Handbolti

Mæta Austurríki eða Eistlandi í HM umspilinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
HM umspil í apríl.
HM umspil í apríl. vísir/getty

Íslenska landsliðið í handbolta mun mæta sigurvegurum úr einvígi Austurríkis og Eistlands í umspili um laust sæti á HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í byrjun árs 2023.

Dregið var í umspilið í Búdapest í dag en níu Evrópuþjóðir munu bætast við þær fimm þjóðir sem þegar hafa tryggt sér sæti á HM í handbolta 2023.

Norðmenn tryggðu sér farseðil á HM með dramatískum sigri á Íslandi í framlengdum leik um 5.sæti á EM í gær og því var Ísland í pottinum í dag.

Íslendingar geta þokkalega vel við unað en möguleiki var á að mæta sterkum liðum á borð við Slóveníu eða Portúgal.

Leika á heima og að heiman og fara leikirnir fram um miðjan aprílmánuð. Þó er óvíst hvort  íslenska landsliðinu verði fundinn leikhæfur keppnisstaður hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×