Viðskipti innlent

Nýorkubílar 83,3 prósent nýrra seldra bíla í janúar

Eiður Þór Árnason skrifar
Toyota seldi mest af nýjum bílum í janúar. 
Toyota seldi mest af nýjum bílum í janúar.  Vísir/Vilhelm

Hlutdeild nýorkubíla heldur áfram að aukast og nam hlutur þeirra alls 83,3% af heildarsölu nýrra bíla þar sem af er janúar. Hreinir rafbílar eru í efsta sæti með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar með 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%.

Þetta má sjá í tölum Bílgreinasambandsins sem greint er frá á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í lok janúar er Toyota með flesta nýskráða bíla, eða alls 109 sem nemur 12,8% af nýskráningum. Hyundai er í öðru sæti með 93, bíla eða 11.0% og næst koma KIA og Mitsubishi með 86 bíla. Í fimmta sætinu kemur Jeep með 83 bíla

75,4% nýskráðra bíla eru til almennrar notkunar og 23,7% vegna bílaleiga. Í fyrra voru rafbílar 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%.


Tengdar fréttir

Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á

1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×