Geðrækt barna er mikilvæg Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 31. janúar 2022 17:00 Börnin í borginni eiga að búa við bestu mögulegu þjónustu hverju sinni og að sú þjónusta sé veitt í nærumhverfi þeirra. Eftirköst þess að alast upp í heimsfaraldri eru ókunn en vitað er að innan hvers grunnskóla í borginni hafa á umliðnum árum hafa komið upp allmörg barnaverndarmál sem í mörgum tilvikum tengjast sálrænum og félagslegum erfiðleikum. Ég ætla hreinlega að gefa mér að líðan barna sé ekki að batna og að fordæmalaus fjöldi slíkra mála komi upp á næstu árum. Á sama tíma eru starfsmenn skólanna sjaldnast menntaðir til þess að aðstoða við að leysa vanda barna sem gliḿa við slíka erfiðleika og álagið sem leggst á kennara getur því verið gríðarlegt. Árið 2019 lagði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til að þjónustu sálfræðinga og annarra fagaðila yrði í auknum mæli beint inn í grunnskólana og var það í takt við ítrekaðar óskir skólastjórnenda. Einnig kom fram að þrátt fyrir að þjónusta við skólana væri í boði þá þyrfti oft að bíða lengi eftir henni og ekki væri um meðferð nemenda að ræða. Einnig kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að kennurum þætti það erfiðast í starfinu að gliḿa við nemendur sem eiga erfitt uppdráttar. Umrædd skýrsla var unnin áður en heimsfaraldur skall á með sínum reglulegu bylgjum. Álagið á kennara hefur aukist verulega síðan þá og hætt er við að það leiði til langtímaveikinda og kulnunar í starfi. Áhrifin sem það hefur á nemendur, börnin í borginni, gætu orðið enn verri og til lengri framtíðar. Samfylkingin hefur í meirihlutasamstarfi sínu í Reykjavíkurborg gert ýmislegt til þess að bæta stöðu nemenda í skólum borgarinnar en aðstæðurnar sem uppi eru í dag og verða um ófyrirséða framtíð kalla á að stórátak verði gert. Að mínu mati á að fara eftir tillögum innri endurskoðunar og ráða sálfræðinga inn í skólana þar sem þeir munu hafa aðsetur. Með því að efla geðrækt er komið til móts við börnin og starfsmenn skólanna öllum til heilla. Það mun styðja við börnin og styrkja í náminu auk þess að draga úr álagi á kennara. Ég veit að félagar mínir í Samfylkingunni eru sammála um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða því börnin eru jú framtíð borgarinnar. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Börnin í borginni eiga að búa við bestu mögulegu þjónustu hverju sinni og að sú þjónusta sé veitt í nærumhverfi þeirra. Eftirköst þess að alast upp í heimsfaraldri eru ókunn en vitað er að innan hvers grunnskóla í borginni hafa á umliðnum árum hafa komið upp allmörg barnaverndarmál sem í mörgum tilvikum tengjast sálrænum og félagslegum erfiðleikum. Ég ætla hreinlega að gefa mér að líðan barna sé ekki að batna og að fordæmalaus fjöldi slíkra mála komi upp á næstu árum. Á sama tíma eru starfsmenn skólanna sjaldnast menntaðir til þess að aðstoða við að leysa vanda barna sem gliḿa við slíka erfiðleika og álagið sem leggst á kennara getur því verið gríðarlegt. Árið 2019 lagði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til að þjónustu sálfræðinga og annarra fagaðila yrði í auknum mæli beint inn í grunnskólana og var það í takt við ítrekaðar óskir skólastjórnenda. Einnig kom fram að þrátt fyrir að þjónusta við skólana væri í boði þá þyrfti oft að bíða lengi eftir henni og ekki væri um meðferð nemenda að ræða. Einnig kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að kennurum þætti það erfiðast í starfinu að gliḿa við nemendur sem eiga erfitt uppdráttar. Umrædd skýrsla var unnin áður en heimsfaraldur skall á með sínum reglulegu bylgjum. Álagið á kennara hefur aukist verulega síðan þá og hætt er við að það leiði til langtímaveikinda og kulnunar í starfi. Áhrifin sem það hefur á nemendur, börnin í borginni, gætu orðið enn verri og til lengri framtíðar. Samfylkingin hefur í meirihlutasamstarfi sínu í Reykjavíkurborg gert ýmislegt til þess að bæta stöðu nemenda í skólum borgarinnar en aðstæðurnar sem uppi eru í dag og verða um ófyrirséða framtíð kalla á að stórátak verði gert. Að mínu mati á að fara eftir tillögum innri endurskoðunar og ráða sálfræðinga inn í skólana þar sem þeir munu hafa aðsetur. Með því að efla geðrækt er komið til móts við börnin og starfsmenn skólanna öllum til heilla. Það mun styðja við börnin og styrkja í náminu auk þess að draga úr álagi á kennara. Ég veit að félagar mínir í Samfylkingunni eru sammála um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða því börnin eru jú framtíð borgarinnar. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar