Opna fjöldahjálparstöð í kjölfar lokunar Súðavíkurhlíðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 18:06 Búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar. Myndin er úr safni. Lögreglan á Vestfjörðum Sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi hefur tekið ákvörðun um að opna fjöldahjálparstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar vegna lokunar Súðavíkurhlíðar, sem var lokað fyrr í dag vegna snjóflóðahættu. Vonskuveður með éljum og hríð hefur verið á suðvestur- og vesturhorni landsins í dag. Veðrið hefur leikið Vestfirði grátt en rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi í dag. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi segir að enginn sé mættur í miðstöðina enn sem komið er. Hann telur hugsanlegt að einhverjir hafi stoppað á Hólmavík eða þá tekist að snúa við. RÚV greindi fyrst frá. „Fyrstu fréttir sem við fengum hérna þegar lokunin skall á að það vær einhver íþróttahópur á ferðinni. Þannig að þetta hefði geta verið frá í kringum tíu manns svona miðað við fyrstu tilkynningu en svo hefur ekki heyrst í þeim, þeir voru eitthvað seinna á ferðinni. Þannig að það er hugsanlegt að þeir hafi getað snúið við,“ segir Bragi. Það eru ekki nema tæpar tvær vikur síðan vegfarandi kvaðst hafa sloppið naumlega við snjóflóð sem féll á veg við Súðavíkurhlíð nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. Þá lýsti Bragi yfir áhyggjum í samtali við fréttastofu og sagði ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Bragi kveðst þreyttur á ástandinu og segir lítið annað í boði en að halda sig heima. Það sé þó alltaf gott að vera í Súðavík en vont að leggja þurfi samgöngur endurtekið niður: „Þetta er sama sagan. Annar vetur, nýr snjór.“ Hann segir að bjartsýnustu spár geri ráð fyrir að Vegagerðinni takist að leysa ástandið í kvöld. Það sé þó aldrei að vita þegar íslenska veðrið er annars vegar. „Þetta hamlar svo mörgu, það er svo margt sem að tengist þessu. Það er ekki bara það að maður ætli að skjótast í næsta fjörð heldur er þetta bara atvinnusókn og þjónustusókn. Þungaflutningar fyrir Ísafjarðabæ fara mestmegnis hér um,“ segir Bragi Samkvæmt áætlunum innviðaráðherra er rúmur áratugur í Súðavíkurgöng, ef þær áætlanir ganga eftir. Þolinmæði íbúa á norðvestanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur er að bresta - enda mikið um grjóthrun og snjóflóð á veginum milli þessara staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs. Veður Súðavíkurhreppur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Vonskuveður með éljum og hríð hefur verið á suðvestur- og vesturhorni landsins í dag. Veðrið hefur leikið Vestfirði grátt en rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi í dag. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi segir að enginn sé mættur í miðstöðina enn sem komið er. Hann telur hugsanlegt að einhverjir hafi stoppað á Hólmavík eða þá tekist að snúa við. RÚV greindi fyrst frá. „Fyrstu fréttir sem við fengum hérna þegar lokunin skall á að það vær einhver íþróttahópur á ferðinni. Þannig að þetta hefði geta verið frá í kringum tíu manns svona miðað við fyrstu tilkynningu en svo hefur ekki heyrst í þeim, þeir voru eitthvað seinna á ferðinni. Þannig að það er hugsanlegt að þeir hafi getað snúið við,“ segir Bragi. Það eru ekki nema tæpar tvær vikur síðan vegfarandi kvaðst hafa sloppið naumlega við snjóflóð sem féll á veg við Súðavíkurhlíð nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. Þá lýsti Bragi yfir áhyggjum í samtali við fréttastofu og sagði ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Bragi kveðst þreyttur á ástandinu og segir lítið annað í boði en að halda sig heima. Það sé þó alltaf gott að vera í Súðavík en vont að leggja þurfi samgöngur endurtekið niður: „Þetta er sama sagan. Annar vetur, nýr snjór.“ Hann segir að bjartsýnustu spár geri ráð fyrir að Vegagerðinni takist að leysa ástandið í kvöld. Það sé þó aldrei að vita þegar íslenska veðrið er annars vegar. „Þetta hamlar svo mörgu, það er svo margt sem að tengist þessu. Það er ekki bara það að maður ætli að skjótast í næsta fjörð heldur er þetta bara atvinnusókn og þjónustusókn. Þungaflutningar fyrir Ísafjarðabæ fara mestmegnis hér um,“ segir Bragi Samkvæmt áætlunum innviðaráðherra er rúmur áratugur í Súðavíkurgöng, ef þær áætlanir ganga eftir. Þolinmæði íbúa á norðvestanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur er að bresta - enda mikið um grjóthrun og snjóflóð á veginum milli þessara staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs.
Veður Súðavíkurhreppur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42
Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44