Valfrelsi eykur hamingju Svavar Halldórsson skrifar 1. febrúar 2022 12:00 Á Íslandi eru starfandi nærri fimmtíu sjálfstætt reknir skólar. Flestir eru leikskólarnir en grunnskólarnir eru einnig þónokkrir. Nemendafjöldinn nemur þúsundum og þeir eru víða um landið. Allir þessir skólar eiga það sameiginlegt að í þeim vinnur her manns alla daga að því að mennta börnin okkar um leið og gætt er að því að öllum líði sem best. Glöð börn eru betri nemendur. Skólastarf á Íslandi er til fyrirmyndar Óeigingjarnt starf þessa stóra hóps hefur skipt sköpum í lífi margra barna og fjölskyldna. Þetta mikla og góða starf verður seint fullþakkað. Að sjálfsögðu er einnig unnið gott starf í skólum sem reknir eru af hinu opinbera, enda er skólastarf á Íslandi heilt á litið til fyrirmyndar. Kennarar, skólaliðar, stjórnendur og aðrir starfsmenn leggja nótt við nýtan dag til að ná árangri. Allt þetta fólk á hrós skilið. Göfug markmið Allir eru sammála um að stefna að því göfuga markmiði að gera börnin okkar að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Góðir skólar eru mannbætandi. Þeir gera samfélagið okkar miklu betra. Vissulega er margt sem má bæta en alls staðar er fólk að gera sitt besta. Ígrundaðar tilraunir með mismunandi form og stefnur auka verulega líkurnar á bestu lausnirnar finnist fyrir hvert og eitt barn. Fegurðin í fjölbreytileikanum Fjölbreytileiki í skólastarfi skiptir miklu máli. Fjölskyldur eru ólíkar og börnin líka. Ef foreldrar geta valið hentugustu skólana fyrir börnin sín er líklegt að hamingja og gleði aukist. Glöð börn eru betri námsmenn. Valfrelsið er lykilþáttur í því að auka heildargæði skólastarfs í landinu og hámarka vellíðan og hamingju íslenskra barna. Háleitari geta markmið varla verið. Gleði, kærleikur og umburðarlyndi Góðir skólar skila borgurum sem geta breitt út hagsæld, gleði, kærleik og umburðarlyndi. Það viljum við öll en þetta er ekki sjálfsagður hlutur. Við verðum öll að standa vörð um valfrelsi og grósku í skólastarfi á Íslandi. Þannig náum við bestum árangri í bæði leik og starfi. Valfrelsi er ein af grunnstoðum hins frjálsa lýðræðisþjóðfélags sem við erum svo stolt af. Höfundur situr í stjórn Hjallastefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Leikskólar Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru starfandi nærri fimmtíu sjálfstætt reknir skólar. Flestir eru leikskólarnir en grunnskólarnir eru einnig þónokkrir. Nemendafjöldinn nemur þúsundum og þeir eru víða um landið. Allir þessir skólar eiga það sameiginlegt að í þeim vinnur her manns alla daga að því að mennta börnin okkar um leið og gætt er að því að öllum líði sem best. Glöð börn eru betri nemendur. Skólastarf á Íslandi er til fyrirmyndar Óeigingjarnt starf þessa stóra hóps hefur skipt sköpum í lífi margra barna og fjölskyldna. Þetta mikla og góða starf verður seint fullþakkað. Að sjálfsögðu er einnig unnið gott starf í skólum sem reknir eru af hinu opinbera, enda er skólastarf á Íslandi heilt á litið til fyrirmyndar. Kennarar, skólaliðar, stjórnendur og aðrir starfsmenn leggja nótt við nýtan dag til að ná árangri. Allt þetta fólk á hrós skilið. Göfug markmið Allir eru sammála um að stefna að því göfuga markmiði að gera börnin okkar að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Góðir skólar eru mannbætandi. Þeir gera samfélagið okkar miklu betra. Vissulega er margt sem má bæta en alls staðar er fólk að gera sitt besta. Ígrundaðar tilraunir með mismunandi form og stefnur auka verulega líkurnar á bestu lausnirnar finnist fyrir hvert og eitt barn. Fegurðin í fjölbreytileikanum Fjölbreytileiki í skólastarfi skiptir miklu máli. Fjölskyldur eru ólíkar og börnin líka. Ef foreldrar geta valið hentugustu skólana fyrir börnin sín er líklegt að hamingja og gleði aukist. Glöð börn eru betri námsmenn. Valfrelsið er lykilþáttur í því að auka heildargæði skólastarfs í landinu og hámarka vellíðan og hamingju íslenskra barna. Háleitari geta markmið varla verið. Gleði, kærleikur og umburðarlyndi Góðir skólar skila borgurum sem geta breitt út hagsæld, gleði, kærleik og umburðarlyndi. Það viljum við öll en þetta er ekki sjálfsagður hlutur. Við verðum öll að standa vörð um valfrelsi og grósku í skólastarfi á Íslandi. Þannig náum við bestum árangri í bæði leik og starfi. Valfrelsi er ein af grunnstoðum hins frjálsa lýðræðisþjóðfélags sem við erum svo stolt af. Höfundur situr í stjórn Hjallastefnunnar.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar