Lífið

Villi Neto fær lífs­gleðina frá Lenu sem féll frá of snemma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Villi Neto er einn skemmtilegasti maður landsins. 
Villi Neto er einn skemmtilegasti maður landsins. 

Vilhelm Neto er nýjasti gestur Dóru Júlíu í þáttunum Þetta reddast.

Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur en hún fór af stað með matreiðsluþætti undir loks síðasta árs á Stöð 2.

Í þáttunum fær Dóra til sín góða gesti og með aðstoð þeirra matreiðir hún fram misglæsilega rétti og kynnist viðmælendum sínum í leiðinni.

Í gærkvöldi mætti leikarinn og uppistandarinn Vilhelm Neto og matreiddu þau saman portúgalskan rétt sem Villi Neto ætti að kannast vel við þar sem hann er frá Portúgal.

Villi er sérfræðingur að matreiða Chillirétt. Í þættinum talaði hann um fjölskylduvinkonu sem féll frá langt fyrir aldur fram og lýsti henni sem lífsglöðustu manneskju sem hann hefði kynnst um ævina. Hann átti erfitt með að ræða hana Lenu.

„Maður leyfir oft röfli og neikvæðni að taka yfir en maður reynir að hafa jákvæðni að leiðarljósi. Allt fallegasta fólk sem ég hef kynnst um ævina er lífsglatt fólk og maður vill heiðra það. Meira segja elsku Lena var lífsglaðasta manneskja sem ég hef kynnst,“ segir Vilhelm.

„Hún var bara fjölskylduvinkona sem fór frá okkur allt of snemma. Mér finnst mjög erfitt að tala um hana.

Klippa: Lífsglaða Lena hafði mikil áhrifa á Vilhelm Neto





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.