Helga Margrét vill 5. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2022 15:06 Helga Margrét Marzellíusardóttir. Aðsend Helga Margrét Marzellíusardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í tilkynningu kemur fram að Helga sé 33 ára, fædd á Ísafirði en hafi búið í Reykjavík í seinni tíð. „Helga er með bachelor gráðu í kórstjórn og söng frá Listaháskóla Íslands og er nú í mastersnámi í kórstjórn við Konunglega danska tónlistarháskólann. Helga er tónlistarkona og starfar sjálfstætt sem slík auk þess að starfa sem kórstjóri Hinsegin kórsins. Hún gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Helga sé 33 ára, fædd á Ísafirði en hafi búið í Reykjavík í seinni tíð. „Helga er með bachelor gráðu í kórstjórn og söng frá Listaháskóla Íslands og er nú í mastersnámi í kórstjórn við Konunglega danska tónlistarháskólann. Helga er tónlistarkona og starfar sjálfstætt sem slík auk þess að starfa sem kórstjóri Hinsegin kórsins. Hún gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra.
Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira