Strákarnir okkar í tvísýnt umspil ef þeir fá ekki HM-miða í dag Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2022 08:41 Íslenska liðið endar annað hvort í 5. eða 6. sæti á EM en mikill munur er á virði þessara sæta. Getty/Jure Erzen Þrettán þjóðir hafa tryggt sér sæti á HM karla í handbolta á næsta ári og Ísland eða Noregur bætist í þann hóp síðar í dag. Ísland og Noregur mætast í leik um 5. sæti á EM klukkan 14.30 og með sigri getur Ísland jafnað sinn þriðja besta árangur í sögu EM. Það sem er þó mikilvægara er að leikurinn snýst um að fá öruggan farseðil á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Aðeins þrír HM-farseðlar eru í boði á EM en þar sem að dönsku heimsmeistararnir og sænsku gestgjafarnir eru þegar með örugg HM-sæti hafa hin liðin í undanúrslitum, Frakkland og Spánn, nú tryggt sér sæti á HM og það gerir einnig Ísland eða Noregur í dag. Gætu lent gegn Portúgal eða Slóveníu Tapliðið í leik Noregs og Íslands þarf að fara í tveggja leikja umspil í apríl og gæti lent gegn erfiðum andstæðingi á borð við Portúgal, Hvíta-Rússland eða Slóveníu, en einnig auðveldari andstæðingum. Það að hafa komist áfram úr sínum riðli á EM tryggði Íslandi hins vegar það að fari liðið í umspil þarf það þó ekki að mæta neinu af þessum liðum í umspili: Króatíu, Þýskalandi, Ungverjalandi, Tékklandi, Svartfjallalandi, Hollandi, Rússlandi eða Serbíu. Þau verða öll, ásamt Noregi eða Íslandi, í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í HM-umspilið. Hvaða lið eru komin á HM? Alls leika 32 lið á HM á næsta ári rétt eins og á heimsmeistaramótinu fyrir ári síðan í Egyptalandi, þegar þeim var fjölgað úr 24. Evrópsku liðin sem eru nú þegar örugg um sæti á HM eru gestgjafar Póllands og Svíþjóðar, heimsmeistarar Danmerkur, og nú Frakkland og Spánn. Á Asíumótinu sem nú stendur yfir hefur Aron Kristjánsson stýrt Barein til HM-sætis, og Íran, Katar og Sádi-Arabía einnig tryggt sér HM-sæti. Í Suður-Ameríku hafa Argentína, Brasilía, Síle og Úrúgvæ gert slíkt hið sama. Afríkumótið fer ekki fram fyrr en í sumar og óljóst er hvenær Norður-Ameríkumótið fer fram. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Bjöggi klár í leikinn bæði sem leikmaður og áhorfandi: Hvað segir EHF? Björgvin Páll Gústavsson vonast eftir því að fá að spila um fimmta sætið á EM með íslenska landsliðinu en það ræðst ekki fyrr en eftir kórónuveirupróf í dag. 28. janúar 2022 08:23 „Eitt mesta svekkelsið á ferlinum“ Bjarki Már Elísson var hundfúll morguninn eftir að ljóst var að Ísland kæmist ekki í undanúrslit á EM og hann fór ekkert leynt með það. 28. janúar 2022 08:00 Fimm Íslendingar tilnefndir í úrvalslið Evrópumótsins Fimm Íslendingar eru tilnefndir í úrvalslið Evrópumótsins í handbolta, en sex leikmenn hafa verið tilnefndir í hverja stöðu fyrir sig. 27. janúar 2022 20:31 Árangurinn kostað tugi milljóna og HSÍ biðlar til fólks og fyrirtækja Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að leita til íslensku þjóðarinnar eftir fjárstuðningi vegna mikils kostnaðar við Evrópumótið sem nú er að klárast. 27. janúar 2022 15:01 Tveir smituðust fyrir leikinn við Ísland og læknirinn óttast fleiri smit Markvörðurinn Torbjörn Bergerud og línumaðurinn Magnus Gullerud verða ekki með Noregi á morgun í leiknum mikilvæga við Ísland um HM-farseðil og 5. sæti á EM í handbolta. 27. janúar 2022 13:01 Ómar Ingi nálægt markakóngstitli Eftir mörkin ellefu gegn Svartfjallalandi í gær er Ómar Ingi Magnússon orðinn markahæstur á Evrópumótinu í handbolta með 49 mörk í sjö leikjum. 27. janúar 2022 10:01 Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland og Noregur mætast í leik um 5. sæti á EM klukkan 14.30 og með sigri getur Ísland jafnað sinn þriðja besta árangur í sögu EM. Það sem er þó mikilvægara er að leikurinn snýst um að fá öruggan farseðil á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Aðeins þrír HM-farseðlar eru í boði á EM en þar sem að dönsku heimsmeistararnir og sænsku gestgjafarnir eru þegar með örugg HM-sæti hafa hin liðin í undanúrslitum, Frakkland og Spánn, nú tryggt sér sæti á HM og það gerir einnig Ísland eða Noregur í dag. Gætu lent gegn Portúgal eða Slóveníu Tapliðið í leik Noregs og Íslands þarf að fara í tveggja leikja umspil í apríl og gæti lent gegn erfiðum andstæðingi á borð við Portúgal, Hvíta-Rússland eða Slóveníu, en einnig auðveldari andstæðingum. Það að hafa komist áfram úr sínum riðli á EM tryggði Íslandi hins vegar það að fari liðið í umspil þarf það þó ekki að mæta neinu af þessum liðum í umspili: Króatíu, Þýskalandi, Ungverjalandi, Tékklandi, Svartfjallalandi, Hollandi, Rússlandi eða Serbíu. Þau verða öll, ásamt Noregi eða Íslandi, í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í HM-umspilið. Hvaða lið eru komin á HM? Alls leika 32 lið á HM á næsta ári rétt eins og á heimsmeistaramótinu fyrir ári síðan í Egyptalandi, þegar þeim var fjölgað úr 24. Evrópsku liðin sem eru nú þegar örugg um sæti á HM eru gestgjafar Póllands og Svíþjóðar, heimsmeistarar Danmerkur, og nú Frakkland og Spánn. Á Asíumótinu sem nú stendur yfir hefur Aron Kristjánsson stýrt Barein til HM-sætis, og Íran, Katar og Sádi-Arabía einnig tryggt sér HM-sæti. Í Suður-Ameríku hafa Argentína, Brasilía, Síle og Úrúgvæ gert slíkt hið sama. Afríkumótið fer ekki fram fyrr en í sumar og óljóst er hvenær Norður-Ameríkumótið fer fram.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Bjöggi klár í leikinn bæði sem leikmaður og áhorfandi: Hvað segir EHF? Björgvin Páll Gústavsson vonast eftir því að fá að spila um fimmta sætið á EM með íslenska landsliðinu en það ræðst ekki fyrr en eftir kórónuveirupróf í dag. 28. janúar 2022 08:23 „Eitt mesta svekkelsið á ferlinum“ Bjarki Már Elísson var hundfúll morguninn eftir að ljóst var að Ísland kæmist ekki í undanúrslit á EM og hann fór ekkert leynt með það. 28. janúar 2022 08:00 Fimm Íslendingar tilnefndir í úrvalslið Evrópumótsins Fimm Íslendingar eru tilnefndir í úrvalslið Evrópumótsins í handbolta, en sex leikmenn hafa verið tilnefndir í hverja stöðu fyrir sig. 27. janúar 2022 20:31 Árangurinn kostað tugi milljóna og HSÍ biðlar til fólks og fyrirtækja Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að leita til íslensku þjóðarinnar eftir fjárstuðningi vegna mikils kostnaðar við Evrópumótið sem nú er að klárast. 27. janúar 2022 15:01 Tveir smituðust fyrir leikinn við Ísland og læknirinn óttast fleiri smit Markvörðurinn Torbjörn Bergerud og línumaðurinn Magnus Gullerud verða ekki með Noregi á morgun í leiknum mikilvæga við Ísland um HM-farseðil og 5. sæti á EM í handbolta. 27. janúar 2022 13:01 Ómar Ingi nálægt markakóngstitli Eftir mörkin ellefu gegn Svartfjallalandi í gær er Ómar Ingi Magnússon orðinn markahæstur á Evrópumótinu í handbolta með 49 mörk í sjö leikjum. 27. janúar 2022 10:01 Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Sjá meira
Bjöggi klár í leikinn bæði sem leikmaður og áhorfandi: Hvað segir EHF? Björgvin Páll Gústavsson vonast eftir því að fá að spila um fimmta sætið á EM með íslenska landsliðinu en það ræðst ekki fyrr en eftir kórónuveirupróf í dag. 28. janúar 2022 08:23
„Eitt mesta svekkelsið á ferlinum“ Bjarki Már Elísson var hundfúll morguninn eftir að ljóst var að Ísland kæmist ekki í undanúrslit á EM og hann fór ekkert leynt með það. 28. janúar 2022 08:00
Fimm Íslendingar tilnefndir í úrvalslið Evrópumótsins Fimm Íslendingar eru tilnefndir í úrvalslið Evrópumótsins í handbolta, en sex leikmenn hafa verið tilnefndir í hverja stöðu fyrir sig. 27. janúar 2022 20:31
Árangurinn kostað tugi milljóna og HSÍ biðlar til fólks og fyrirtækja Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að leita til íslensku þjóðarinnar eftir fjárstuðningi vegna mikils kostnaðar við Evrópumótið sem nú er að klárast. 27. janúar 2022 15:01
Tveir smituðust fyrir leikinn við Ísland og læknirinn óttast fleiri smit Markvörðurinn Torbjörn Bergerud og línumaðurinn Magnus Gullerud verða ekki með Noregi á morgun í leiknum mikilvæga við Ísland um HM-farseðil og 5. sæti á EM í handbolta. 27. janúar 2022 13:01
Ómar Ingi nálægt markakóngstitli Eftir mörkin ellefu gegn Svartfjallalandi í gær er Ómar Ingi Magnússon orðinn markahæstur á Evrópumótinu í handbolta með 49 mörk í sjö leikjum. 27. janúar 2022 10:01