Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2022 06:34 Sólveig Arna vill setjast í formannsstólinn á ný. Vísir/Vilhelm „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ Þetta segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmanna starfsmanna Eflingar, í samtali við mbl.is um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins, á vinnustaðinn. Ragnheiður segir meirihluta starfsfólks Eflingar óttaslegið og að óvissan um hvort Sólveig gæfi kost á sér til endurkjörs hafi valdið því kvíða og vanlíðan. Eins og frægt er orðið sagði Sólveig af sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunnar um ástandið á skrifstofu Eflingar, þar sem hún var sökuð um óvægna stjórnarhætti. Ragnheiður segir að í kjölfarið hafi Sólveig farið mikinn gegn starfsmönnum félagsins, sem hafi ekki haft sama tækifæri og formaðurinn fráfarandi til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Það sem særir okkur er það að hún er búin að æsa upp félagsmenn og aðra í kommentakerfum til að tala illa um okkur. Hún er að búa til óvild gagnvart okur til að skara eld að sinni köku. Hún er búin að gefa algjört skotleyfi á okkur. Það er algjörlega óviðeigandi og skapar vantraust milli félagsmanna og starfsfólks,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is. Hún segir það hvorki hafa verið trúnaðarmenn starfsmanna né starfsmennirnir sjálfir sem hafi lekið margumræddri ályktun trúnaðarmannanna um starfsumhverfið á skrifstofu Eflingar til fjölmiðla. Það hafi ekki staðið til að gera það opinbert. „Við höfðum ekkert út á stefnu hennar að setja og unnum af heilum hug fyrir félagið. Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er algjörlega leikrit sem hún setur upp sjálf,“ segir Ragnheiður um ákvörðun Sólveigar að segja af sér. „Þetta plagg átti ekkert að fara neitt. Þetta var bara vinnuplagg handa þeim.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá mbl.is. Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmanna starfsmanna Eflingar, í samtali við mbl.is um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins, á vinnustaðinn. Ragnheiður segir meirihluta starfsfólks Eflingar óttaslegið og að óvissan um hvort Sólveig gæfi kost á sér til endurkjörs hafi valdið því kvíða og vanlíðan. Eins og frægt er orðið sagði Sólveig af sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunnar um ástandið á skrifstofu Eflingar, þar sem hún var sökuð um óvægna stjórnarhætti. Ragnheiður segir að í kjölfarið hafi Sólveig farið mikinn gegn starfsmönnum félagsins, sem hafi ekki haft sama tækifæri og formaðurinn fráfarandi til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Það sem særir okkur er það að hún er búin að æsa upp félagsmenn og aðra í kommentakerfum til að tala illa um okkur. Hún er að búa til óvild gagnvart okur til að skara eld að sinni köku. Hún er búin að gefa algjört skotleyfi á okkur. Það er algjörlega óviðeigandi og skapar vantraust milli félagsmanna og starfsfólks,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is. Hún segir það hvorki hafa verið trúnaðarmenn starfsmanna né starfsmennirnir sjálfir sem hafi lekið margumræddri ályktun trúnaðarmannanna um starfsumhverfið á skrifstofu Eflingar til fjölmiðla. Það hafi ekki staðið til að gera það opinbert. „Við höfðum ekkert út á stefnu hennar að setja og unnum af heilum hug fyrir félagið. Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er algjörlega leikrit sem hún setur upp sjálf,“ segir Ragnheiður um ákvörðun Sólveigar að segja af sér. „Þetta plagg átti ekkert að fara neitt. Þetta var bara vinnuplagg handa þeim.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá mbl.is.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent