Erlent

Tveir þýskir lög­reglu­menn skotnir til bana

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Þýskalandi hefur varað fólk við að bjóða puttaferðalöngum far á þessum slóðum.
Lögregla í Þýskalandi hefur varað fólk við að bjóða puttaferðalöngum far á þessum slóðum. Getty

Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana þar sem þeir voru að sinna umferðareftirliti í vesturhluta Þýskalands í nótt. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins.

Þýskir fjölmiðlar segja lögreglumennina hafa starfað hjá lögreglunni í Kusel í Rínarlandi-Pfalz og að þeir hafi verið skornir til bana á sveitarveginum Kreisstrasse 22, milli Mayweilerhof og Ulmet, á fimmta tímanum í nótt að staðartíma.

Í frétt DW segir að hin látnu hafi verið 29 ára karlmaður og 24 ára kona.

Veginum var lokað eftir að tilkynning barst um málið og leitar lögregla nú vísbendinga. Ekki sé vitað á hvaða farartæki tilræðismaðurinn eða mennirnir hafi verið á og þá sé heldur ekki vitað í hvaða átt þeir hafi flúið.

Lögregla hefur varað fólk við að bjóða puttaferðalöngum far á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×