Skoða hvort hægt sé að ráðast í frekari tilslakanir á föstudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2022 23:11 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir að hann muni nýta næstu daga til að ræða við sóttvarnalækni og forsvarsmenn heilbrigðisstofnana um hvort hægt verði að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19 næstkomandi föstudag. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld þar sem Willum Þór var meðal annars spurður að því hvort að til greina kæmi að taka hraðari og stærri skref í átt að afléttingum, en gert er ráð fyrir í afléttingaráætlun stjórnvalda, sem kynnt var síðasta föstudag. „Já, það kemur alveg til greina. Ég skil alveg þessa umræðu. Þetta eru inngrip í svo margt í okkar lífi og við munum alveg sannarlega gera frekari afléttingar og fyrr og á næstu dögum,“ sagði Willum Þór. Samhliða kynningu afléttingaráætlunarinnar síðastliðinn föstudag, sem gerir ráð fyrir því að öllum aðgerðum verði hætt frá og með 14. mars næstkomandi, var slakað á sóttvarnaraðgerðum þannig að fimmtíu mega koma saman, auk ýmissa annarra tilslakana. Afléttingaráætlunin gerir ráð fyrir að næsta skref verði stigið þann 24. febrúar. Willum Þór segir þó að mögulega verði frekari tilslakanir kynntar næstkomandi föstudag, þó ekki sé hægt að slá því föstu eins og sakir standa. „Ég reikna með að ég muni nýta tímann núna í þessu samtali, bæði við heilbrigðisstofnanir um allt land, spítalann og samtal við sóttvarnalækni um það hvort að á föstudaginn ég geti komið með einhverjar tilslakanir en það er bara of snemmt að fullyrða um það núna,“ sagði Willum Þór. Einnig til skoðunar að draga úr aðgerðum á landamærum fyrr 31 liggur nú inni á Landspítalnum með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 10.817 eru í einangrun vegna Covid. Til marks um betri stöðu í baráttunni við kórónuveirunar var Landspítalinn færður af neyðarstigi yfir á hættustigi í dag, auk þess sem að almannavarnastig var einnig fært niður um samsvarandi skref. Í fréttum RÚV í kvöld kom einnig fram að Willum Þór telji fulla ástæðu til að endurskoða gildistíma sóttvarnaraðgerða á landamærunum. Þar eru farþegar nú krafðir um neikvætt Covid-próf eða látnir fara í PCR-próf. Sú ráðstöfun gildir út febrúarmánuð en sagði Willum Þór að verið væri að meta það hvort að hægt væri að stytta þann gildistíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld þar sem Willum Þór var meðal annars spurður að því hvort að til greina kæmi að taka hraðari og stærri skref í átt að afléttingum, en gert er ráð fyrir í afléttingaráætlun stjórnvalda, sem kynnt var síðasta föstudag. „Já, það kemur alveg til greina. Ég skil alveg þessa umræðu. Þetta eru inngrip í svo margt í okkar lífi og við munum alveg sannarlega gera frekari afléttingar og fyrr og á næstu dögum,“ sagði Willum Þór. Samhliða kynningu afléttingaráætlunarinnar síðastliðinn föstudag, sem gerir ráð fyrir því að öllum aðgerðum verði hætt frá og með 14. mars næstkomandi, var slakað á sóttvarnaraðgerðum þannig að fimmtíu mega koma saman, auk ýmissa annarra tilslakana. Afléttingaráætlunin gerir ráð fyrir að næsta skref verði stigið þann 24. febrúar. Willum Þór segir þó að mögulega verði frekari tilslakanir kynntar næstkomandi föstudag, þó ekki sé hægt að slá því föstu eins og sakir standa. „Ég reikna með að ég muni nýta tímann núna í þessu samtali, bæði við heilbrigðisstofnanir um allt land, spítalann og samtal við sóttvarnalækni um það hvort að á föstudaginn ég geti komið með einhverjar tilslakanir en það er bara of snemmt að fullyrða um það núna,“ sagði Willum Þór. Einnig til skoðunar að draga úr aðgerðum á landamærum fyrr 31 liggur nú inni á Landspítalnum með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 10.817 eru í einangrun vegna Covid. Til marks um betri stöðu í baráttunni við kórónuveirunar var Landspítalinn færður af neyðarstigi yfir á hættustigi í dag, auk þess sem að almannavarnastig var einnig fært niður um samsvarandi skref. Í fréttum RÚV í kvöld kom einnig fram að Willum Þór telji fulla ástæðu til að endurskoða gildistíma sóttvarnaraðgerða á landamærunum. Þar eru farþegar nú krafðir um neikvætt Covid-próf eða látnir fara í PCR-próf. Sú ráðstöfun gildir út febrúarmánuð en sagði Willum Þór að verið væri að meta það hvort að hægt væri að stytta þann gildistíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00