Viktor Gísli bestur á EM en ekki í sínu liði? „Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2022 15:00 Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnað Evrópumót og var valinn besti markvörðurinn, aðeins 21 árs gamall. Getty/Sanjin Strukic „Það er svolítið skrýtið að vera kominn aftur í raunveruleikann; að hengja upp þvott og búa til mat,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson léttur í bragð, mættur heim til Danmerkur eftir að hafa verið valinn besti markvörður EM í handbolta. „Þetta kom mér mjög á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Bara það að vera tilnefndur var frábær heiður og að vinna þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Viktor Gísli um útnefninguna en þessi 21 árs markvörður fór ræddi við Rikka G í dag. Klippa: Viktor besti markvörður EM en breytir það stöðunni hjá GOG? Þrátt fyrir að hafa skákað kollegum sínum með því að vera valinn besti markvörður EM þá hefur Viktor lítið fengið að spila með GOG í Danmörku í vetur, þar sem norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjörn Bergerud hefur verið í aðalhlutverki. Útnefningin á EM hlýtur að hjálpa til í þeirri stöðu? „Ég vona það. Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann. Hann þarf núna kannski að endurhugsa þetta aðeins og gefa mér aðeins fleiri mínútur á vellinum hérna. En Torbjörn er líka geggjaður gæi og sturlaður markvörður. Það er frábært að fá að læra af honum,“ segir Viktor Gísli sem fer svo til Nantes í Frakklandi í sumar, að loknu tímabilinu í Danmörku. „Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara“ Viktor Gísli sprakk svo sannarlega út á EM, eftir að hafa byrjað mótið fyrir aftan Björgvin Pál Gústavsson í goggunarröðinni. Björgvin lenti í einangrun vegna kórónuveirusmits en fannst Viktori þá að hann yrði bara hreinlega að standa sig? „Ég fékk bara tíma á vellinum. Maður þarf nokkrar mínútur til að koma sér í gang og finna taktinn í leiknum. Ég þurfti að stíga upp vegna þess að Bjöggi datt út, og fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hvað ég gæti. Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara,“ segir Viktor. „Elliði sagði mér að vera reiður“ Frammistaða hans í sigrinum magnaða gegn ólympíumeisturum Frakklands verður sérstaklega lengi í minnum höfð. Sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari eitthvað sérstakt við Viktor fyrir þann leik? „Nei, en Elliði [Snær Viðarsson] sagði mér að vera reiður. Reiður út í vörnina og koma mér aðeins í gang. Það hjálpaði kannski svolítið til. Gummi sagði í raun ekki neitt. Bara að njóta þess að spila.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Sjá meira
„Þetta kom mér mjög á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Bara það að vera tilnefndur var frábær heiður og að vinna þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Viktor Gísli um útnefninguna en þessi 21 árs markvörður fór ræddi við Rikka G í dag. Klippa: Viktor besti markvörður EM en breytir það stöðunni hjá GOG? Þrátt fyrir að hafa skákað kollegum sínum með því að vera valinn besti markvörður EM þá hefur Viktor lítið fengið að spila með GOG í Danmörku í vetur, þar sem norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjörn Bergerud hefur verið í aðalhlutverki. Útnefningin á EM hlýtur að hjálpa til í þeirri stöðu? „Ég vona það. Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann. Hann þarf núna kannski að endurhugsa þetta aðeins og gefa mér aðeins fleiri mínútur á vellinum hérna. En Torbjörn er líka geggjaður gæi og sturlaður markvörður. Það er frábært að fá að læra af honum,“ segir Viktor Gísli sem fer svo til Nantes í Frakklandi í sumar, að loknu tímabilinu í Danmörku. „Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara“ Viktor Gísli sprakk svo sannarlega út á EM, eftir að hafa byrjað mótið fyrir aftan Björgvin Pál Gústavsson í goggunarröðinni. Björgvin lenti í einangrun vegna kórónuveirusmits en fannst Viktori þá að hann yrði bara hreinlega að standa sig? „Ég fékk bara tíma á vellinum. Maður þarf nokkrar mínútur til að koma sér í gang og finna taktinn í leiknum. Ég þurfti að stíga upp vegna þess að Bjöggi datt út, og fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hvað ég gæti. Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara,“ segir Viktor. „Elliði sagði mér að vera reiður“ Frammistaða hans í sigrinum magnaða gegn ólympíumeisturum Frakklands verður sérstaklega lengi í minnum höfð. Sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari eitthvað sérstakt við Viktor fyrir þann leik? „Nei, en Elliði [Snær Viðarsson] sagði mér að vera reiður. Reiður út í vörnina og koma mér aðeins í gang. Það hjálpaði kannski svolítið til. Gummi sagði í raun ekki neitt. Bara að njóta þess að spila.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Sjá meira