal. Þetta á sérstaklega við núna í kjölfar heimsfaraldurs þegar leiða má líkur að því að ótti, félagsleg einangrun og sjálfsbjargarþörf hafi ráðið för hjá okkur flestum. Ekki allir munu þurfa að leita einhverskonar aðstoðar og sumir munu ekki leita hennar þrátt fyrir að þörf sé á, en skilningur fyrir hvoru tveggja er nauðsynlegur. Mikilvægt er að opna enn frekar á umræðuna um andleg veikindi afnema það tabú sem oft virðist fylgja henni, til hagsbóta fyrir okkur öll. Það er nefnilega erfitt að útskýra andlegt brjósklos. Höfundur er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og áhugakona um geðheilbrigði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun