Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Snorri Másson skrifar 30. janúar 2022 22:30 Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson hafa verið viðfangsefni gríns hjá Íslendingum allar götur síðan þeir fóru í afdrifaríkt viðtal sem rosalega ungir Framsóknarmenn á Sauðárkróki árið 2014. N4/Vísir Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. Það eru tæp átta ár síðan Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson slógu í gegn í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. Þeir eru báðir frá Sauðárkróki en búa nú í Reykjavík, þar sem Gunnar er í kennaranámi og Róbert í fjarnámi í stjórnun ferðaþjónustu. Strákarnir eru enn bestu vinir. „Reglulega þegar maður fer á TikTok sér maður sjálfan sig,“ segir Gunnar, sem hefur verið tekinn ívið meira fyrir af gárungunum en Róbert. Róbert veit af hverju. „Hann átti náttúrulega hverja línu á fætur annarri þarna, bæði kakan og svo bænin.“ „Góð auglýsing fyrir smokka“ „Við erum náttúrulega ekki nógu gamlir til að fara í unga Framsóknarmenn sem er 16 ára og eldri, þannig að við ákváðum að hafa þetta rosalega ungir Framsóknarmenn,“ sagði Gunnar Ásgrímsson, þrettán ára. Í athugasemdum við myndbandið eru sumir beinlínis hneykslaðir á hegðun unglinganna. „Af hverju eru þessar fertugu konur að þykjast vera grunnskólanemar?“ spyr einn. „Væri góð auglýsing fyrir smokka,“ skrifar annar. Fyrir utan pólitískan eldmóð, vöktu kakan og bænin sérstaka athygli. Kakan: Salthnetur og karamella, „skemmtileg og góð kaka“ eins og maðurinn sagði. Við smökkum eins köku í innslaginu hér að ofan. Bænin: „Takk fyrir ömmu, takk fyrir pabba og mömmu, Ísland og hreina vatnið, og takk fyrir að Framsókn sé í ríkisstjórn.“ En er það heppni að Framsókn sé í stjórn, spyr spyrillinn þá, María Björn Ingvadóttir. Svarið: „Ja, ekki beint heppni, heldur bara... sjálfsagt.“ Framsókn er enn í ríkisstjórn í dag og í því ljósi bendir Gunnar á hið augljósa, að bænin sé sígild. Sá ljósið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn Átta ár eru langur tími í pólitík. Róbert Smári hefur, líkt og faðir sinn Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra haft flokkaskipti frá því að viðtalið var tekið. En í tilfelli sonarins varð Miðflokkurinn ekki fyrir valinu heldur Sjálfstæðisflokkur. „Ætli maður hafi ekki bara séð ljósið. Það er svona þegar maður er alinn upp við eitthvað og svo þroskast maður,“ segir Róbert. Gunnar er svekktur: „Ég segi það nú um marga vini mína að þeir halda margir að þeir séu sjálfstæðismenn. En það er ekki meira en það. Þetta hefur engin áhrif á vinskapinn. Svo er ég kannski bara enn þá í afneitun um að hann sé farinn yfir.“ Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Það eru tæp átta ár síðan Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson slógu í gegn í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. Þeir eru báðir frá Sauðárkróki en búa nú í Reykjavík, þar sem Gunnar er í kennaranámi og Róbert í fjarnámi í stjórnun ferðaþjónustu. Strákarnir eru enn bestu vinir. „Reglulega þegar maður fer á TikTok sér maður sjálfan sig,“ segir Gunnar, sem hefur verið tekinn ívið meira fyrir af gárungunum en Róbert. Róbert veit af hverju. „Hann átti náttúrulega hverja línu á fætur annarri þarna, bæði kakan og svo bænin.“ „Góð auglýsing fyrir smokka“ „Við erum náttúrulega ekki nógu gamlir til að fara í unga Framsóknarmenn sem er 16 ára og eldri, þannig að við ákváðum að hafa þetta rosalega ungir Framsóknarmenn,“ sagði Gunnar Ásgrímsson, þrettán ára. Í athugasemdum við myndbandið eru sumir beinlínis hneykslaðir á hegðun unglinganna. „Af hverju eru þessar fertugu konur að þykjast vera grunnskólanemar?“ spyr einn. „Væri góð auglýsing fyrir smokka,“ skrifar annar. Fyrir utan pólitískan eldmóð, vöktu kakan og bænin sérstaka athygli. Kakan: Salthnetur og karamella, „skemmtileg og góð kaka“ eins og maðurinn sagði. Við smökkum eins köku í innslaginu hér að ofan. Bænin: „Takk fyrir ömmu, takk fyrir pabba og mömmu, Ísland og hreina vatnið, og takk fyrir að Framsókn sé í ríkisstjórn.“ En er það heppni að Framsókn sé í stjórn, spyr spyrillinn þá, María Björn Ingvadóttir. Svarið: „Ja, ekki beint heppni, heldur bara... sjálfsagt.“ Framsókn er enn í ríkisstjórn í dag og í því ljósi bendir Gunnar á hið augljósa, að bænin sé sígild. Sá ljósið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn Átta ár eru langur tími í pólitík. Róbert Smári hefur, líkt og faðir sinn Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra haft flokkaskipti frá því að viðtalið var tekið. En í tilfelli sonarins varð Miðflokkurinn ekki fyrir valinu heldur Sjálfstæðisflokkur. „Ætli maður hafi ekki bara séð ljósið. Það er svona þegar maður er alinn upp við eitthvað og svo þroskast maður,“ segir Róbert. Gunnar er svekktur: „Ég segi það nú um marga vini mína að þeir halda margir að þeir séu sjálfstæðismenn. En það er ekki meira en það. Þetta hefur engin áhrif á vinskapinn. Svo er ég kannski bara enn þá í afneitun um að hann sé farinn yfir.“
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira