Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Smári Jökull Jónsson skrifar 30. janúar 2022 12:03 Vladimir Putin sést hér á ríkisstjórnarfundi. Vesturlönd hafa hótað viðskiptaþvingunum á Rússa ráðist þeir inn í Úkraínu. Vísir/AP Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir að þessi mögulega fjölgun hermanna myndi senda skýr skilaboð til ráðamanna Rússlands í Kremlin og um leið stuðning til bandamanna Breta innan NATO. Úkraína er ekki meðlimur í NATO og hefur það verið ein helsta krafa Vladimir Putin, forseta Rússlands, að þeim verði ekki boðið þangað inn. Um 900 breskir hermenn eru nú þegar í Eistlandi og nokkur hundruð í viðbót í Úkraínu og Póllandi. Þá kemur til greina að senda bæði vopn og fjármuni til Úkraínu ef af innrás Rússa verður. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda í kortunum Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi hafa allir talað um mögulegar viðskiptaþvinganir til að draga vígtennurnar úr Rússum. Efasemdir hafa þó verið uppi um hversu langt verði gengið í þeim efnum. Málefni Rússlands og Úkraínu voru til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þeir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, og Jón Ólafsson, prófessor, ræddu mögulegar viðskiptaþvinganir. Hér fyrir neðan má hlusta á alla umræðu Alberts og Jóns á Sprengisandi í morgun. Jón ræddi þar Nord Stream gasleiðsluna sem á að taka í notkun fljótlega, en hún flytur gas frá Rússlandi til Þýskalands, og mun lækka verð á gasi í Evrópu verulega. Jón sagði gasverð hafa hækkað undanfarið sem þýðir að verið væri að senda gas í fljótandi formi til Evrópu og það svo selt á hærra verði en áður hefur verið hægt. Eina leiðin fyrir Vladimir Putin að koma þessu gasi á markað og ná enn meiri markaðshlutdeild í Evrópu sé að fá Nord Stream leiðsluna í gang. Ef lokað verði fyrir hana þýði það hærra gasverð í Evrópu. „Þannig að það er vandséð hvort það er verra fyrir Evrópu eða Rússland að loka fyrir þetta. Það er ólíklegt að ímynda sér, að minnsta kosti á meðan hernaðaraðgerðir eru ekki farnar að ógna heimsfriðinum, að fólk sé til í að raunverulega stoppa þetta þó Bandaríkjamenn segjast munu reyna það og hafa alltaf verið á móti þessari leiðslu.“ Rússland Úkraína Bandaríkin Bretland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir að þessi mögulega fjölgun hermanna myndi senda skýr skilaboð til ráðamanna Rússlands í Kremlin og um leið stuðning til bandamanna Breta innan NATO. Úkraína er ekki meðlimur í NATO og hefur það verið ein helsta krafa Vladimir Putin, forseta Rússlands, að þeim verði ekki boðið þangað inn. Um 900 breskir hermenn eru nú þegar í Eistlandi og nokkur hundruð í viðbót í Úkraínu og Póllandi. Þá kemur til greina að senda bæði vopn og fjármuni til Úkraínu ef af innrás Rússa verður. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda í kortunum Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi hafa allir talað um mögulegar viðskiptaþvinganir til að draga vígtennurnar úr Rússum. Efasemdir hafa þó verið uppi um hversu langt verði gengið í þeim efnum. Málefni Rússlands og Úkraínu voru til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þeir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, og Jón Ólafsson, prófessor, ræddu mögulegar viðskiptaþvinganir. Hér fyrir neðan má hlusta á alla umræðu Alberts og Jóns á Sprengisandi í morgun. Jón ræddi þar Nord Stream gasleiðsluna sem á að taka í notkun fljótlega, en hún flytur gas frá Rússlandi til Þýskalands, og mun lækka verð á gasi í Evrópu verulega. Jón sagði gasverð hafa hækkað undanfarið sem þýðir að verið væri að senda gas í fljótandi formi til Evrópu og það svo selt á hærra verði en áður hefur verið hægt. Eina leiðin fyrir Vladimir Putin að koma þessu gasi á markað og ná enn meiri markaðshlutdeild í Evrópu sé að fá Nord Stream leiðsluna í gang. Ef lokað verði fyrir hana þýði það hærra gasverð í Evrópu. „Þannig að það er vandséð hvort það er verra fyrir Evrópu eða Rússland að loka fyrir þetta. Það er ólíklegt að ímynda sér, að minnsta kosti á meðan hernaðaraðgerðir eru ekki farnar að ógna heimsfriðinum, að fólk sé til í að raunverulega stoppa þetta þó Bandaríkjamenn segjast munu reyna það og hafa alltaf verið á móti þessari leiðslu.“
Rússland Úkraína Bandaríkin Bretland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira