Fimm ungir sem gætu bankað á landsliðsdyrnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2022 09:00 vísir/vilhelm/bára/elín/getty Hvaða ungu leikmenn gætu komið inn í íslenska handboltalandsliðið á næstu árum? Vísir leitaði svara. Íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á stórmóti í átta ár þegar það lenti í 6. sæti á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslenska liðið varð fyrir miklum skakkaföllum á meðan Evrópumótinu stóð og Guðmundur Guðmundsson notaði alls 24 leikmenn á mótinu. Aðstæðna vegna stækkaði hópur íslenska liðsins því umtalsvert. Ungir og efnilegir bíða einnig á kantinum. Vísir fór yfir nokkra leikmenn sem gætu komið inn í landsliðið á næstu árum. Þorsteinn Leó Gunnarsson, 19 ára skytta Aftureldingar Þorsteinn Leó Gunnarsson kom eins og stormsveipur inn í Olís-deildina á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (13 leikir) 50 mörk (3,8 í leik) 63% skotnýting 5 fiskuð víti 14 lögleg stopp 12 varin skot Í öllum meiðslunum sem herjuðu á lið Aftureldingar á síðasta tímabili leitaði Gunnar Magnússon til Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann átti stórgóða innkomu í lið Mosfellinga og sýndi flotta takta. Þorsteinn er frekar „óíslenskur“ leikmaður ef svo má að orði komast, skytta sem telur 2,05 metra og getur skotið af löngu færi. Þrátt fyrir stærðina er Þorsteinn glettilega lipur og fínasti gegnumbrotsmaður. Þorsteinn getur enn bætt sig mikið en er maður framtíðarinnar. Einar Þorsteinn Ólafsson, 20 ára varnarmaður Vals Einar Þorsteinn Ólafsson í bikarúrslit Vals og Fram síðasta haust.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (11 leikir) 22 mörk (2,0) 69% skotnýting 20 stoðsendingar 25 lögleg stopp 14 stolnir boltar 10 varin skot Líkt og Þorsteinn fékk Einar Þorsteinn Ólafsson tækifæri í liði Vals á síðasta tímabili vegna mikilla meiðsla. Og hann greip það með báðum höndum. Nánast á augabragði var hann orðinn lykilmaður í vörn Valsmanna sem urðu Íslandsmeistarar. Það hefðu þeir ekki gert án Einars en eftirminnilegur stuldur hans gegn Eyjamönnum í seinni leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar verður lengi í minnum hafður. Einar hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Ótrúlega klár og fingralangur varnarmaður sem er einnig í stóru hlutverki í hraðaupphlaupum Vals. Má bara nýta færin sín betur. Einar æfði með landsliðinu síðasta haust og var í 35 manna EM-hópnum. Hans tími með landsliðinu mun koma. Tryggvi Þórisson, 19 ára línumaður Selfoss Tryggvi Þórisson er engin smásmíði.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (10 leikir) 14 mörk 67% skotnýting 7 fiskuð víti 16 lögleg stopp Selfoss hefur séð íslenska landsliðinu fyrir fjölmörgum leikmönnum undanfarin ár og Tryggvi Þórisson gæti verið sá næsti af færibandinu í Mjólkurbænum. Tryggvi er stór og afar stæðilegur línumaður sem hefur verið í stóru hlutverki í varnarleik Selfoss undanfarin þrjú tímabil. Tækifærin í sókninni hafa verið færri enda í samkeppni við Atla Ævar Ingólfsson. Þeim fer þó fjölgandi og vonandi nýtir hann þau vel. Dagur Gautason, 21 árs hornamaður Stjörnunnar Dagur Gautason er byrjaður að banka á landsliðsdyrnar.vísir/daníel Tölfræðin á tímabilinu (8 leikir) 35 mörk (4,4) 77,8% skotnýting 10 lögleg stopp 9 stolnir boltar Akureyringurinn vakti fyrst almenna athygli þegar hann var valinn í úrvalslið EM U-18 ára 2018 þar sem Ísland endaði í 2. sæti. Eftir að hafa verið í lykilhlutverki hjá KA í nokkur ár gekk Dagur Gautason í raðir Stjörnunnar fyrir síðasta tímabil. Hann var nokkuð rólegur á því en hefur spilað mjög vel í vetur þrátt fyrir að missa talsvert úr vegna meiðsla. Dagur var kallaður út til Búdapest til að vera til taks í lokaleikjum Íslands á EM og fékk þar nasaþefinn af landsliðinu. Dagur er gríðarlega snöggur, mikill íþróttamaður og fínasti varnarmaður þrátt fyrir að vera ekki mikill fyrir mann að sjá. Hann mun væntanlega berjast við Hákon Daða Styrmisson og Orra Frey Þorkelsson um stöðu númer tvö í vinstra horninu á næstu árum. Darri Aronsson, 22 ára skytta Hauka Haukar Stjarnan Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍElín Björg Tölfræðin í vetur (12 leikir) 45 mörk (3,8) 46% skotnýting 27 stoðsendingar 42 lögleg stopp Darri Aronsson sneri fílefldur til baka eftir að hafa slitið krossband í upphafi þarsíðasta tímabils og kom aftur sem mun betri leikmaður, sérstaklega í sókn. Hann er með góð skot, bæði með uppstökkum og af gólfinu, og er skynsamari í varnarleiknum en áður. Hann kom óvænt inn í íslenska landsliðið á EM og kom við sögu í tveimur leikjum og skoraði eitt mark. Darri gæti nýst íslenska landsliðinu í framtíðinni en þarf að komast í atvinnumennsku til að bæta sig enn frekar. EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á stórmóti í átta ár þegar það lenti í 6. sæti á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslenska liðið varð fyrir miklum skakkaföllum á meðan Evrópumótinu stóð og Guðmundur Guðmundsson notaði alls 24 leikmenn á mótinu. Aðstæðna vegna stækkaði hópur íslenska liðsins því umtalsvert. Ungir og efnilegir bíða einnig á kantinum. Vísir fór yfir nokkra leikmenn sem gætu komið inn í landsliðið á næstu árum. Þorsteinn Leó Gunnarsson, 19 ára skytta Aftureldingar Þorsteinn Leó Gunnarsson kom eins og stormsveipur inn í Olís-deildina á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (13 leikir) 50 mörk (3,8 í leik) 63% skotnýting 5 fiskuð víti 14 lögleg stopp 12 varin skot Í öllum meiðslunum sem herjuðu á lið Aftureldingar á síðasta tímabili leitaði Gunnar Magnússon til Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann átti stórgóða innkomu í lið Mosfellinga og sýndi flotta takta. Þorsteinn er frekar „óíslenskur“ leikmaður ef svo má að orði komast, skytta sem telur 2,05 metra og getur skotið af löngu færi. Þrátt fyrir stærðina er Þorsteinn glettilega lipur og fínasti gegnumbrotsmaður. Þorsteinn getur enn bætt sig mikið en er maður framtíðarinnar. Einar Þorsteinn Ólafsson, 20 ára varnarmaður Vals Einar Þorsteinn Ólafsson í bikarúrslit Vals og Fram síðasta haust.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (11 leikir) 22 mörk (2,0) 69% skotnýting 20 stoðsendingar 25 lögleg stopp 14 stolnir boltar 10 varin skot Líkt og Þorsteinn fékk Einar Þorsteinn Ólafsson tækifæri í liði Vals á síðasta tímabili vegna mikilla meiðsla. Og hann greip það með báðum höndum. Nánast á augabragði var hann orðinn lykilmaður í vörn Valsmanna sem urðu Íslandsmeistarar. Það hefðu þeir ekki gert án Einars en eftirminnilegur stuldur hans gegn Eyjamönnum í seinni leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar verður lengi í minnum hafður. Einar hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Ótrúlega klár og fingralangur varnarmaður sem er einnig í stóru hlutverki í hraðaupphlaupum Vals. Má bara nýta færin sín betur. Einar æfði með landsliðinu síðasta haust og var í 35 manna EM-hópnum. Hans tími með landsliðinu mun koma. Tryggvi Þórisson, 19 ára línumaður Selfoss Tryggvi Þórisson er engin smásmíði.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (10 leikir) 14 mörk 67% skotnýting 7 fiskuð víti 16 lögleg stopp Selfoss hefur séð íslenska landsliðinu fyrir fjölmörgum leikmönnum undanfarin ár og Tryggvi Þórisson gæti verið sá næsti af færibandinu í Mjólkurbænum. Tryggvi er stór og afar stæðilegur línumaður sem hefur verið í stóru hlutverki í varnarleik Selfoss undanfarin þrjú tímabil. Tækifærin í sókninni hafa verið færri enda í samkeppni við Atla Ævar Ingólfsson. Þeim fer þó fjölgandi og vonandi nýtir hann þau vel. Dagur Gautason, 21 árs hornamaður Stjörnunnar Dagur Gautason er byrjaður að banka á landsliðsdyrnar.vísir/daníel Tölfræðin á tímabilinu (8 leikir) 35 mörk (4,4) 77,8% skotnýting 10 lögleg stopp 9 stolnir boltar Akureyringurinn vakti fyrst almenna athygli þegar hann var valinn í úrvalslið EM U-18 ára 2018 þar sem Ísland endaði í 2. sæti. Eftir að hafa verið í lykilhlutverki hjá KA í nokkur ár gekk Dagur Gautason í raðir Stjörnunnar fyrir síðasta tímabil. Hann var nokkuð rólegur á því en hefur spilað mjög vel í vetur þrátt fyrir að missa talsvert úr vegna meiðsla. Dagur var kallaður út til Búdapest til að vera til taks í lokaleikjum Íslands á EM og fékk þar nasaþefinn af landsliðinu. Dagur er gríðarlega snöggur, mikill íþróttamaður og fínasti varnarmaður þrátt fyrir að vera ekki mikill fyrir mann að sjá. Hann mun væntanlega berjast við Hákon Daða Styrmisson og Orra Frey Þorkelsson um stöðu númer tvö í vinstra horninu á næstu árum. Darri Aronsson, 22 ára skytta Hauka Haukar Stjarnan Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍElín Björg Tölfræðin í vetur (12 leikir) 45 mörk (3,8) 46% skotnýting 27 stoðsendingar 42 lögleg stopp Darri Aronsson sneri fílefldur til baka eftir að hafa slitið krossband í upphafi þarsíðasta tímabils og kom aftur sem mun betri leikmaður, sérstaklega í sókn. Hann er með góð skot, bæði með uppstökkum og af gólfinu, og er skynsamari í varnarleiknum en áður. Hann kom óvænt inn í íslenska landsliðið á EM og kom við sögu í tveimur leikjum og skoraði eitt mark. Darri gæti nýst íslenska landsliðinu í framtíðinni en þarf að komast í atvinnumennsku til að bæta sig enn frekar.
Tölfræðin á tímabilinu (13 leikir) 50 mörk (3,8 í leik) 63% skotnýting 5 fiskuð víti 14 lögleg stopp 12 varin skot
Tölfræðin á tímabilinu (11 leikir) 22 mörk (2,0) 69% skotnýting 20 stoðsendingar 25 lögleg stopp 14 stolnir boltar 10 varin skot
EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira