Valfrelsi eykur hamingju Svavar Halldórsson skrifar 1. febrúar 2022 12:00 Á Íslandi eru starfandi nærri fimmtíu sjálfstætt reknir skólar. Flestir eru leikskólarnir en grunnskólarnir eru einnig þónokkrir. Nemendafjöldinn nemur þúsundum og þeir eru víða um landið. Allir þessir skólar eiga það sameiginlegt að í þeim vinnur her manns alla daga að því að mennta börnin okkar um leið og gætt er að því að öllum líði sem best. Glöð börn eru betri nemendur. Skólastarf á Íslandi er til fyrirmyndar Óeigingjarnt starf þessa stóra hóps hefur skipt sköpum í lífi margra barna og fjölskyldna. Þetta mikla og góða starf verður seint fullþakkað. Að sjálfsögðu er einnig unnið gott starf í skólum sem reknir eru af hinu opinbera, enda er skólastarf á Íslandi heilt á litið til fyrirmyndar. Kennarar, skólaliðar, stjórnendur og aðrir starfsmenn leggja nótt við nýtan dag til að ná árangri. Allt þetta fólk á hrós skilið. Göfug markmið Allir eru sammála um að stefna að því göfuga markmiði að gera börnin okkar að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Góðir skólar eru mannbætandi. Þeir gera samfélagið okkar miklu betra. Vissulega er margt sem má bæta en alls staðar er fólk að gera sitt besta. Ígrundaðar tilraunir með mismunandi form og stefnur auka verulega líkurnar á bestu lausnirnar finnist fyrir hvert og eitt barn. Fegurðin í fjölbreytileikanum Fjölbreytileiki í skólastarfi skiptir miklu máli. Fjölskyldur eru ólíkar og börnin líka. Ef foreldrar geta valið hentugustu skólana fyrir börnin sín er líklegt að hamingja og gleði aukist. Glöð börn eru betri námsmenn. Valfrelsið er lykilþáttur í því að auka heildargæði skólastarfs í landinu og hámarka vellíðan og hamingju íslenskra barna. Háleitari geta markmið varla verið. Gleði, kærleikur og umburðarlyndi Góðir skólar skila borgurum sem geta breitt út hagsæld, gleði, kærleik og umburðarlyndi. Það viljum við öll en þetta er ekki sjálfsagður hlutur. Við verðum öll að standa vörð um valfrelsi og grósku í skólastarfi á Íslandi. Þannig náum við bestum árangri í bæði leik og starfi. Valfrelsi er ein af grunnstoðum hins frjálsa lýðræðisþjóðfélags sem við erum svo stolt af. Höfundur situr í stjórn Hjallastefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Leikskólar Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru starfandi nærri fimmtíu sjálfstætt reknir skólar. Flestir eru leikskólarnir en grunnskólarnir eru einnig þónokkrir. Nemendafjöldinn nemur þúsundum og þeir eru víða um landið. Allir þessir skólar eiga það sameiginlegt að í þeim vinnur her manns alla daga að því að mennta börnin okkar um leið og gætt er að því að öllum líði sem best. Glöð börn eru betri nemendur. Skólastarf á Íslandi er til fyrirmyndar Óeigingjarnt starf þessa stóra hóps hefur skipt sköpum í lífi margra barna og fjölskyldna. Þetta mikla og góða starf verður seint fullþakkað. Að sjálfsögðu er einnig unnið gott starf í skólum sem reknir eru af hinu opinbera, enda er skólastarf á Íslandi heilt á litið til fyrirmyndar. Kennarar, skólaliðar, stjórnendur og aðrir starfsmenn leggja nótt við nýtan dag til að ná árangri. Allt þetta fólk á hrós skilið. Göfug markmið Allir eru sammála um að stefna að því göfuga markmiði að gera börnin okkar að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Góðir skólar eru mannbætandi. Þeir gera samfélagið okkar miklu betra. Vissulega er margt sem má bæta en alls staðar er fólk að gera sitt besta. Ígrundaðar tilraunir með mismunandi form og stefnur auka verulega líkurnar á bestu lausnirnar finnist fyrir hvert og eitt barn. Fegurðin í fjölbreytileikanum Fjölbreytileiki í skólastarfi skiptir miklu máli. Fjölskyldur eru ólíkar og börnin líka. Ef foreldrar geta valið hentugustu skólana fyrir börnin sín er líklegt að hamingja og gleði aukist. Glöð börn eru betri námsmenn. Valfrelsið er lykilþáttur í því að auka heildargæði skólastarfs í landinu og hámarka vellíðan og hamingju íslenskra barna. Háleitari geta markmið varla verið. Gleði, kærleikur og umburðarlyndi Góðir skólar skila borgurum sem geta breitt út hagsæld, gleði, kærleik og umburðarlyndi. Það viljum við öll en þetta er ekki sjálfsagður hlutur. Við verðum öll að standa vörð um valfrelsi og grósku í skólastarfi á Íslandi. Þannig náum við bestum árangri í bæði leik og starfi. Valfrelsi er ein af grunnstoðum hins frjálsa lýðræðisþjóðfélags sem við erum svo stolt af. Höfundur situr í stjórn Hjallastefnunnar.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar