Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Smári Jökull Jónsson skrifar 30. janúar 2022 12:03 Vladimir Putin sést hér á ríkisstjórnarfundi. Vesturlönd hafa hótað viðskiptaþvingunum á Rússa ráðist þeir inn í Úkraínu. Vísir/AP Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir að þessi mögulega fjölgun hermanna myndi senda skýr skilaboð til ráðamanna Rússlands í Kremlin og um leið stuðning til bandamanna Breta innan NATO. Úkraína er ekki meðlimur í NATO og hefur það verið ein helsta krafa Vladimir Putin, forseta Rússlands, að þeim verði ekki boðið þangað inn. Um 900 breskir hermenn eru nú þegar í Eistlandi og nokkur hundruð í viðbót í Úkraínu og Póllandi. Þá kemur til greina að senda bæði vopn og fjármuni til Úkraínu ef af innrás Rússa verður. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda í kortunum Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi hafa allir talað um mögulegar viðskiptaþvinganir til að draga vígtennurnar úr Rússum. Efasemdir hafa þó verið uppi um hversu langt verði gengið í þeim efnum. Málefni Rússlands og Úkraínu voru til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þeir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, og Jón Ólafsson, prófessor, ræddu mögulegar viðskiptaþvinganir. Hér fyrir neðan má hlusta á alla umræðu Alberts og Jóns á Sprengisandi í morgun. Jón ræddi þar Nord Stream gasleiðsluna sem á að taka í notkun fljótlega, en hún flytur gas frá Rússlandi til Þýskalands, og mun lækka verð á gasi í Evrópu verulega. Jón sagði gasverð hafa hækkað undanfarið sem þýðir að verið væri að senda gas í fljótandi formi til Evrópu og það svo selt á hærra verði en áður hefur verið hægt. Eina leiðin fyrir Vladimir Putin að koma þessu gasi á markað og ná enn meiri markaðshlutdeild í Evrópu sé að fá Nord Stream leiðsluna í gang. Ef lokað verði fyrir hana þýði það hærra gasverð í Evrópu. „Þannig að það er vandséð hvort það er verra fyrir Evrópu eða Rússland að loka fyrir þetta. Það er ólíklegt að ímynda sér, að minnsta kosti á meðan hernaðaraðgerðir eru ekki farnar að ógna heimsfriðinum, að fólk sé til í að raunverulega stoppa þetta þó Bandaríkjamenn segjast munu reyna það og hafa alltaf verið á móti þessari leiðslu.“ Rússland Úkraína Bandaríkin Bretland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir að þessi mögulega fjölgun hermanna myndi senda skýr skilaboð til ráðamanna Rússlands í Kremlin og um leið stuðning til bandamanna Breta innan NATO. Úkraína er ekki meðlimur í NATO og hefur það verið ein helsta krafa Vladimir Putin, forseta Rússlands, að þeim verði ekki boðið þangað inn. Um 900 breskir hermenn eru nú þegar í Eistlandi og nokkur hundruð í viðbót í Úkraínu og Póllandi. Þá kemur til greina að senda bæði vopn og fjármuni til Úkraínu ef af innrás Rússa verður. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda í kortunum Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi hafa allir talað um mögulegar viðskiptaþvinganir til að draga vígtennurnar úr Rússum. Efasemdir hafa þó verið uppi um hversu langt verði gengið í þeim efnum. Málefni Rússlands og Úkraínu voru til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þeir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, og Jón Ólafsson, prófessor, ræddu mögulegar viðskiptaþvinganir. Hér fyrir neðan má hlusta á alla umræðu Alberts og Jóns á Sprengisandi í morgun. Jón ræddi þar Nord Stream gasleiðsluna sem á að taka í notkun fljótlega, en hún flytur gas frá Rússlandi til Þýskalands, og mun lækka verð á gasi í Evrópu verulega. Jón sagði gasverð hafa hækkað undanfarið sem þýðir að verið væri að senda gas í fljótandi formi til Evrópu og það svo selt á hærra verði en áður hefur verið hægt. Eina leiðin fyrir Vladimir Putin að koma þessu gasi á markað og ná enn meiri markaðshlutdeild í Evrópu sé að fá Nord Stream leiðsluna í gang. Ef lokað verði fyrir hana þýði það hærra gasverð í Evrópu. „Þannig að það er vandséð hvort það er verra fyrir Evrópu eða Rússland að loka fyrir þetta. Það er ólíklegt að ímynda sér, að minnsta kosti á meðan hernaðaraðgerðir eru ekki farnar að ógna heimsfriðinum, að fólk sé til í að raunverulega stoppa þetta þó Bandaríkjamenn segjast munu reyna það og hafa alltaf verið á móti þessari leiðslu.“
Rússland Úkraína Bandaríkin Bretland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira