15 mínútna hverfið Stein Olav Romslo skrifar 30. janúar 2022 07:01 Eftir að ég flutti frá Þrándheimi til Reykjavíkur hef ég oft verið spurður hvernig það er að búa hér. Einfalda svarið er að það er ekki mikill munur. Þrándheimur og Reykjavík eru að mörgu leyti svipaðar borgir. Til að mynda er íbúafjöldinn í Þrándheimi og hér á höfuðborgarsvæðinu um það bil sá sami. Háskólinn er stór vinnustaður rétt utan við miðbæinn og breiðir þjóðvegir fara beint í gegnum stór íbúahverfi. Hins vegar er raunhæft fyrir íbúa Þrándheims að nota almenningssamgöngur til allra sinna ferða dags daglega. Strætó gengur mjög reglulega í gegnum borgina allan daginn og meira að segja alla nóttina um helgar. Þar er hægt að bregða sér á næstu strætóstoppistöð án þess að athuga hvenær strætó kemur, enda má alltaf treysta því að hann komi innan nokkurra mínútna. Við eigum að stefna ótrauð að því að staða almenningssamgangna verði líka svona um alla Reykjavík strax á næstu árum. Stefna borgarinnar um 15 mínútna hverfið er mikilvæg og ég nýt góðs af henni á hverjum degi - en við verðum að halda áfram. Ég er heppinn að geta gengið í vinnuna, út í búð og niður í bæ, tekið strætó eða rafhlaupahjól nær hvert sem er. En þetta verður að vera hægt sama hvar í borginni við búum – til þess þarf að stórefla almenningssamgöngur í allri Reykjavík og standa vörð um hugmyndafræði Borgarlínu. Tryggjum saman að Borgarlínan verði öflugt almenningssamgöngunet á höfuðborgarsvæðinu og gerum Reykjavík að enn betri borg! Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarlína Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Eftir að ég flutti frá Þrándheimi til Reykjavíkur hef ég oft verið spurður hvernig það er að búa hér. Einfalda svarið er að það er ekki mikill munur. Þrándheimur og Reykjavík eru að mörgu leyti svipaðar borgir. Til að mynda er íbúafjöldinn í Þrándheimi og hér á höfuðborgarsvæðinu um það bil sá sami. Háskólinn er stór vinnustaður rétt utan við miðbæinn og breiðir þjóðvegir fara beint í gegnum stór íbúahverfi. Hins vegar er raunhæft fyrir íbúa Þrándheims að nota almenningssamgöngur til allra sinna ferða dags daglega. Strætó gengur mjög reglulega í gegnum borgina allan daginn og meira að segja alla nóttina um helgar. Þar er hægt að bregða sér á næstu strætóstoppistöð án þess að athuga hvenær strætó kemur, enda má alltaf treysta því að hann komi innan nokkurra mínútna. Við eigum að stefna ótrauð að því að staða almenningssamgangna verði líka svona um alla Reykjavík strax á næstu árum. Stefna borgarinnar um 15 mínútna hverfið er mikilvæg og ég nýt góðs af henni á hverjum degi - en við verðum að halda áfram. Ég er heppinn að geta gengið í vinnuna, út í búð og niður í bæ, tekið strætó eða rafhlaupahjól nær hvert sem er. En þetta verður að vera hægt sama hvar í borginni við búum – til þess þarf að stórefla almenningssamgöngur í allri Reykjavík og standa vörð um hugmyndafræði Borgarlínu. Tryggjum saman að Borgarlínan verði öflugt almenningssamgöngunet á höfuðborgarsvæðinu og gerum Reykjavík að enn betri borg! Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun