Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2022 12:35 Pfizer mun sækja um heimild fyrir bóluefnið sitt í vikunni, sem gerir ráð fyrir tveimur skömmtum fyrir börn yngir en 5 ára. Rannsóknir á ágæti þriðja skammtarins standa enn yfir. AP/Carolyn Kaster Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. Frá þessu greinir New York Times. Umsóknin mun ná til bólusetningar með tveimur skömmtun en fyrirtækin eru enn að rannsaka áhrif og nauðsyn þess að gefa þriðja skammtinn. Niðurstaða hvað það varðar er sögð munu liggja fyrir í mars. Útbreiðsla ómíkron-afbrigðisins hefur gert það að verkum bæði í Bandaríkjunum og víðar að fleiri börn greinast með Covid-19. Í Bandaríkjunum eru 19 milljónir barna undir 5 ára en gert er ráð fyrir að bóluefnið verði í boði fyrir börn allt niður í 6 mánaða. Samkvæmt New York Times hafa rannsóknir sýnt að tveir skammtar veita börnum á fyrrnefndum aldri góða vernd gegn Covid-19, án alvarlegra aukaverkana. Fyrirtækin greindu frá því í desember að tveir skammtar af bóluefni sem hefðu 10 prósent af styrkleika fullorðinsskammtanna veittu börnum á aldrinum 6 mánaða til 2 ára sömu vörn og ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára. Vörnin var hins vegar ekki jafn góð hjá börnum 2 til 4 ára. Jafnvel þótt flest börn veikist lítið af Covid-19 hefur innlögnum barna á aldrinum núll til 4 ára fjölgað í Bandaríkjunum. Þetta má meðal annars rekja til þess að fleiri smitast nú vegna mikillar smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Pfizer sagðist í desember gera ráð fyrir að ung börn fengju skammt númer tvö þremur vikum eftir fyrsta skammtinn og þriðja skammtin tveimur mánuðum eftir skammt númer tvö. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times. Umsóknin mun ná til bólusetningar með tveimur skömmtun en fyrirtækin eru enn að rannsaka áhrif og nauðsyn þess að gefa þriðja skammtinn. Niðurstaða hvað það varðar er sögð munu liggja fyrir í mars. Útbreiðsla ómíkron-afbrigðisins hefur gert það að verkum bæði í Bandaríkjunum og víðar að fleiri börn greinast með Covid-19. Í Bandaríkjunum eru 19 milljónir barna undir 5 ára en gert er ráð fyrir að bóluefnið verði í boði fyrir börn allt niður í 6 mánaða. Samkvæmt New York Times hafa rannsóknir sýnt að tveir skammtar veita börnum á fyrrnefndum aldri góða vernd gegn Covid-19, án alvarlegra aukaverkana. Fyrirtækin greindu frá því í desember að tveir skammtar af bóluefni sem hefðu 10 prósent af styrkleika fullorðinsskammtanna veittu börnum á aldrinum 6 mánaða til 2 ára sömu vörn og ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára. Vörnin var hins vegar ekki jafn góð hjá börnum 2 til 4 ára. Jafnvel þótt flest börn veikist lítið af Covid-19 hefur innlögnum barna á aldrinum núll til 4 ára fjölgað í Bandaríkjunum. Þetta má meðal annars rekja til þess að fleiri smitast nú vegna mikillar smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Pfizer sagðist í desember gera ráð fyrir að ung börn fengju skammt númer tvö þremur vikum eftir fyrsta skammtinn og þriðja skammtin tveimur mánuðum eftir skammt númer tvö.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira