Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 20:23 Fjölmargir hafa mælt bólusetningarskyldu vörubílstjóra í Ottowa í Kanada síðustu daga. EPA-EFE/ANDRE PICHETTE Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. Mótmælendurnir, sem ganga undir nafninu “Freedom Convoy” eða „Frelsislestin,“ gagnrýna bólusetningarskyldu harðlega. Kanadamenn hafa gripið til harðra takmarkana í faraldrinum en stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa meðal annars ákveðið að skattleggja óbólusetta. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram að mestu leyti en lögregla hefur nokkur mál til rannsóknar þar sem mótmælendur eiga að hafa borið merki nasista. Þá hafa einnig verið myndbönd af konu í dreifingu á samfélagsmiðlum, sem dansaði á minnisvarða fallinna hermanna. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir mótmælin „móðgun við söguna og sannleikann,“ og hefur ekki viljað fara á fund mótmælenda. „Tjáningarfrelsið, réttur til mótmæla og samkoma er hornsteinn lýðræðisins. Merki nasista, rasismi og vanhelgun minnisvarða er það ekki. Ég legg áherslu á að standa með þjóðinni og koma okkur í gegnum þennan faraldur,“ segir Trudeau. Candice Bergen, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada, segir að mótmælendurnir eigi rétt á því að hlustað verði á þá: „Mótmælendurnir hafa rétt á virðingu. Milljónir Kanadabúa eru orðnir langþreyttir á útgöngubanni og brostnum loforðum,“ segir Bergen í stjórnarandstöðu. Mótmælin má rekja til nýrra reglna um skyldu óbólusettra vörubílstjóra til að einangra sig við komu til Kanada frá Bandaríkjunum. Um 90 prósent vörubílstjóra í Kanada eru bólusettir en reglurnar nýju eiga að hafa verið kornið sem fyllti mælinn, að því er fram kemur hjá Breska ríkisútvarpinu. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Mótmælendurnir, sem ganga undir nafninu “Freedom Convoy” eða „Frelsislestin,“ gagnrýna bólusetningarskyldu harðlega. Kanadamenn hafa gripið til harðra takmarkana í faraldrinum en stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa meðal annars ákveðið að skattleggja óbólusetta. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram að mestu leyti en lögregla hefur nokkur mál til rannsóknar þar sem mótmælendur eiga að hafa borið merki nasista. Þá hafa einnig verið myndbönd af konu í dreifingu á samfélagsmiðlum, sem dansaði á minnisvarða fallinna hermanna. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir mótmælin „móðgun við söguna og sannleikann,“ og hefur ekki viljað fara á fund mótmælenda. „Tjáningarfrelsið, réttur til mótmæla og samkoma er hornsteinn lýðræðisins. Merki nasista, rasismi og vanhelgun minnisvarða er það ekki. Ég legg áherslu á að standa með þjóðinni og koma okkur í gegnum þennan faraldur,“ segir Trudeau. Candice Bergen, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada, segir að mótmælendurnir eigi rétt á því að hlustað verði á þá: „Mótmælendurnir hafa rétt á virðingu. Milljónir Kanadabúa eru orðnir langþreyttir á útgöngubanni og brostnum loforðum,“ segir Bergen í stjórnarandstöðu. Mótmælin má rekja til nýrra reglna um skyldu óbólusettra vörubílstjóra til að einangra sig við komu til Kanada frá Bandaríkjunum. Um 90 prósent vörubílstjóra í Kanada eru bólusettir en reglurnar nýju eiga að hafa verið kornið sem fyllti mælinn, að því er fram kemur hjá Breska ríkisútvarpinu.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira